Fréttablaðið - 08.09.2012, Síða 106
8. september 2012 LAUGARDAGUR62 62
popp@frettabladid.is
Þættirnir Sönn íslensk
sakamál eru væntanlegir á
skjáinn en þar eru mörg af
minnistæðustu sakamálum
seinni ára sett á svið.
„Þetta gengur vel. Við erum búin
að taka upp um þrjá til fjóra þætti
af átta,“ segir Sævar Guðmunds-
son, leikstjóri þáttana Sönn íslensk
sakamál sem eru í tökum þessa
dagana. Sum eftirminnilegustu
sakamál seinni tíma verða tekin
fyrir í þáttunum eins og líkfund-
armálið, morðið á Shri Rahma-
wati, vændisstarfsemi Catalinu
og morðið á Einar Erni Birgissyni.
Sævar fullyrðir að það sé vanda-
samt að fjalla um sakamál sem eru
almenningi minnisstæð og við-
kvæm fyrir aðstandendur. „Við
gerum ekkert nema í samráði við
aðstandendur og höldum góðu
sambandi við þá í gegnum ferlið.“
Stór hluti þáttanna er sviðsett-
ur, en einnig verða sýnd viðtöl
við aðstandendur, fórnarlömb og
fleiri. Lögreglan hefur verið til
halds og traust til að kenna réttu
handtökin svo að sviðsetningin sé
sannfærandi. „Helsti höfuðverkur
okkar hefur verið lítið fjármagn
en það er bara eins og gengur og
gerist í íslenskri kvikmyndagerð
í dag. Ekki mörg fyrirtæki vilja
láta bendla sig við sakamál en
við leggjum okkur fram að endur-
spegla alvöru sögur í vönduðum
þáttum.“ Þættirnir eru væntan-
legir á Skjá einn í lok október. - áp
Með viðkvæmt efni í höndunum
MORÐINGIN HANDTEKINN Hér má sjá sviðsetningu á morðinu á Shri Rahmawati.
Handritin eru unnin beint upp úr dómum og út frá viðtölum við fólk sem kom að
málunum.
RÉTTU HANDTÖKIN Margir þurfa að bregða sér í hlutverk lögreglu- og tæknimanna í
þáttunum.
Það var mikið um dýrðir í Los
Angeles á fimmtudagskvöldið en
þá fóru fram myndbandaverðlaun
sjónvarpsstöðvarinnar MTV, MTV
Video Music Awards. Stjörnurnar
fjölmenntu á viðburðinn bæði til að
sýna sig og sjá aðra, veita og taka á
móti verðlaunum.
Það var poppstjarnan Rihanna
sem fór heim með aðalverðlaun
kvöldsins en myndband hennar
við lagið We Found Love var valið
myndband ársins. Strákasveitin
One Direction, sem er að slá í gegn
meðal ungra stúlkna út um allan
heim í dag, fór heim með flest verð-
laun á hátíðinni. Sveitin var valin
nýliði ársins, besta poppmynd-
band ársins var við lag þeirra What
Makes You Beautiful og þá var hið
sama myndband það lag sem flestir
vildu deila á netinu.
Það eru áhorfendur MTV sem
kjósa sigurvegara í hverjum flokki
en Beyonce, Katy Perry og Nicki
Minaj voru einnig á meðal sigurveg-
ara. Kjólarnir voru hver öðrum feg-
urri en Rihanna vakti athygli með
drengjakoll og eru spekingar strax
byrjaðir að spá klippingunni mikl-
um vinsældum hjá kvenþjóðinni á
næstu misserum.
Myndbandaverðlaun MTV
ÞRENN VERÐLAUN Strákasveitin One Direction, með þeim Niall, Harry, Liam, Louis og
Zayn innanborðs, tóku á móti þrennum verðlaunum á MTV hátíðinni. NORDICPHOTOS/GETTY
Bandaríska hljómsveitin OM spil-
ar á Gamla Gauki 15. september.
OM var stofnuð 2003 af fyrrum
meðlimum rokksveitarinnar Sleep.
Tónlistina mætti flokka sem þunga-
rokk en er undir sterkum áhrifum
frá bæna- og hugleiðslutónlist. Til-
gangurinn er þó ekki að breiða út
boðskap ákveðinnar trúar, heldur
notar sveitin þekktar aðferðir til að
fá áheyrendur á sitt band. Í lok júlí
kom út þeirra sjötta plata, Advaitic
Songs. Þetta verða fyrstu tónleikar
sveitarinnar í Evrópuferð hennar
og fer miðasala fram á Midi.is. The
Heavy Experience hitar upp.
Bænaskotið þungarokk
OM Bandaríska hljómsveitin spilar á
Gamla Gauki 15. september.
ÁR FYLLIR poppsöngkonan Pink, eða Alecia Beth Moore, í dag. Hún fagnar eflaust í faðmi eiginmanns síns Carey Hart
og eins árs gamallar dóttur þeirra Willow Sage Hart. 33