Fréttablaðið - 08.09.2012, Side 118

Fréttablaðið - 08.09.2012, Side 118
8. september 2012 LAUGARDAGUR74 PERSÓNAN Rokktríóið The Vintage Caravan frá Álftanesi er ein af ungu hljómsveitunum sem stíga á svið á hátíðinni Rokkjötnum í Kapla- krika í dag. Þar verður hún innan um eldri rokkrisa á borð við Ham, Skálmöld, Brain Police, Bootlegs og Sólstafi. „Ég held að þetta fari í sögu- bækurnar,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítar- leikari The Vintage Caravan, um tónlistarhátíðina. „Ég held að þetta verði alveg stórklikkað enda verður þarna brot af því besta í íslensku rokksenunni. Þarna verða bæði goðsagnir og líka nýir eins og við.“ Aðspurður segir hann mikinn heiður að deila sviði með eldri og reyndari rokk- urum. „Þetta eru allt menn sem maður lítur mikið upp til. Maður reynir bara að sanna sig og gera sitt besta.“ The Vintage Caravan sækir innblástur sinn í klassískt rokk frá árunum í kringum 1970 með sveitum á borð við Led Zeppelin, Cream, Deep Purple, The Jimi Hendrix Experience, Trúbroti og Óðmönnum. Sveitin gefur á næstunni út sína aðra breið- skífu og nefnist hún Voyage. „Ég á ekki orð til að lýsa því hvað við erum sáttir við hana,“ segir Óskar Logi. Upptökustjóri var Alex „Flex“ Árnason. Óskar segir hljómsveitina hafa þrosk- ast mikið frá því síðasta plata kom út. „Við erum búnir að spila efnið mjög mikið og þetta er orðið skemmtilega þétt. Bandið er miklu betra en það hefur nokk- urn tímann verið og við náðum að koma þessum „live fíling“ inn á plötuna. Lokalagið er tólf mín- útur. Þetta er konsept „fílingur“ með fullt af kaflaskiptingum. Við vorum mikið í tilraunamennsku í stúdíóinu.“ The Vintage Caravan sigraði í hljómsveitakeppninni Battle of the Bands hér á landi í mars. Alþjóðlega úrslitakeppnin átti að fara fram í Rúmeníu í júní en ekkert varð af því. Í staðinn verð- ur hún haldin í London í desemb- er. Sigurlaunin hljóða upp á um þrettán milljónir króna. freyr@frettabladid.is Rokkjötnar í sögubækur Ham og Bootlegs eru langelstu sveitirnar á tónleikunum en þær voru stofnaðar á níunda áratugnum þegar meðlimir The Vintage Caravan voru ekki einu sinni fæddir. Önnur bönd sem stíga á svið eru Sólstafir, Skálmöld, Brain Police, Momentum og Endless Dark. Tónlistarhátíðin hefst klukkan 16 og er miðaverð 4.900 krónur. REYNSLUBOLTAR OG YNGRI Sigríður María Sigurjónsdóttir Aldur: 27 ára Starf: Fata- hönnuður Búseta: 101 Reykjavík Fjölskylda: Maki og dóttir. Foreldrar: Sigurjón Mýrdal, stærðfræðikenn- ari í ML, og Helga Jónsdóttir handavinnu- kennari. Stjörnumerki: Steingeit Sigríður María heldur út í starfsnám til franska tískuhússins Soniu Rykiel. „Við getum kallað verkið virðingavott til Kaffibarsins. Ég hef verið fastagestur þar í fimmtán ár eða lengur,“ segir listamaðurinn Arnar Snær Davíðsson sem mál- aði verk framan á barborð Kaffibarsins. Það tók Arnar Snæ viku að ljúka verkinu og vann hann það á nóttunni eftir lokun staðarins. „Ég var þarna allar nætur og stundum alveg fram að opnun næsta dag, þannig að það var lítið sofið þá viku,“ segir Arnar og bætir við að tíminn muni svo leiða í ljós hvort verkið standist áhlaup bargesta kvöld eftir kvöld. Verkið var afhjúpað á fimmtudaginn var og á því má greina andlit nokkurra meðlima karlakórsins Bartóna, sem Arnar Snær er meðlimur í, auk andlita gamalla og nýrra fastagesta Kaffibarsins. Nokkrar deilur spruttu upp í kjölfarið því að sögn Arnars voru einhverjir ósáttir við að hafa ekki fengið sinn sess á barborðinu. „Fólk getur rifist um það sem eftir er af hverju þessi var málaður en ekki hinn,“ segir hann og hlær. Arnar útskrifaðist frá City & Guilds of London Artschool árið 2010 þar sem hann stundaði nám í klassískri myndlist. Hann kveðst ánægður með verkið og þakklátur Ægi Dagssyni framkvæmdastjóra sem og öðru starfsfólki Kaffibarsins fyrir að hafa fengið að skilja eftir sig arfleifð á sínu öðru heimili. „Ég er mjög ánægður yfir að hafa fengið þetta tækifæri. Á Kaffibarnum verða til ástir og örlög og staðurinn hefur verið mitt annað heimili í rúm fimmtán ár.“ - sm Virðingarvottur til Kaffibarsins ÞAKKAR FYRIR SIG Arnar Snær Davíðsson varði viku í að mála verk á barborð Kaffibarsins. Hann segir verkið virðingarvott til staðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Það er Palli sem verður Tyra Banks þátt- anna. Hann er formaður dómnefndar,“ segir Hallgerður Hallgrímsdóttir og hlær, en hún stígur sín fyrstu skref á sjónvarpsskjánum í nýjum raunveruleikaþætti, Ljósmyndarinn, sem fer í loftið á Skjá einum eftir áramót. Hallgerður tekur þar dómarasæti ásamt ljósmyndaranum Páli Stefánssyni, sem meðal annars er þekktur fyrir bækur sínar Áfram Afríka og PS Ísland. Hallgerður lýsir þátt- unum sem risastórri ljósmyndasamkeppni og er spennt að hefjast handa. „Þetta er ágætis áskorun fyrir mig og ég hlakka til. Við verð- um tvö og svo alltaf einn gestadómari sem kemur inn í hverjum þætti,“ segir Hallgerður, en átta þátttakendur komast á skjáinn og verð- ur einn kosinn út í hverjum þætti fyrir sig. Hallgerður er ljósmyndari, fatahönnuður og blaðamaður og segir Pál hafa stungið upp á sér í hlutverkið. „Ætli ég sé ekki hugsuð sem fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Ég get alveg verið harður gagnrýnandi þegar það á við,“ segir Hallgerður sem er með BA-gráðu í ljósmyndun frá Skotlandi. „Það eiga flest- ir myndavél, taka myndir og við erum sífellt mynduð. Það er hluti af hversdeginum og þess vegna hafa allir gott af því að sjá hver munur- inn er á góðri mynd og slæmri. Íslendingar eru almennt lélegir í myndlæsi enda texta- hefðin svo rík hjá okkur en vonandi stuðla þættirnir að einhverjum breytingum,“ segir Hallgerður. Opnað verður fyrir umsóknir í þáttinn um mánaðamótin og hvetja þau alla sem myndavél geta valdið til að sækja um. - áp Stýra raunveruleikaþætti fyrir ljósmyndara VILJA AUKA MYNDLÆSI Hallgerður Hallgrímsdóttir og Páll Stefánsson. Gítarstúdíó Steingríms www.gitarstudio.is Gítarnám fyrir alla aldurshópa. Innritun í gangi. Kenni yngstu nemendunum eftir Suzukiaðferð. Námskeið hefjast frá 10. sept. Kennt er í Kirkjulundi 17 Garðabæ. Allar nánari upplýsingar á www.gitarstudio.is steingrimur@internet.is eða í síma 898 2263. www.baendaferdir.is Sp ör e hf . s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Travel Agency HAUST 10 Fararstjóri: Steingrímur Gunnarsson 11. - 20. október Hálft fæði og allar skoðunarferðir innifaldar Gardavatn & Feneyjar Save the Children á Íslandi FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.