Fréttablaðið - 15.09.2012, Side 1

Fréttablaðið - 15.09.2012, Side 1
Helgarblað MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 spottið 12 15. september 2012 217. tölublað 12. árgangur 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fyrirtækjaþjónusta l Fólk l Atvinna HRESS Á HÆLUM Þokkafull sveiflan í bendingum um öryggisljó í ó ■ FRAMHALD Á SÍÐU 2 M ér finnst svo flott að segja: „Það vantar bíl í Vesturbæ“ eða „Kjartan er beðinn um að koma fram að upplýsingum í síma“ eins og kallað var í hátalarakerfinu í Hagkaup á árum áður. Ég er nefnilega veik fyrir röddum sem fara með mikilvæg skila-boð,“ segir Svandís og kímir.Draumar hennar á unglingsárum voru að lesa veðurfréttir í útvarpi, vinna á skiptiborðinu hjá Hreyfli eða á upplýsingaborðinu í Hagkaup. Í fyrramálið rætist einn drauma Svandísar þegar hún les veðurfréttir frá Veðurstofu Íslands klukkan 10.03 á Rás 1.„Þegar ég tók við ráðuneytinu kom ég við á Veðurstofunni og sá litla her-bergið þar sem veðurfréttir eru lesnar. Ég spurði veðurstofustjóra í bríaríi hvort ég fengi ekki að lesa veðurspána einn daginn og þá var mikið hlegið að því,“ rifjar Svandís upp. Í tilefni Dags íslenskrar tungu á morgun fannst henni við hæfi að athuga hvort ráðherra yrði nú hleypt inn í veðurfréttaklefann.„Ég hlakka mikið til að setjast í þettaveigamikla sæti enda stó kmikil eitt af því sem tvinnar saman öryggis- hlutverk Ríkisútvarpsins og Veðurstofu Íslands,“ útskýrir Svandís.Hlustendur eiga vafalaust eftir að greina hátíðlegan spenning í röddu ráð- herra þegar stóra stundin rennur upp en Svandís segist vona að sér verði ekki fótaskortur á tungunni. „Ég ætla að vanda mig, gera eins vel og ég get og gegna starfinu af mikilli trúmennsku,“ segir Svandís og gengst ekki við að hún muni fara með gaman- mál eins og Karl Bretaprins gerði í maí síðastliðnum þegar hann spaugaði með sífellda rigningu í Skotlandi í veður- fréttatíma breska ríkissjónvarpsins. „Það er svo sem aldrei að vita hvað manni dettur í hug á síðustu stundu og óneitanlega gaman fyrir hlustendur að setja eilítið persónulegan blæ á veður- fréttalesturinn. Mér finnst mér bara trúað fyrir svo miklu og geri þetta því sennilega eins og ég væri í vinnu sem veðurfræðingur á Veðurstofunni. Það er líka ágætt að eiga plan B ef ég hætti í stjórnmálum,“ segir Svandís og skellir upp úr. Ú SKRÍTNIR DRAUMAR LES VEÐURSPÁ Í FYRRAMÁLIÐ Dagur íslenskrar náttúru er á morgun. Þá lætur Svandís Svavarsdóttir ráðherra gamlan draum rætast á gömlu Gufunni. DRAUMADÍSSvandís Svavarsdóttir umhverfis- og auð-lindaráðherra er þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að láta drauma sína rætast. „Stundum þarf ekki mikið til eins og dæmin sanna nú. Ég gæti því allt eins verið kölluð á kvöldvakt hjá Hreyfli og hefði bara gaman af.“ MYND/VALLI HJÓLAÆVINTÝRI FYRIR ALLA Hjólaævintýri fjölskyldunnar verður á höfuð- borgarsvæðinu á Degi íslenskrar náttúru á morgun. Hjólað verður frá þremur upphafsstöð- um klukkan 10.30, Bakkaflöt, Álafosskvos og Ástjörn, og endað í Árbæjarsafni. Nánari upplýs- ingar í síma 863-1177 og 864-2776. Air Crash InvestigationFlugslys krufin til mergjar og orsökin fundinNATIONAL GEOGRAPH Suðurlandsbraut 50 • Bláu húsin v/FaxafenSími 553 7355 • www.selena.is Bikini Tankini Sundbolir atvinna Allar atvinnuauglýsingar vikunnar á visir.is Sölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426 Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441 FYRIRTÆKJAÞJÓNU STA LAUGARDAGUR 15 . SEPTEMBER 2012 Kynningarblað Rekst rarvörur, hágæðal ausnir, matvæli og persónuleg þjónu sta Ég held að fólk sem hefur gengið með Birni hingað til muni eiga erfiðara með það hér á eftir. KATRÍN Á. GUÐMUNDSDÓTTIR FORMAÐUR SJÚKRALIÐAFÉLAGSINS Opið til 18 í dag Garnbúðin Gauja • Þönglabakka 4 • 109 Reykjavík 5.000 ára gamalt tattú Travelin Mick ferðast um heiminn og skoðar húðflúr ólíkra menningarkima húðflúr 30 Venjulegt vinasamband Flóttamenn 22 Forfaðir fannst á safni Ólöf Nordal leitaði í smiðju líkamsmannfræðinnar. myndlist 18 Bræður í parkour Kára og Gesti þykir gaman í parkour. krakkar 50 HEILBRIGÐISMÁL Starfsandinn á Landspítalanum hefur liðið fyrir ákvörðun velferðarráðherra um að hækka laun Björns Zoëga, forstjóra spítalans, og óvíst er hvort starfs- fólkið sé reiðubúið til að færa fleiri fórnir til að hagræða í rekstri. Þetta segja talsmenn hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. „Forstjórinn hefur gjarnan beitt því fyrir sig í pistlum og á fundum með starfsfólki að þau séu öll saman í liði í baráttunni, en hann hefur að margra mati sagt sig úr liðinu með því að þiggja hækkunina,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og segir rök ráðherra fyrir launahækk- un forstjórans, eiga við um fleiri starfsstéttir innan spítalans. Hún telur að starfsfólk verði síður viljugt til að færa frekari fórnir, hlaupa hraðar og nota ónýt tæki. „Og þá fer meintur sparnaður ráðherra fyrir lítið.“ Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags Íslands, tekur í sama streng og segir sjúkra- liða bæði reiða og sára. Hún segir að þótt Björn eigi stóran þátt í því sem hafi áunnist sé ekki rétt að hann hljóti allan heiðurinn. „Ég held að fólk sem hefur gengið með Birni hingað til muni eiga erfiðara með það hér eftir,“ segir hún og telur að starfsfólki finnist fáránlegt, í ljósi launahækkunar forstjóra, að veigra sér við að kalla út aukamannskap þegar undirmannað er á vöktum. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, segist ekki hafa heyrt af versnandi samskiptum sinna félagsmanna við forstjórann, en launahækkunin hafi mörgum vissulega þótt orka tvímælis. „Mörgum læknum þykir þarna að ráðherrann sé að slá einkennilegan tón varðandi rekstur sjúkrahússins. Þar hefur meðal annars ekki verið hægt að endurnýja tæki. En svo eru margir á því að það sé fagnaðarefni að ráðherra sjái sér fært að borga vel fyrir unnin læknisverk. Aðrar starfsstéttir geta kannski nýtt sér þetta til að sækja betri kjör.“ Kristín segist vita af því að marg- ir úr hennar röðum séu á því að for- stjórinn ætti að „sýna manndóm og afþakka hækkunina“. - þj Starfsandi líður fyrir hækkun Launahækkun forstjóra Landspítalans hefur áhrif á starfsandann innan stofnunarinnar. Sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar telja að starfsfólk muni eiga erfiðara með að færa fórnir í aðhaldsaðgerðum. STJÖRNUBJART VIÐ STÓRU-SÚLU Þessi norðurljós fangaði ljósmyndari Fréttablaðsins á ferð sinni um Fjallabak. Norðurljósin verða algengari sýn í myrki vetrarins og má fylgjast með því hvenær þeirra er að vænta á Stjörnufræðivefnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 25 ára nýdönsk 26 Hildur Sif ritstýrir kvennatímariti fjölmiðlar 70
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.