Fréttablaðið - 15.09.2012, Síða 4

Fréttablaðið - 15.09.2012, Síða 4
15. september 2012 LAUGARDAGUR4 AÐEINS Í DAG! ÚTILJÓS VERÐ ÁÐUR 8.990,- NÚ 5.900,- lýsir niður 35% kíktu inn á www.pfaff.is Pfaff // Grensásvegi 13 // Sími 414 0400 Opið í dag, laugardag kl. 11-16. LÖGREGLUMÁL Gríðarmikið magn af efnum og efnablöndum – einkum í vökvaformi – fannst í bílskúr við Efstasund í Langholtshverfi í Reykjavík í fyrradag, þegar lögregla réðst þar til inngöngu á sjötta tímanum. Einn maður var handtekinn vegna máls- ins og veitti enga mótspyrnu. Sá er 46 ára kælitæknir sem bjó þar með konu sinni og tveggja ára barni. Fjórtán ára sonur konunn- ar dvaldi þar einnig reglulega. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. septem- ber vegna málsins í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur ekki minnsti vafi á því að aðstað- an í bílskúrnum var ætluð til að framleiða hörð fíkniefni, líklega amfetamín. Innan- dyra fundust tól og tæki til slíkrar iðju, auk feikilegs magns af efnum og efnablöndum til framleiðslunnar, eins og heimildarmaður Fréttablaðsins orðaði það. Ekki er vitað hversu lengi aðstaðan hefur verið brúkuð en þó eru vísbendingar um að framleiðslan hafi staðið um nokkra hríð. Magnið af efnum var slíkt – og þau geymd í svo mörgum ílátum – að búist er við að það muni taka vísindamenn Háskóla Íslands langan tíma að greina um hvaða efni er að ræða. Í gærmorgun voru fulltrúar sérsveitarinn- ar sendir að iðnaðarhúsnæði í Trönuhrauni í Hafnarfirði í tengslum við málið. Í húsinu er 55 fermetra geymsla í eigu hins handtekna, auk þess sem fyrirtæki í hans eigu er skráð þar til húsa. Lögreglumenn voru að störfum þar þangað til um miðjan dag og báru út með sér eitt og annað sem ekki er vitað hvort og þá hvernig tengist fíkniefnaverksmiðjunni. Nágrönnum mannsins sem Fréttablaðið ræddi við er mjög brugðið vegna málsins, þótt þá hafi suma rennt í grun að ekki væri allt með felldu hjá hinum handtekna. Fleiri höfðu ekki verið handteknir í gær en samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni er málið mjög umfangsmikið. stigur@frettabladid.is Feikilegt magn af efnum í amfetamínverksmiðjunni Einn í gæsluvarðhald grunaður um amfetamínframleiðslu í bílskúr við heimili sitt. Ílát og tól líka borin út úr iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Mikið fannst af vökva og búist við að efnagreiningin taki langan tíma. EFSTASUND Lögreglan girti heimili mannsins af með borða og setti upp tjald til að geta athafnað sig við bílskúrinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TRÖNUHRAUN Lögregla var að störfum í iðnaðarhúsnæðinu klukkustundum saman í gær. Í VARÐHALD Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. september. MYND/STÖÐ 2 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 24° 18° 16° 19° 20° 18° 18° 29° 20° 27° 24° 31° 18° 22° 22° 16°Á MORGUN víða 6-15 m/s, hvassast NA- og SV-til. MÁNUDAGUR 8-17 m/s N- og A-til, hægari V-til 7 5 4 4 3 10 10 9 11 8 3 6 5 3 3 3 5 2 7 3 4 5 4 5 8 7 76 5 7 8 8 LÍTIL SÓL en ætti að sjást til hennar S- til á landinu. Rigning eða slydda næstu daga N- og A-til. Birtir S-lands síðdegis í dag. Strekkingsvindur með NA-stönd- inni á morgun og mánudag. Hiti yfi r- leitt 2-11 stig um miðjan dag. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL Rannsókn lögregl- unnar á Selfossi á nauðgun á Þjóðhátíð í Eyjum er svo gott sem sigld í strand eftir að lögreglunni var neitað um upplýsingar um far- símanotendur í Vestmannaeyjum. Þetta segir Þorgrímur Óli Sigurðs- son aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Það bremsaði okkur svolítið af að fá ekki að vinna úr þessum upp- lýsingum,“ segir Þorgrímur Óli. Lögreglan fór fram á að símafyr- irtækin létu henni í té upplýsing- ar um alla sem talað hefðu í síma í Vestmannaeyjum á tilteknu tíu mínútna bili. Ástæðan var sú að á myndskeiði frá Þjóðhátíð sást maður tala í síma skömmu eftir að ólögráða stúlku var nauðgað, og honum svipaði til lýsingarinnar á gerandanum. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að símafyrirtækjunum væri óheimilt að afhenda upplýsingarnar. „Þetta var kannski síðasta hálmstráið, í þessari umferð allavega. Það eina sem við stólum á núna er að það berist einhverjar upplýsingar. En þetta er eins og eld- fjall – það er farið að kulna,“ segir Þorgrímur Óli. Því lengra sem líði frá verknaðinum þeim mun ólík- legra verði að málið leysist. Rann- sókn á tveimur öðrum nauðgunar- málum sem komu upp á Þjóðhátíð er vel á veg komin. - sh Lögreglan á Selfossi leit á gögn um farsímanotkun sem síðasta hálmstráið: Nauðgunarrannsókn sigld í strand ÞJÓÐHÁTÍÐ Stúlkunni var nauðgað árla á mánudagsmorgni. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON ENGLAND Zainab al-Hilly, sjö ára stúlka sem lifði af skotárás í Frakklandi fyrir rúmri viku, fór í fylgd breskra lögreglumanna til Bretlands í gær. Stúlkan var skotin í öxlina og barin í höfuðið en foreldr- ar hennar og amma, sem voru skotin í höfuðið í bíl fjölskyld- unnar, biðu bana. Fjögurra ára systir al-Hilly, sem faldi sig undir pilsfaldi móður sinnar og slapp ómeidd, hafði áður verið flutt til Bret- lands frá Frakklandi. Franskur saksóknari, sem stýrir rannsókn á árásinni, kom til Englands, þar sem fjölskyld- an var búsett, á fimmtudag. Hann telur að skýringa dráp- anna sé að leita þar. -ibs Skotárás á fjölskyldu: Eldri stúlkan flutt heim SVÍÞJÓÐ Sá sem rændi ölvaðan mann sem fallið hafði niður á brautarteina í neðanjarðar- lestarstöð í Stokkhólmi fyrir viku og skildi hann eftir hefur áður rænt ölvaða menn, að sögn sænsku lögreglunnar. Atvikið sást á eftirlitsmynda- vél og hefur lögreglan fund- ið annað tilvik þar sem sami maður rændi ölvaðan mann. Á fréttavef Svenska Dagbladet kemur fram að fjöldi vísbend- inga hafi borist í kjölfar sjón- varpsþáttar um málið. Í gær hafði enginn verið handtekinn. Taka varð af helming vinstri fótleggs þess sem féll og varð undir lest. Hann hlaut einnig slæm meiðsl á hægri fæti. -ibs Skilinn eftir á lestarspori: Rændur og varð undir lest LÖGREGLUMÁL Þrír karlmenn ætluðu að lokka níu ára gamalt barn inn í bíl til sín í Grafarvogi í gærdag. Barnið brást hárrétt við og forðaði sér. Foreldrum barna í Kelduskóla í ofanverðum Grafarvogi var sendur tölvu- póstur og þeir látnir vita af atvikinu sem litið er alvarlegum augum. Lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu var gert viðvart og leit- aði grárrar bifreiðar sem menn- irnir þrír eru taldir hafa verið í. Málið er í rannsókn lögreglu. - bþh Þrír menn í grárri bifreið: Ætluðu að lokka barn inn í bíl GENGIÐ 14.09.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,0412 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 120,65 121,23 195,91 196,87 157,91 158,79 21,178 21,302 21,268 21,394 18,4 18,508 1,5457 1,5547 186,8 187,92 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.