Fréttablaðið - 15.09.2012, Síða 16

Fréttablaðið - 15.09.2012, Síða 16
16 15. september 2012 LAUGARDAGUR Viðbrögð við 450 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum forstjóra Landspítalans hafa verið hörð og stór orð notuð til að lýsa áliti einstaklinga, fag- og stéttar- félaga á þessum gerningi. Þessi viðbrögð eru skiljanleg þegar horft er til ástandsins í samfélaginu í kjölfar hrunsins og þeirra sárs- aukafullu niðurskurðaraðgerða sem grípa þurfti til á Landspítala. Skoðum þetta aðeins nánar. Rekstrarkostnaður Landspítala var 35-38 milljarðar á ári fyrir hrun. Á hverju ári voru fréttir af framúrkeyrslu í rekstri spítal- ans, sem nam milljörðum króna. Á tímabilinu 2004 til 2008 fóru gjöld vegna reksturs Landspítal- ans úr 27 milljörðum króna á ári í 39 milljarða króna. Rekstrar- kostnaður spítalans jókst sem sé um 12 milljarða króna á ári á tíma- bilinu. Á þessum útgjöldum hefur orðið gífurleg breyting eftir hrun. Reksturinn hefur verið skorinn niður um fjórðung eða sem nemur um 9 milljörðum króna á ári, gróft reiknað. Á yfirstandandi ári verð- ur áfram skorið niður í rekstri spítalans og er áætlað að niður- skurður verði rúmar 600 milljónir króna. Niðurskurður í starfsemi Landspítala hefur verið sársauka- fullur en nauðsynlegur og verður sjálfsagt notaður til að mæta 40 milljarða króna framreiknuðum halla á ríkissjóði þetta árið. Flest- ir eru þó sammála um að nú sé nóg komið. Þegar laun forstjórans eru skoð- uð í þessu ljósi blasir við sú stað- reynd að 450 þúsund króna aukn- ing á mánaðarlaunum, eða samtals 5,4 milljónir á ári eru sem dropi í hafið. Mín vegna má líta á þessa launahækkun sem verðskuldaða viðurkenningu á góðum árangri hans við stjórnun spítalans á mjög erfiðum tímum. Það eitt að ná böndum utan um rekstur spítalans er mikið afrek sem ber að viður- kenna og verðlauna. Hugsað lengra Mikilvægi áhrifaríkrar stjórnunar í heilbrigðiskerfinu verður ekki að fullu metið nema horft sé á hana í samhengi við þróun heilbrigðis- mála á næstu árum og áratugum. Heilbrigðiskerfi nútímans eru dýr. Þau eru rándýr. Alþjóðbank- inn áætlar að íslenskt heilbrigðis- kerfi kosti tæplega 10% af þjóðar- framleiðslu Íslendinga eða 150-160 milljarða króna á ári. Inni í þess- um kostnaði eru allar greiðslur frá opinberum aðilum, einstaklingum og fyrirtækjum vegna heilbrigðis- þjónustu. M.ö.o. þá kostar íslenskt heilbrigðiskerfi tæplega fimm hundruð þúsund krónur á hvern Íslending á ári. Þessi kostnaður mun aukast til muna á næstu árum. Skýringuna er að finna í heimsfaraldri lang- vinnra eða ósmitnæmra sjúkdóma sem tengjast m.a. nútímalífsstíl og vaxandi aldri. Fara þar fremstir hjarta og æðasjúkdómar, geðræn- ir sjúkdómar og kvillar, krabba- mein, langvinnir lungnasjúkdóm- ar og offita/sykursýki. Það hefur verið áætlað að 60% af ótímabær- um dauðsföllum, það eru dauðsföll sem koma má í veg fyrir með tíma- bærum forvörnum og meðferð, séu af völdum langvinnra sjúkdóma. Auk þessa eru langvinnir sjúk- dómar einstaklingum þung byrði vegna vanheilsu og fötlunar sem þeim fylgja. Kostnaður samfélagsins hefur verið metinn til fjár og þær tölur eru ógnvekjandi þar sem einstak- lingar með langvinna sjúkdóma þurfa skipulagða eftirfylgni, flókn- ar lyfjagjafir auk ýmiss konar inn- gripa. Efnahagslegar afleiðingar fyrir samfélög eru því miklar og ætla má að um eða yfir 80% af kostnaði við heilbrigðiskerfið í dag séu vegna langvinnra sjúkdóma. Þetta er um 120 milljarðar króna á ári á Íslandi (eða fjórfaldur árleg- ur rekstrarkostnaður Landspítala). Samkvæmt spá Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar mun kostnaður vegna langvinnra sjúk- dóma margfaldast fram til ársins 2030 við óbreyttar kringumstæð- ur. Í raun þýðir þetta að langvinn- ir sjúkdómar eru nú bein ógn við efnahagslega afkomu samfélaga heimsins. Verði ekki brugðist við með áhrifaríkum hætti er hætta á að kostnaður vegna þeirra muni sliga efnahagskerfi margra þjóða. Áhrifaríkar aðgerðir til að stemma stigu við langvinnum sjúkdómum tengjast m.a. eflingu forvarna, tímanlegri greiningu og skipu- lagi eftirfylgdar þeirra sem eru í áhættu eða hafa frumstig sjúk- dómanna. Með þetta að leiðarljósi er víða erlendis í gangi „endurhönnun“ eða endurskipulagning á heil- brigðisþjónustunni. Eðli síns vegna og af hagkvæmnisástæð- um er heilsugæslan í þungamiðju þessara breytinga. Vægi hennar verður aukið með breyttri hlut- verkaskipan starfsfólks, eflingu teymisvinnu og stöðlun vinnu- bragða. Aukin aðkoma notenda þjónustunnar við mótun henn- ar er mikilvægur þáttur þess- ara breytinga samhliða samþætt- ingu þjónustustiga og innleiðingu árangursmælinga með endurgjöf til starfsmanna og notenda. Sam- eiginlega skapar þetta forsendur aukinnar hagkvæmni og árangurs í heilbrigðisþjónustu framtíðar- innar. Á það jafnt við um einstak- lingsheilsu sem og heilsu einstakra hópa samfélagsins. Nýjar áherslur sem þessar munu gera heilbrigðis- þjónustunni kleift að mæta nýjum og sífellt flóknari áskorunum, s.s. ógninni sem stafar af faraldri langvinnra sjúkdóma. Til þess að þetta megi verða þarf öfluga stjórnendur í heil- brigðisþjónustunni. Læknar, með sinn faglega bakgrunn, sem hafa menntun á sviði stjórnunar ásamt nauðsynlegum hæfileikum eru óvenju verðmætur starfskraft- ur. Mikilvægi þeirra mun aukast á komandi árum þar sem stjórn- málamenn og aðrir stefnumót- endur eru víða byrjaðir að skynja áhættuna á að halda í óbreytt kerfi og þörfina á að breyta því til sam- ræmis við nýjar og krefjandi þarf- ir. Sífellt meiri eftirspurn mun verða eftir læknum með mennt- un, reynslu og hæfileika á sviði stjórnunar. Mikilvægi þess að hafa slíkt fólk innanborðs verður seint ofmetið. Læknar eru upp til hópa alþjóð- legur vinnukraftur og störf þeirra þekkja ekki landamæri eins og dæmin sanna. Ég er því ekki hissa á að ákveðið var að halda í for- stjóra Landspítala, sem einnig er læknir og einn af lykilstjórnendum heilbrigðiskerfisins. Laun forstjóra Landspítala – og áhrifarík stjórnun í heilbrigðisþjónustunni Nú eru 19 ár liðin síðan sam-komulag um Óslóar-yfir- lýsinguna var undirritað á gras- flötinni framan við Hvíta húsið í Washington. Það voru Arafat, forseti Palestínu, og Rabin, for- sætisráðherra Ísraels, sem gerðu það að viðstöddum Clinton Banda- ríkjaforseta. Margir urðu til að vara við því að þetta væri svika- sátt en undirritaður var meðal þeirra sem vildu trúa því að gagn- kvæm viðurkenning aðilanna yrði mikilvægt fyrsta skref að end- anlegu friðarsamkomulagi sem átti að undirrita innan fimm ára. Reynslan hefur sýnt að efasemd- armennirnir höfðu rétt fyrir sér. Kannski var það morðið á Rabin sem innsiglaði örlög Óslóar-yfir- lýsingarinnar. Nýjar yfirlýsingar hinna ólíku flokka í Palestínu hafa verið birt- ar og eru raddir þeirra býsna samhljóma, einnig Fatah, þess stjórnmálaafls sem var leiðandi og er enn, jafnvel þótt Hamas, eða listi þeirra Umbætur og breyt- ingar, hafi unnið þingmeirihluta í síðustu kosningunum sem fram fóru á herteknu svæðunum árið 2006. Ríkisstjórn sem styðst við þann þingmeirihluta er einungis við völd á Gaza og er einangruð af Ísrael, Bandaríkjunum, Evr- ópusambandi og flestum Vestur- löndum, þar á meðal Íslandi. Eina NATO-ríkið sem mér er kunnugt um að hafi samband við stjórn- völdin á Gaza er Noregur. Ekki þarf af spyrja um afstöðu Hamas-samtakanna til Óslóar- yfirlýsingarinnar. Þau hafa alla tíð gagnrýnt hana þótt þau hafi í raun allt frá árinu 2003 sam- þykkt grundvöll hennar, sem er landamærin frá því fyrir her- námið í Sex daga stríðinu árið 1967 og þar með tilvist Ísraels- ríkis á fjórum fimmtu af upphaf- legri Palestínu. Krafan sem hljómað hefur sam- hljóða nú er að Óslóar-samkomu- laginu verði kastað fyrir róða. Ástæðan er sú að það hefur verið notað af Ísrael sem skálkaskjól fyrir áframhaldandi landrán og stækkun landtökusvæðanna. Í orði er stundum vísað til friðar- ferlis, en ekkert slíkt er í gangi og var aldrei. Það var kannski hægt að tala um ferli en enginn áhugi hefur verið á réttmætum friði af hálfu Ísraels. Friðarsamkomulag yrði að grundvallast meðal ann- ars á landamærunum frá 1967, sem fela þó í sér stórkostlega eft- irgjöf af hálfu Palestínumanna. Með því sætta þeir sig við að halda einungis fimmtungi lands- ins. Sameinuðu þjóðirnar ætluðu þeim þó nokkurn veginn helming í tillögunni um skiptingu Palest- ínu sem Allsherjarþingið sam- þykkti 29. nóvember 1947. Her- námið 1948 breytti þeirri mynd og með tímanum hefur meirihluti Palestínumanna sæst á landa- mærin frá 1967 án þess þó að réttur flóttafólks til að snúa heim aftur sé gleymdur né örlög einn- ar og hálfrar milljónar Palestínu- manna sem búa við skertan rétt innan Ísraels. Mikilsvert er að samhljómur hafi skapast um að hafna afleið- ingum Óslóar-samkomulagsins, segja skilið við það og slíta svo- kallaðri öryggissamvinnu við Ísrael, sem CIA, bandaríska leyni- þjónustan, hefur haft umsjón með. Óslóar-samkomulag- ið er verra en ekkert! Það fer um mig hrollur þegar ég sé heiftarleg viðbrögð við auglýsingunum okkar. Ég anda djúpt, tel upp að 100 og minni mig á þá óþrjótandi samúð sem ég hef með okkur öllum og þá sérstaklega börnum sem eru að glíma við þögnina, óttann og afneitunina sem ríkir í kringum kynferðislegt ofbeldi á börnum. Blátt áfram er að bera á borð stað- reyndir málsins. Það er staðreynd að 93% barna sem verða fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi þekkja gerend- urna, einstaklinga úr öllum stétt- um, gjarnan í hlutverkum sem við hin fullorðnu treystum og í því skjóli skáka gerendur, bæði konur og karlar. Við erum ekki að ásaka neina sérstaka starfs- stétt um að beita börn ofbeldi frekar en aðra. Við erum að benda fólki á að í þeim hópum fólks sem vinna með börnum og eru langflestir traustsins vert, leyn- ast oft einstaklingar sem eru að gera slæma hluti en ekki góða. Í stað þess að ráðast á sendiboð- ann bið ég alla að staldra við og hugsa málið til enda. Ef þú ert einn af þeim fjölmörgu sem starfa með börnum, biðjum við þig að koma til samstarfs við okkur til að tryggja öryggi þeirra. Hvað get ég gert, spyrð þú ef til vill. Þú getur viður- kennt þá erfiðu staðreynd að inni á milli eru einstaklingar sem grafa undan því trausti sem þú hefur áunnið þér í þínu starfi vegna þess að því fylgir traust og vald yfir börnum. Þú getur lært hvað þú átt að gera til að standa undir því trausti sem til þín er borið og hvernig þú getur verið á varðbergi gagnvart þeim sem gera það ekki. Komdu til liðs við okkur, ræddu þessa staðreynd við sam- starfsfólk og hvað þið getið gert til þess að geta verið saman á varðbergi gagnvart þeim sem eru að misnota ykkar mikil- væga starf með börnum til þess að ná til þeirra og meiða þau. Um leið og þú fellur í þá gryfju að tala um þá og okkur, ertu búinn að setja upp skjól fyrir þá gerend- ur sem án þinnar vitundar eru nú þegar búnir að koma sér fyrir í þínum samstarfshópi. Kæru landsmenn, þetta er erf- itt mál en það er til auðveld lausn! Komdu á námskeið! Hlustaðu á fyrirlestur! Ég skal lofa þér því að ef þú situr námskeið eða fyr- irlestur um vandann og færð í hendur verkfæri til þess að takast á við hann, þá mun þér líða betur. Mundu einnig að það eru börn og fullorðnir að fylgjast með við- brögðum þínum við þessum aug- lýsingum. Þau gætu spurt sig hvort þú sért traustur, skilningsríkur einstaklingur sem dæmir ekki, hvort þú sért manneskja til þess að segja frá ofbeldi og biðja um hjálp. Taktu áskoruninni. Vertu upplýst/ ur. Nánari upplýsingar um blátt áfram á bláttafram.is eða á facebo- ok https://www.facebook.com/ blattafram. Kæru landsmenn Það hefur varla farið fram hjá neinum sem fylgst hefur með fréttum að velferðarráðherra hækkaði laun forstjóra Landspít- alans umtalsvert án samráðs við nokkurn mann. Í Rannsóknar- skýrslu Alþingis kom fram að ein af ástæðum hrunsins hefði verið sú að ráðamenn tóku ákvarðanir upp á eigin spýtur eða tóku ákvarðanir gegn áliti ýmissa álitsgjafa. Í kjölfar hrunsins komst ný rík- isstjórn til valda sem gagnrýndi vinnubrögð forvera sinna og ætl- aði að bæta siðferðið í stjórnmál- um. Ákveðið var að hrinda af stað vinnu til að semja nýja stjórnar- skrá því að loka þyrfti fyrir spill- ingu af því tagi sem áður tíðkaðist. Þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórn- ar um spillingu annarra þá velur einn ráðherrann leið sem Rann- sóknarskýrsla Alþingis hefur þegar gjaldfellt. Nú hlýtur að reyna á hversu mikil alvara var á bak við orðin um bætt siðferði. Siðferði í stjórn- málum verður ekki bætt ef stjórn- málamenn byrja ekki á sjálfum sér. Hversu dapurlegt sem það kann að virðast þá er eina leið rík- isstjórnarinnar að láta ráðherrann víkja, eigi hann ekki frumkvæði að því sjálfur. Vegna þeirrar aðferð- ar sem velferðarráðherra kaus þá virðist Rannsóknarskýrsla Alþing- is í besta falli vera söguleg heimild sem óþarfi sé að læra eitthvað af. Þó svo að velferðarráðherra rök- styðji mikilvægi launahækkunar er leiðin sem hann fór óverjandi. Rannsóknarskýrsla Alþingis gagn- rýndi einmitt svona vinnubrögð þrátt fyrir ótal réttlætingar og rökstuðning gerendanna. Þar sem kosningar eru í vændum verður fróðlegt fyrir kjósendur að fylgjast með hvort og hvernig ríkisstjórnin bregst við. Upp á hana stendur að varpa af sér ásökun um spillingu. Siðferði í stjórnmálum Heilbrigðismál Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson sérfræðingur í almenn- um lyflækningum, heimilis-lækningum og heilbrigðis-stjórnun Palestína Sveinn Rúnar Hauksson formaður Félagsins Ísland-Palestína Kynferðislegt ofbeldi Svava Brooks f. h. Blátt áfram Stjórnsýsla Dögg Harðardóttir hjúkrunarfræðingur Mikilsvert er að samhljómur hafi skapast um að hafna afleiðingum Óslóar-sam- komulagsins, segja skilið við það og slíta svokall- aðri öryggissamvinnu ... Hversu dapurlegt sem það kann að virðast þá er eina leið ríkisstjórnarinnar að láta ráðherrann víkja, eigi hann ekki frumkvæði ...
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.