Fréttablaðið - 15.09.2012, Síða 22

Fréttablaðið - 15.09.2012, Síða 22
15. september 2012 LAUGARDAGUR22 Þ ar til þessi umræða kom upp um að fólk- ið kæmi á Akranes hafði ég aldrei pælt í neinu svona. Þá datt mér í hug að vera með en fann fljótlega út að ég hefði nú engan tíma í þetta,“ segir Ingi- björg Óskarsdóttir sjúkraþjálfari um upphaf þess að hún ákvað að gerast stuðningsfjölskylda fyrir palestínska konu og börn hennar árið 2008. Konurnar komu á Akra- nes nokkrum dögum fyrir hrun. „Þegar ég komst svo að því að það yrðu allavega þrjár stuðnings- fjölskyldur með hverja og eina fjölskyldu hugsaði ég með mér að ég gæti alveg verið með og myndi bara bakka út ef ég hefði ekki tíma í þetta. Þetta myndi mæða á fleir- um en mér.“ Gerði þetta af forvitni „Ég hef stundum talað um það að ég fór inn í þetta á svolítið eigin- gjörnum forsendum. Ég sá mér hag í þessu, ég hef ferðast svaka- lega mikið og hef óskaplegan áhuga á annarri menningu. Ég sá mér því hag í að kynnast útlendri fjölskyldu sem kom frá allt öðru menningarsvæði, svæði sem ég reyndar hafði mikinn áhuga á. Fyrst og fremst var þetta forvitni af minni hálfu, en ég vildi auðvit- að gera gagn í leiðinni. Mér fannst spennandi að kynnast fólki sem hefur alist upp við annað en við og hefur kannski aðrar skoðanir.“ Fjölskyldurnar sem komu árið 2008 höfðu alla tíð dvalist í Írak, en eru frá Palestínu. Átta einstæð- ar mæður með börn á öllum aldri dvöldust í Al Waleed-flóttamanna- búðunum við slæman kost þar til þær fengu hæli á Akranesi. „Svo var fjölskyldunum deilt niður á okkur handahófskennt og Lína lenti hjá mér og tveimur öðrum og flutti svo þar að auki í húsið hjá mér. Ég bý í sexbýli og það voru svona þrír metrar á milli dyranna hjá okkur. Við höfðum því ágætis forsendur, ég hitti hana oft út af þessu og það var auðvelt að banka upp á hjá mér.“ Ingibjörg ákvað frá upphafi að vera bara ein í verkefninu þrátt fyrir að búa með ungum syni sínum sem væri á svipuðum aldri og ein- hver af börnum kvennanna. Hún ákvað að skuldbinda hann ekki í verkefnið heldur bara sjálfa sig. Erfitt til að byrja með „Þetta var náttúrulega hörkuer- fitt til að byrja með,“ segir Ingi- björg um tímann eftir að konurnar komu hingað fyrst. „Hún talaði nánast enga ensku og ég auðvit- að enga arabísku, en við fengum túlk öðru hvoru og þá gat maður komið nauðsynlegum upplýsingum á milli. Oft lá henni samt svo mikið á hjarta að hún endaði á að tala við túlkinn og maður fékk svo bara að vita um hvað var rætt. Þetta voru samskiptin til að byrja með, við fengum reyndar litla orðabók sem nýttist ekkert sérstaklega vel, það verður að segjast.“ Þetta hefur þó breyst mikið. Lína Mazar kom hingað ein með þrjú börn árið 2008. Nú hefur hún eignast kærasta og fjórða barnið og fékk nýlega vinnu sem skólaliði við Brekkubæjarskóla á Akranesi. Henni hefur því gengið mjög vel að aðlagast samfélaginu á Akranesi. Heimili Línu varð fljótlega eins konar miðstöð fyrir fjölskyld- urnar og Ingibjörg kynntist þess vegna flestum fjölskyldunum að einhverju leyti. „Ég var líka mjög dugleg að mæta á alla viðburði sem Rauði krossinn og bærinn skipulögðu í kringum þetta og við ákváðum það, þessar fjölskyldur, að hittast alltaf vikulega eða hálfs- mánaðarlega til að byrja með til að spjalla saman og vita hvernig gengi.“ Fljótlega kom í ljós að fólk hafði ólíkar hugmyndir um það hvaða hlutverki það ætti að gegna og segir Ingibjörg það hafa verið frekar frjálst og fólk hafi ráðið því sjálft. „Ein fjölskyldan sem var með mér hætti því þeim fannst þau ekki hafa neitt hlutverk, eða vissu ekki hvar þau stóðu. Ég lenti í því að verða svolítill reddari, það var auðvitað þægilegt að banka upp á hjá mér og sjá hvort ég gæti hjálp- að. En ég var ekkert alveg klár á mínu hlutverki og tók það ekkert ægilega hátíðlega.“ Íslenskan algjör forsenda Meðal þess sem konurnar þurftu hjálp við var að útskýra fyrir þeim hvað stæði í bréfum sem þær fengu. „Ég bankaði stundum upp á hjá Línu til að vita hvort hana vant- aði eitthvað og okkur gekk allavega að koma skilaboðum á milli, og svo bara kynntumst við smám saman. Hún fór að læra aðeins íslensku og þá varð þetta allt miklu, miklu betra. Það er algjör forsenda. Hvað sem fólki kann að þykja um það, þá finnst mér að fólk eigi að læra eitt- hvað allavega, þú kemst ekki inn í þjóðfélagið nema að læra eitthvað. Það kemur berlega í ljós, þeim sem gengur vel að læra málið, þær komast inn í þetta en hinar miklu miklu minna.“ Eins og fyrr segir fékk fólk að ráða því að miklu leyti sjálft hvern- ig hlutverki þeirra væri háttað. „Sumir tóku fjölskylduna bara nán- ast í fóstur, en það gekk svo sem ekkert betur en hjá okkur hinum. FRAMHALD Á SÍÐU 24 INGIBJÖRG OG LÍNA Ingibjörg segist fyrst hafa ákveðið að hún hefði ekki tíma til að sinna stuðningi við flóttamennina. Hún ákvað þó að slá til og tók hlutverkið ekki of hátíðlega. Þær Lína urðu góðar vinkonur þrátt fyrir aldurs- mun og Lína talar um að Ingibjörg sé eins og systir hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Eins og venjulegt vinasamband Ingibjörg Óskarsdóttir ákvað að styðja flóttamannafjölskyldu frá Palestínu sem fluttist á Akranes árið 2008. Fjórum árum síðar er hlutverki hennar sem stuðningsaðila lokið en hún heldur enn vinskap við Línu, sem talar um hana eins og systur. Ingibjörg sagði Þórunni Elísabetu Bogadóttur frá ástæðum þess að hún gerðist stuðningsfjölskylda, reynslunni og fordómum gegn aröbum. Íslensk stjórnvöld taka nú á móti hópi flóttamanna í fyrsta sinn í fjögur ár, eða síðan átta einstæðar mæður með börn sín komu á Akranes úr flótta- mannabúðum í Írak. Nú er von á þremur einstæðum mæðrum með börn sín. Þær koma frá Íran en eru af afgönskum uppruna. Að sögn Írisar Bjargar Kristjánsdóttur, formanns flóttamannanefndar velferðarráðuneytisins, er búið að ganga frá öllu sem þarf og von er á konunum á næstu tveimur vikum. Þær koma til landsins í gegnum samtökin IOM, International Organization for Migration, sem velferðarráðuneytið er með samning við. „Þær eru flóttamenn í Íran en þær eru frá Afganistan upprunalega. Þær eru ekki með íranskan ríkisborgararétt eða vegabréf. Þetta eru Afganar sem hafa aldrei komið til Afganistan,“ segir Íris. Saga afganskra flóttamanna í Íran er löng, en fjöldi fólks flúði þangað eftir innrás Sovétríkjanna á níunda áratug síðustu aldar. Síðan þá hafa komið fleiri skeið þar sem fjöldi fólks hefur flúið Afganistan, en jafnframt hefur fjöldi fólks snúið til baka. Afganskir flóttamenn í Íran öðlast ekki full réttindi þar. Samkvæmt tölum Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna er um ein milljón Afgana flóttamenn í Íran. Frá innrásinni í Afganistan og falli talibanastjórnarinnar fyrir ellefu árum hafa 5,7 milljón manns snúið aftur til landsins af flótta. Konurnar og börnin sem nú koma til landsins koma eftir tillögu frá Flótta- mannahjálpinni. „Við leggjum inn fyrirspurn um hvar neyðin sé mest og hvaðan þeir leggja til að fólk komi. Enn og aftur erum við að horfa á konur í hættu.“ Fjölskyldurnar munu koma til með að búa í Reykjavík eftir komuna til landsins. MIKILL FJÖLDI FLÓTTAMANNA Í ÍRAN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.