Fréttablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 30
15. september 2012 LAUGARDAGUR30
T
ravelin Mick ferðast
á afskekkta staði og
leitar uppi ættbálka
og húðflúr sem tengj-
ast jafnvel þúsund
ára gömlum hefðum.
„Stundum kem ég á stað þar sem
eru kannski tvær 100 ára gaml-
ar konur þær einu eftirlifandi
sem bera húðflúr ættbálks síns
og þekkja söguna. Oft hefur þetta
fólk búið á afskekktum stöðum
alla sína ævi og því ekki til nein-
ar myndir eða heimildir um flúrin
og ástæðurnar sem liggja að baki
þeim. Ég reyni að varðveita þekk-
inguna með því að mynda flúrin
og skrifa niður sögurnar,“ segir
ljósmyndarinn og blaðamaðurinn
Mick. Á ferðalögum sínum um
heiminn hefur hann komist í kynni
við marga stórmerkilega hópa sem
bera ýmis konar húðflúr af menn-
ingar- eða trúarlegum ástæðum.
„Ég verð oft var við endurtekin
mynstur, jafnvel hjá fólki sem býr
á afskekktum stöðum í sitthvorum
hluta heimsins,“ segir hann.
Dularfull saga húðflúra
Húðflúr hafa tilheyrt menningar-
samfélögum í mörg þúsund ár en
saga þeirra er þó sveipuð dulúð
og leyndardómum. Líklegt þykir
að fyrstu flúrin hafi orðið til af
slysni þar sem sót hafi komist ofan
í sár og þannig gróið inn í húðina.
Elsta húðflúr sem fundist hefur
var á um 5.300 ára gamalli múmíu
ísmannsins Ötzi sem fannst við
landamæri Ítalíu og Austurrík-
is árið 1991. Talið er að Ötzi hafi
verið uppi um 3.300 fyrir Krist
og var hann með 57 húðflúr, sem
hægt var að sjá með berum augum
því jökullinn hafði varðveitt líkið
svo vel. Rannsóknir leiddu í ljós að
þau voru gerð úr sóti og talið er að
þau hafi þjónað læknisfræðilegum
tilgangi. Mick kannast vel við sög-
una af Ötzi og ber sjálfur húðflúr
sem er eins og eitt af þeim sem á
Ötzi er.
„Ég var staddur meðal búsk-
manna í Namibíu þegar ég sneri
mig á ökkla. Þá var fundin rétt jurt
til að lækna mein mín, búið var til
blek úr henni og lækningartattú
flúrað á mig. Seinna kom í ljós að
þetta flúr var alveg eins og eitt
þeirra sem fundust á Ötzi,“ segir
hann. Mick segir nálar af sítrónu-
trjám oft vera notaðar sem nálar
í þessum afskekktu samfélögum,
en þær eru mjög beittar og harð-
ar. Sótið hefur verið vinsælt sem
blek í gegnum aldirnar auk þess
eru jurtir notaðar eða viður sem er
hakkaður niður og blandað saman
við vökva, til dæmis mjólk.
Menningararfur
sem þarf að rannsaka
Mick hóf rannsóknir sínar og
ferðalög árið 1999. Hann segir
mikinn menningararf í húðflúrum
og honum hafi þótt nauðsynlegt að
varðveita hann. „Það er mjög sorg-
legt hvað tattúheimurinn hefur
verið lítið rannsakaður í gegnum
tíðina því hann er svo merkileg-
ur. Ég veit ekki betur en að það sé
einn vísindamaður í heiminum í
dag sem sérhæfir sig í húðflúrum.
Sjálfur rannsaka ég þetta meira út
frá sjónarhorni blaðamannsins,“
segir hann.
Mick er þýskur að uppruna og
býr nú í Berlín. Hann eyðir þó
minnstum hluta ársins heima hjá
sér því átta til tíu mánuði af árinu
ferðast hann um heiminn. „Starfið
mitt er í raun þríþætt. Árlega fer
ég á tuttugu til 25 tattúráðstefnur
um allan heim þar sem ég set upp
myndasýningar og skrifa um ráð-
stefnurnar,“ segir hann en hann
skrifar helst fyrir tattú-tímarit þó
annars konar tímarit leiti stund-
um til hans líka. „Ég leita líka uppi
tattúlistamenn og tek við þá við-
töl, sýni vinnu þeirra og fjalla um
hvað sé sérstakt við þá. Að lokum
eru það svo áðurnefnd ferðalög,“
segir Mick.
Kærastan deilir áhugamálinu
Travelin Mick er staddur hér á
landi til að taka þátt í Icelandic
Tattoo Expo sem fer fram í Súlna-
sal Hótel Sögu um helgina. Þar
mun hann setja upp ljósmynda-
sýningu sína In Your Face, auk
þess sem hann mun skrifa um
ráðstefnuna. „Á sýningunni má
sjá fólk með mismunandi tattú
í andlitinu sem bera vitni um
menningu þeirra eða trú,“ segir
hann.
Kærastan hans, Sana, deil-
ir blessunarlega áhugamálinu
með honum og ferðast þau mikið
saman. Hún er einnig stödd hér-
lendis og verður með danssýn-
ingu á Icelandic Tattoo Expo.
Það er viðeigandi að þau skuli
starfa saman í tattúheiminum
því þau kynntust einmitt í gegn-
um hann. „Það er stór og merki-
legur hluti tattúheimsins í Japan
en þeir eru fáir þar sem tala
ensku og ég tala ekki japönsku,
Sana starfaði sem túlkurinn minn
og þannig kynntumst við,“ rifj-
ar Mick upp, en hjónaleysin eru
búin að vera saman í fjögur ár.
Þau komu til landsins fyrir viku
og tóku sér nokkra daga til að
ferðast um Suðurlandið. „Við lent-
um í smávegis óveðri en vorum
á góðum bíl svo við björguðum
okkur,“ segir Mick, sem hefur
lengi ætlað að koma til Íslands en
alltaf eitthvað komið upp á á síð-
ustu stundu. „Ég er rosalega glað-
ur yfir að hafa loksins komist alla
leið hingað. Ég er alveg heillaður
af Íslandi og fjölbreytileika lands-
ins. Það leynist eitthvað óvænt
handan við hvert horn,“ segir
hann ánægður en þau Sana verða
hér fram á þriðjudag.
Á sýningunni má sjá fólk með
mismunandi tattú í andlitinu sem
bera vitni um menningu þeirra
eða trú.
Með 5.000 ára
gamalt húðflúr
Travelin Mick hefur ferðast um heiminn og myndað húðflúr. Hann er
staddur hérlendis og spjallaði við Tinnu Rós Steinsdóttur um þá stórmerki-
legu hluti sem hann hefur séð og kynnst á ferðalögum sínum.
TRAVELIN MICK Mick hefur ferðast til afskekktustu svæða heims þar sem hann hefur tekið myndir og skráð sögu alls kyns húð-
flúra. Hann segir þetta vera mikinn menningararf sem þurfi að varðveita. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
M ick eyddi fimm árum í að leita uppi trúarhóp á Indlandi þar
sem meðlimir eru með nafn guðs-
ins Ram húðflúrað yfir allan
líkama sinn. Hópurinn býr á
mjög afskekktum og leyndum
stað og þegar Mick fór frá þeim
sór hann þess eið að hann myndi
aldrei segja neinum frá því
hvar þeir héldu til. Allir með-
limir hópsins eru komnir vel
til ára sinna og vilja fá að lifa
í friði, en aðeins eru nokkrir
tugir enn á lífi. Hópurinn iðkar
hindúisma, sem eru þriðju fjöl-
mennustu trúarbrögð heims,
og hafa tileinkað guðinum Ram
tilveru sína með því að hylja húð
sína með húðflúruðu nafni guðsins.
Þeir brugðu á þetta öfgaráð til að
greina sig frá öðrum hópum.
„Það er óhætt að segja að það
verði ekki aftur snúið þegar
þú hefur ákveðið að tilheyra
þessum hópi,“ segir Mick.
Öll húð hulin nafni guðsins
T ravelin Mick verður í Súlnasal Hótel Sögu alla helgina. Þar stendur yfir Icelandic
Tattoo Expo sem er haldin hérlendis í fyrsta
skipti þessa helgina. Fjölbreytt dagskrá er í
boði og meðal annars verður þarna að finna
hinn heimsfræga Lizardman sem er allur
húðflúraður eins og eðla og með klofna
tungu. Einnig verður þar að finna marga
færustu húðflúrlistamenn heims sem margir
hverjir eru með hátt í tveggja ára biðlista, en
hægt verður að komast í flúrun hjá þeim. Auk
þess verða keppnir í gangi
alla helgina en allir sem
eru með húðflúr geta tekið
þátt. Nánar er hægt að
kynna sér keppnirnar
og dagskrá helgarinnar
á Facebook-síðu þeirra,
facebook.com/Icelan-
dicTattooExpo.
Icelandic tattoo expo á Hótel Sögu
■ TATTÚHEIMURINN FJÖLBREYTTUR