Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.09.2012, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 15.09.2012, Qupperneq 32
15. september 2012 LAUGARDAGUR32 V ið sátum þrír á kili, ég, Hjörtur skip- stjóri og Pétur 1. vél- stjóri sem við höfð- um á milli okkar því hann var aðfram- kominn. Þegar við fundum að skip- ið var að fara niður báðum við fað- irvorið í sameiningu og ákváðum að hver yrði að bjarga sér.“ Þessi orð eru höfð eftir Guð- laugi Friðþórssyni sem tuttugu og tveggja ára komst í þá karl- mennskuraun að bátnum, Hellis- ey VE 503, sem hann var vélstjóri á, hvolfdi seint um kvöld um þrjár sjómílur austur af Heimaey. Guð- laugur var um þrjá stundarfjórð- unga á kili, ásamt tveimur öðrum skipverjum, og beið þess sem verða vildi. Þeir höfðu þá horft á eftir tveimur félögum sínum í hafið. Skyndilega sökk báturinn undan þremenningunum og þeir gripu sundtökin, sáu vitaljósin á Stór- höfða og tóku stefnuna þangað. Innan stundar var Guðlaugur orð- inn einn eftir á yfirborði sjávar. Hugsaði margt „Ég hugsaði margt á sundinu til lands, hvað maður hefur gert og hvað maður átti eftir að gera … Ég fór líka að hugsa um það að ég skulda hér og þar, smávegis, eins og gengur og mér þótti mikið slæmt að stefna í dauðann án þess að geta gert upp …“ Þegar Guðlaugur var kominn um þriðjung leiðarinnar í land sá hann bát á siglingu og synti allt hvað af tók í áttina til hans, veif- aði, öskraði og buslaði en báturinn fór fram hjá án þess að skipverjar yrðu hans varir í náttmyrkrinu. Þá sá hann að hann yrði að bjarga sér sjálfur, klæddi sig úr sjógallanum sem var honum til trafala á sund- inu, og var þá einungis klæddur þunnri peysu, skyrtu og gallabux- um. Síðan hélt hann áfram áleiðis til lands. „Það undarlega var að ég var aldrei hræddur þessa nótt. Ég hafði á tilfinningunni að ég myndi deyja. Fór tvisvar með Faðir vor á leiðinni í land og það var satt að segja æði fjölbreytt sem ég reyndi að gera til að halda hugs- uninni gangandi. Ég talaði við múkkann og bað hann fyrir skila- boð til lands, bað hann að láta vita af mér …“ Átti leiðarstörnu Guðlaugur synti ýmist bringusund eða baksund. Vitaljósið og eyjarn- ar voru í sjónmáli þegar hann synti bringusundið en á baksundinu mið- aði hann stefnuna við skæra stjörnu á himni. Þegar á leið nótt hurfu flestar stjörnurnar í ský en stjarn- an hans hvarf aldrei. „Ég held það hafi hjálpað mér mjög að ég var rólegur allan tím- ann, var ekki hræddur við að deyja, en hins vegar kveið ég því að drukkna, hafði sopið sjó og fannst það óþægilegt.“ Guðlaugi gekk erfiðlega að finna hentugan lendingarstað. Hann náði taki á stórum steini um fimm til tíu metra frá stórgrýttri fjörunni og beið þar meðan fjaraði út en lét næstu öldu skola sér upp í urðina. Þar átti hann erfitt með að fóta sig vegna sjóriðu og hafðist um stund við á syllu sem sjórinn gekk upp á. En með því að skríða skáhallt upp klettana komst hann upp á hraunið. „… Ég skreið fyrst, reyndi síðan að labba en skjögraði til allra átta og gat satt að segja ekki staðið á fót- unum. Ég taldi mér borgið þegar ég var kominn á land, en samt var það ef til vill erfiðara að fara landleið- ina um hraunið, berfættur og svo dofinn að maður fann ekki fyrir sjálfum sér …“ Á miðri leið rakst Guðlaugur á baðkar sem notað var sem vatnsílát fyrir skepnur. Með berum höndum náði hann að brjóta um þumlungs- þykkan ís á yfirborði þess og fá sér að drekka. Hann var þó móður og þungur á göngunni og brekka sem á leið hans varð óx honum í augum. Samt lagði hann í hana og sigraði. „… Þegar ég komst upp á milli fell- anna og ljósin í bænum blöstu við, leit ég einhverja stórkostlegustu sýn í lífi mínu og mér óx ásmegin og greikkaði sporið að fyrsta hús- inu sem ljós var í. Þar barði ég dyra …“ Enginn íþróttamaður Spurður eftir á hvort afreksmenn í íþróttum væru í ætt hans kvaðst Guðlaugur ekki vita til þess. „Ég hef heldur aldrei verið neinn íþróttamaður, hef stundum verið í fótbolta svona að gamni mínu með félögunum. Það er nú hálf- gerður villimannafótbolti … Eina íþróttin sem ég get sagt að ég hafi stundað er það að maður hefur stundum farið í sjómann á böll- um og þá held ég að ég hafi yfir- leitt tapað. En það er þetta með sundið. Við vorum í fyrrasumar nokkrir félagar saman að gera okkur glaðan dag, fengum okkur gúmmítuðru, sigldum út á Vík og stigum í land í Ystakletti, ekki langt frá Klettshelli. Það er þarna móbergshilla, nokkuð stór, og við sátum á henni og létum okkur líða vel. Þá fékk ég allt í einu þá flugu í höfuðið að gaman væri að synda yfir Víkina og fara á land hinum megin á nýja hrauninu. Úr þessu varð þó ekkert, enda töldu félagar mínir mér trú um að ég myndi aldrei hafa það, ég gæfist upp á miðri leið. Þó eru þetta líklega ekki nema þrjú til fjögur hundruð metrar.“ Frækileg frammistaða Guð- laugs Friðþórssonar, andlegt og líkamlegt þrek, og þol gegn kulda, vakti heimsathygli og þótti hvar- vetna furðu sæta. Heimildir: Ísland í aldanna rás/ Helgarpósturinn/DV Þegar ég komst upp á milli fellanna og ljósin í bænum blöstu við, leit ég einhverja stórkostlegustu sýn í lífi mínu og mér óx ásmegin og ég greikkaði sporið. Var ekki hræddur við að deyja Guðlaugur Friðþórsson synti rúma fimm kílómetra í ísköldum sjó, braust gegnum brimgarð, kleif kletta og gekk berfættur um tveggja kílómetra leið til byggða í Eyjum, meðal annars um úfið hraun. Í tilefni þess að Djúpið, mynd Baltasars Kormáks sem verður frumsýnd 21. september, er innblásin af þessu einstæða afreki er hér gluggað í frásagnir af atburðinum 11. mars 1984. VATNSÍLÁT BAK VIÐ ELDFELLIÐ Þótt vatnið í baðkarinu væri óhreint hressti það Guð- laug verulega. En fyrst þurfti hann að berja af því ísinn. Á SJÚKRAHÚSINU „Ég skreið fyrst, reyndi síðan að labba en skjögraði til allra átta,“ sagði Guðlaugur sem fékk góða aðhlynningu á sjúkrahúsinu og heimsóknir ættingja, meðal annars Sigurhönnu systur sinnar. MYNDIR/GVA Mynd Baltasars, Djúpið, er byggð á leikriti með sama nafni eftir Jón Atla Jónasson rithöfund. Guðlaugur Friðþjófsson var fyrir tveimur árum ósáttur við að nafn hans skyldi tengt myndinni samkvæmt síðunni www.eyjafrettir.is 30. júlí 2010. „Það hefur tvisvar verið haft samband við mig vegna þessarar mynd ar en í bæði skiptin var það eftir að búið var að ákveða að gera hana.“ -og einnig: „Atburð- irnir sem gerðust kvöldið 11. mars 1984 eru í mínum huga ekki leikrit heldur ískaldur raunveruleikinn, þar sem fjórir ungir menn létust.“ Í Fréttablaðinu 31. júlí 2010 stendur: Baltasar segir handrit myndarinnar fyrst og fremst fylgja því sem kemur fram í opinberum gögnum og skýrslu um slysið. Þrátt fyrir það verður hvorki nafn Guðlaugs né þeirra sem létust notað í myndinni. ... „Ég reyni að vera eins trúverðugur og sannur gagnvart efninu eins og ég get. Ég er ekki að reyna að sverta minningu eins né neins, nema síður sé.“ Þess má geta að Guðlaugur vildi ekki koma í viðtal við Fréttablaðið í gær, vegna umfjöllunarinnar á þessari síðu. Myndirnar til hliðar eru teknar við tökur á Djúpinu af Antoni Brink. ■ ÓSÁTTUR VIÐ MYNDINA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.