Fréttablaðið - 15.09.2012, Síða 39

Fréttablaðið - 15.09.2012, Síða 39
HRESS Á HÆLUM Þokkafull sveiflan í bendingum um öryggisljós í gólfi flugvéla finnst mér ansi flott og líka að bjóða farþeg- um: „Coffee? Tea? Coffee? Tea?“ ■ FRAMHALD Á SÍÐU 2Mér finnst svo flott að segja: „Það vantar bíl í Vesturbæ“ eða „Kjartan er beðinn um að koma fram að upplýsingum í síma“ eins og kallað var í hátalarakerfinu í Hagkaup á árum áður. Ég er nefnilega veik fyrir röddum sem fara með mikilvæg skila- boð,“ segir Svandís og kímir. Draumar hennar á unglingsárum voru að lesa veðurfréttir í útvarpi, vinna á skiptiborðinu hjá Hreyfli eða á upplýsingaborðinu í Hagkaup. Í fyrramálið rætist einn drauma Svandísar þegar hún les veðurfréttir frá Veðurstofu Íslands klukkan 10.03 á Rás 1. „Þegar ég tók við ráðuneytinu kom ég við á Veðurstofunni og sá litla her- bergið þar sem veðurfréttir eru lesnar. Ég spurði veðurstofustjóra í bríaríi hvort ég fengi ekki að lesa veðurspána einn daginn og þá var mikið hlegið að því,“ rifjar Svandís upp. Í tilefni Dags íslenskrar tungu á morgun fannst henni við hæfi að athuga hvort ráðherra yrði nú hleypt inn í veðurfréttaklefann. „Ég hlakka mikið til að setjast í þetta veigamikla sæti enda stórkostlega mikilvægt verkefni að koma veðurfrétt- um áleiðis til þjóðarinnar. Það er líka ágætis áminning um að veðurfréttir eru eitt af því sem tvinnar saman öryggis- hlutverk Ríkisútvarpsins og Veðurstofu Íslands,“ útskýrir Svandís. Hlustendur eiga vafalaust eftir að greina hátíðlegan spenning í röddu ráð- herra þegar stóra stundin rennur upp en Svandís segist vona að sér verði ekki fótaskortur á tungunni. „Ég ætla að vanda mig, gera eins vel og ég get og gegna starfinu af mikilli trúmennsku,“ segir Svandís og gengst ekki við að hún muni fara með gaman- mál eins og Karl Bretaprins gerði í maí síðastliðnum þegar hann spaugaði með sífellda rigningu í Skotlandi í veður- fréttatíma breska ríkissjónvarpsins. „Það er svo sem aldrei að vita hvað manni dettur í hug á síðustu stundu og óneitanlega gaman fyrir hlustendur að setja eilítið persónulegan blæ á veður- fréttalesturinn. Mér finnst mér bara trúað fyrir svo miklu og geri þetta því sennilega eins og ég væri í vinnu sem veðurfræðingur á Veðurstofunni. Það er líka ágætt að eiga plan B ef ég hætti í stjórnmálum,“ segir Svandís og skellir upp úr. Úr veðurfréttum æskunnar er veð- urspá fyrir miðin og veðurskipin Líma og Metró í mestu dálæti hjá Svandísi. „Líka öll örnefnin á veðurstöðvum sem maður vissi ekki hvar voru en SKRÍTNIR DRAUMAR LES VEÐURSPÁ Í FYRRAMÁLIÐ Dagur íslenskrar náttúru er á morgun. Þá lætur Svandís Svavarsdóttir ráðherra gamlan draum rætast á gömlu Gufunni. DRAUMADÍS Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auð- lindaráðherra er þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að láta drauma sína rætast. „Stundum þarf ekki mikið til eins og dæmin sanna nú. Ég gæti því allt eins verið kölluð á kvöldvakt hjá Hreyfli og hefði bara gaman af.“ MYND/VALLI HJÓLAÆVINTÝRI FYRIR ALLA Hjólaævintýri fjölskyldunnar verður á höfuð- borgarsvæðinu á Degi íslenskrar náttúru á morgun. Hjólað verður frá þremur upphafsstöð- um klukkan 10.30, Bakkaflöt, Álafosskvos og Ástjörn, og endað í Árbæjarsafni. Nánari upplýs- ingar í síma 863-1177 og 864-2776. Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík Sími: 534 7268 1.250 kr 1.350 kr HOLLT OG GOTT PHO víetnamskur veitingastaður Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími: 588 6868 - www.pho.is 1.250 kr ALLT FYRIR AUSTURLENSKA MATARGERÐ 699 kr. 550 kr. 387 kr. 320 kr. Opið: mán - föst Kl. 11 - 21 lau - sun Kl. 12 - 21 BJÓÐUM UPP Á HEIMSENDINGU Air Crash Investigation Flugslys krufin til mergjar og orsökin fundin NATIONAL GEOGRAPHIC CHANNEL ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS Suðurlandsbraut 50 • Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is Bikini Tankini Sundbolir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.