Fréttablaðið - 15.09.2012, Page 40
FÓLK|
heyrði fyrst af í veðurspánni. Ég hlakka
til að fara með hugtökin gráð og ládautt
og tala um úrkomu í grennd og með
köflum,“ segir Svandís og brosir.
Umhverfis- og auðlindaráðherra á sér
á fleiri framandi drauma eins og að leið-
beina flugfarþegum um notkun öryggis-
tækja í flugvélum.
„Þokkafull sveiflan í bendingum um
öryggisljós í gólfi flugvéla finnst mér
ansi flott og líka að bjóða farþegum:
„Coffee? Tea? Coffee? Tea?“ Þessi stöku
atriði heilla mig meira en að vera flug-
freyja í fullu starfi því ég held að það
sé krefjandi starf að þurfa að vera alltaf
hress á hælum í þrengslum.“
Svandís er fjögurra barna móðir og
þreföld amma. Hún segist iðulega eiga
góð helgarfrí þótt annríki ráðherra sé
mikið og þá vera eins mikið með fjöl-
skyldunni og hún getur.
„Maður sækir orku og næringu í sam-
skipti við sína nánustu. Þar er rafmagnið
í orkubúskap mannsins. Ég er óskaplega
rík af fólkinu mínu sem allt er ferlega
skemmtilegt og sniðugt.“
Þegar færi gefst fer Svandís í göngutúra
meðfram sjávarsíðunni og helst þegar
hvasst er og rignir.
„Mér finnst ofsalega hressandi að vera
úti við í vondu veðri og líður sérstaklega
vel nálægt sjó. Í hafinu er svo mikill kraft-
ur og einhver eilífð sem gefur heimspeki-
lega ró eftir daglegt þvarg og þvæling. Þá
er gott að verða þess áskynja að ein lítil
og stressuð kerling uppi á Íslandi er ekki
það sem öllu máli skiptir heldur stóra
samhengið í öllu sem er.“ ■ thordis@365.is
ÞREFÖLD AMMA
Svandís á þrjú barna-
börn á aldrinum fjögurra
mánaða til þriggja ára.
Hún segir þau stundum
koma í gistingu til ömmu
en þó ekki nógu oft og
að það megi ekki líða
langur tími á milli sam-
funda við þau.
MYND/GVA
■ FRAMHALD AF FORSÍÐU
■ GAMAN Leikárið í Gaflaraleik-
húsinu í Hafnarfirði hefst í kvöld
með Trúðleik í leikstjórn Halldórs
Gylfasonar. Trúðleikur er gestasýn-
ing frá Frystiklefanum á Rifi sem var
sýnd í sumar við miklar vinsældir.
Verkefni Gaflaraleikhússins á
leikárinu falla vel að hugmynda-
fræði þess, en hún er sú að skapa
kraftmiklar, fyndnar, harmrænar,
lifandi og sjónrænar leiksýningar úr
efniviði sem gefur leikhúslistafólki
mikið listrænt svigrúm. Um næst-
komandi mánaðamót frumsýnir
Leikfélag Hafnarfjarðar í Gaflara-
leikhúsinu verk í þessum dúr en
það er eitt vinsælasta verk Eugene
Ionesco, Sköllótta söngkonan. Hver
gamansýningin rekur svo aðra en í
október mun leikhúsið halda áfram
sýningum á Ævintýrum Múnkhá-
sens og frumsýna nýtt íslenskt
gamanleikverk, Blakkát. Í byrjun
nóvember mun svo leikhópurinn
Skýjasmiðjan frumsýna gaman-
leikritið Hjartaspaðarnir. Leikhúsið
mun auk leiksýninga bjóða fólki upp
á uppistandskvöld.
Í GAFLARALEIKHÚSINU Sýningin
Ævintýri Múnkhásens heldur áfram
frá fyrra sýningarári.
Ráðstefnan er alþjóðleg og sú
stærsta sem haldin hefur verið
hérlendis. Hún er hluti af bar-
áttu kvenna fyrir aukinni vitund
og viðurkenningu á sjúkdómn-
um í samfélaginu.
Orsök endómetríósu er að
finna í því að frumur úr innra
lagi legsins, sem venjulega
ættu að fara út úr líkamanum
við blæðingar, finnast á öðrum
stöðum í kviðarholinu. Frum-
urnar setjast undir yfirborðs-
þekju líffæra og valda bólgum
og blöðrumyndun. Þar bregðast
þær við mánaðarlegum horm-
ónabreytingum líkt og þær væru
í innra lagi legsins. En þar sem
þær fara ekki út úr líkamanum,
kemst blóðið ekki í burtu og
blóðblöðrur eða samgróningar
myndast í kviðarholinu. Þetta á
sér reglulega stað í tíðahringn-
um og getur orsakað gríðarleg-
an sársauka.
Engin varanleg lækning er til
en hægt er að fjarlægja sam-
gróninga og blöðrur með skurð-
aðgerðum sem leysir vandann
oft tímabundið. Einnig er hægt
að stjórna blæðingum með
hormónagjöf.
Áður fyrr tók greining á sjúk-
dómnum allt að að tuttugu ár.
Að baki lágu oft margar heim-
sóknir til lækna. Jafnvel voru
þær sakaðar um móðursýki
eða sagt að þetta væri eðlilegur
hluti af tíðahring kvenna. Í dag
greinast konur fyrr, þökk sé auk-
inni meðvitund og rannsóknum
á sjúkdómnum.
Ítarlegar upplýsingar um
sjúkdóminn er að finna á
heimasíðu Samtaka um endó-
metríósu: www.endo.is.
■ vidir@365.is
FALIÐ MEIN
Aukin vitund Ráðstefna um endómetríósu eða
legslímuflakk er haldin í Hörpu í dag. Sjúkdómur-
inn hrjáir um tíu prósent allra kvenna.
RÁÐSTEFNAN ER ÖLLUM OPIN
Ráðstefnan fer fram í Kaldalóni í Hörpu.
Hún hefst klukkan níu og lýkur klukkan
fimm.
Setur þú þér markmið eða áttu í erfiðleikum með að ná
þeim? Hér er góð leið til árangurs.
Tveggja tíma grunnnámskeið þar sem farið verður í eftirfarandi
atriði:
• Á hvaða forsendum á líf þitt að vera
• Veistu hvað þú vilt fyrir þig?
• Er virkilega hægt að skapa það líf sem þú vilt
• Viltu læra hvernig?
Hvenær:
hópur 1: þriðjudaginn 18. sept. kl. 20–22
hópur 2: laugardaginn 29. sept. kl. 11–13
Verð: kr. 8.500
Fyrirlesarar eru Guðrún Óladóttir ráðgjafi og hómópati og
Vildís Guðmundsdóttir markþjálfi í life- & businesscoaching
www.coaching.is
Framhaldsnámskeið í boði.
Upplýsingar:
Vildís í síma 899 3954 eða vildis@ internet.is
Guðrún í síma 897 7747 eða gudrunola@islandia.is
Allsnægtir fyrir alla
Viu auka lífsgæði þín?
NÝ ÍSLENSK VERK
Gaflaraleikhúsið í Hafnar-
firði býður upp á áhugaverð-
ar og skemmtilegar leiksýn-
ingar á þessu leikári.
Save the Children á Íslandi
ÚRVAL AF FALLEGUM
YFIRHÖFNUM!
Opið laugardaga 11:00-15:00
Skipholti 29b • S. 551 0770
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS
HELGIN
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir