Fréttablaðið - 15.09.2012, Page 48
15. september 2012 LAUGARDAGUR6
Dagþjónustan Lækjarás
óskar eftir starfsmanni í eldhús. Um er að ræða 80% starf
og vinnutíminn er frá 10.00-16.00 alla virka daga. Staðan
er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Lækjarás
er í Stjörnugróf 7 og er dagþjónusta fyrir fullorðið fólk með
þroskahömlun.
Starfsmaður í eldhúsi sér m.a um skömmtun máltíða, þvott,
frágang eftir matar-og kaffitíma og almenn þrif á eldhúsi.
Hann vinnur í samvinnu við matráð í Bjarkarási og starfar
eftir reglugerð um matvælaeftirlit og hollustuhætti við
framleiðslu og dreifingu matvæla.
Nánari upplýsingar veita Guðbjörg Haraldsdóttir og
Sigurbjörg Sverrisdóttir í síma 4140560. Einnig er hægt
að nálgast upplýsingar um Lækjarás á heimasíðu Áss
styrktarfélags, www.styrktarfelag.is.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum.
Meiraprófsbílstjóri
Olíudreifing óskar eftir að ráða meiraprófsbílstjóra
staðsettan á Akureyri til framtíðarstarfa. Um fjölbreytt
starf er að ræða við olíudreifingu beint á vinnuvélar,
tanka og skip og vinnu í birgðastöð. Olíudreifing
greiðir ADR námskeið og laun á námskeiðstíma fyrir
þá bílstjóra sem ekki hafa ADR réttindi.
Nánari upplýsingar veitir Guðjón Páll Jóhannsson í
síma 550 9910.
Umsóknir sendist á akureyri@odr.is
fyrir 20. september.
Störfin standa báðum kynjum jafnt til boða. Nánari upplýsingar
um Olíudreifingu ehf. má nálgast á www.oliudreifing.is
ÍSLENSKA KAFFISTOFAN LEITAR AÐ
KAFFIBARÞJÓNI Í FULLT STARF.
Allt sem við viljum er metnaður, samskipta-
hæfni, þjónustulund, heiðarleiki og jákvætt
viðhorf til lífsins.
Og að sjálfsögðu ástríða fyrir góðu kaffi.
Sendu okkur umsókn ásamt mynd á
atvinna@kaffistofan.is.