Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.09.2012, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 15.09.2012, Qupperneq 72
15. september 2012 LAUGARDAGUR40 Þ að er miður mars í Niamey, höfuðborg Níger. Það er heitt og í þrjá daga hefur rykmettað mistur frá Sahara-eyðimörkinni legið yfir borginni. Mistrið minn- ir óneitanlega á hina óvenjumiklu þurrka sem ítrekað hafa herjað á landið undanfarin ár og gert lífs- baráttuna enn erfiðari en ella. Vegna þurrkanna hefur uppskera brugðist, búfénaður hirðingja veikst eða drep- ist úr hungri og fólk soltið. Ástandið er sérstaklega erfitt í ár. Hungurs- neyð blasir við vegna uppskeru- brests og hækkaðs matvælaverðs. Í Níger er landeyðing mikið vandamál sem ógnar matvælafram- leiðslu og lífsviðurværi íbúa landsins. Enn á ný er Níger komið í heims- fréttirnar og það ekki af góðu. Nýleg skýrsla Barnaheilla birti sláandi niðurstöður sem sýndi að á heimsvísu er verst að vera móðir í Níger og að sjöunda hvert barn deyr áður en það nær fimm ára aldri. Þrátt fyrir erfiðleika heldur lífið áfram. Í Niamey býr margt fólk á göt- unni eða í skýlum víðsvegar í borg- inni. Geitur sjást víða og hópur naut- gripa stoppar umferð á einu helsta hringtorgi borgarinnar. Ferðamenn sjaldséðir Á daginn reyna margir að selja eitthvað smálegt til að eiga fyrir mat. Fóður fyrir búfénað, eldivið- ur og símakort fæst fyrir dálítið fé. Fallegt handverk er einnig til sölu en það er lítið upp úr því að hafa núna þegar ferðamenn eru sjaldséðir vegna óstöðugs ástands í Níger og nágrannaríkjum. Vissu- lega er fátæktin sýnileg og sjá má sorg og vonleysi í augum sumra en algengara er að manni sé tekið opnum örmum; með brosi og fal- legri kveðju. Þetta er önnur heimsókn mín til þessa fallega en fátæka lands. Tilgangur fararinnar er að efla tengsl og samstarf Landgræðslu- skóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna við háskóla, rannsóknastofnanir og ráðuneyti í Níger sem vinna að landverndarmálum; sér í lagi við að stuðla að sjálfbærri landnýtingu, hefta landeyðingu og græða upp illa farið land. Einnig tek ég viðtöl við sérfræðinga þessara samstarfs- stofnana Landgræðsluskólans með það að markmiði að bjóða þeim efnilegustu til Íslands á sex mán- aða námskeið sem haldið er árlega af Landgræðsluskólanum. Minnir á íslenskan veruleika Þrátt fyrir að ég sé stödd svo fjarri heimahögum er áhugavert að sjá að þær áskoranir sem Nígerbúar þurfa að takast á við varðandi landeyðingu eru mun líkari íslenskum veruleika en gera má ráð fyrir við fyrstu sýn. Aðferðir heimamanna við að hefta landeyðingu og sandfok eru sláandi líkar þeim sem sjá má á Íslandi. Sahel-svæðið teygir sig nú sunnar en áður og gullinn sand- urinn kæfir þann gróð- ur sem fyrir honum verður. Níger er land- lukt land í Vestur-Afr- íku. Landið er meira en tólf sinnum stærra en Ísland að flatar- máli, eða 1.267.000 km² og þar búa um sextán milljónir manna. Meira en helmingur af flatar- máli landsins, nánar til- tekið norðurhluti þess, tilheyrir Sahara-eyði- mörkinni og stór hluti þess tilheyr- ir Sahel sem teygir sig frá mörkum Sahara-eyðimerkunnar í norðri til gresjanna í suðri. Sahel er arabískt orð og merkir strönd og vísar þar til marka svæðisins við Sahara-eyði- mörkina. Tveir starfsmenn ráðuneytis umhverfis- og vatnsmála í Níger hafa nú þegar útskrifast frá Land- græðsluskólanum og í Niamey taka þeir fagnandi á móti mér. Þeir heita Moustapha og Zakaria. Undir berum himni í miðborg Niamey borðum við saman kvöldmat. Með okkur í för er eiginkona Moustapha sem vinnur sem kennari í nágrenni Nia- mey og sonur þeirra – tveggja ára gutti jafnaldri dóttur minnar. Þrátt fyrir glaðlegt yfirbragð er alvar- legur undirtónn í samræðum okkar. Verkefnin sem þeir þurfa að takast á við á hverjum degi í vinnu sinni eru krefjandi – mjög krefjandi. Mikill skortur er á fólki með þekkingu til að takast á við umhverfisvandann í Níger og þjálfunin sem þeir öðluð- ust í Landgræðsluskólanum hefur nú þegar reynst þeim vel. Báðir hafa þeir fengið stöðuhækkun eftir að þeir komu frá Íslandi og það gleð- ur mig að sjá að það sem þeir lærðu í Landgræðsluskólanum hefur orðið þeim að gagni. Moustapha er orðinn yfirmaður landgræðslumála innan umhverfisráðuneytisins og Zakaria stýrir svæðisskrifstofu í Niamey og nágrenni. Nokkrum dögum eftir samræð- ur okkar sýnir Zakaria mér stolt- ur stórt verkefni sem hann stýrir á Gorou Beri-sléttunni nærri Nia- mey. Svæðið sem um ræðir er um 400 hektarar að stærð; grýtt, þurrt og eyðilegt. Áður var svæðið þakið runnagróðri og skógi. Eftir ítrek- aða þurrka og skógarhögg sem leiddi til vind- og vatnsrofs hefur svæðið látið mjög á sjá. Á sléttunni býr fólk í litlum þorpum og jarð- vegseyðingin hefur áhrif á dag- legt líf þess. Fæðuskortur hefur gert vart við sig, fólk er svangt og sveltur jafnvel. Tilgangur verkefn- isins sem Zakaria stýrir er að auka fæðuöryggi á Gorou Beri-sléttunni. Það er gert með því að takast á við landeyðinguna, sá grasfræjum og stinga niður græðlingum. Það regn sem fellur er fangað svo það nýtist fræjunum sem sáð er í stað þess að valda vatnsrofi. Flesta mán- uði ársins rignir nánast ekkert en þegar úrkoma fellur þá gerir yfir- leitt mikið úrhelli sem getur valdið miklu tjóni. Unnið í samstarfi við fólkið Það áhugaverða við þetta verkefni er að það er unnið í nánu samstarfi við fólkið sem býr á svæðinu. Það tekur ákvarðanir um hvaða plöntu- tegundir eru valdar og sér einnig um að vinna verkið í samstarfi og undir handleiðslu Zakaria og sam- starfsfólks hans. Fyrir vinnuna fær það greitt í peningum sem koma að góðum notum til að kaupa matvöru fyrir svanga maga. Þessi vinna verður vonandi til þess að landgæði endurheimtist á svæðinu á næstu árum svo hægt verði að rækta mat- jurtir og fóðurplöntur og tryggja þannig fæðuöryggi íbúanna. Sólin er sest þegar ég ek á flug- völlinn í lok ferðar minnar. Blendn- ar tilfinningar sækja á mig. Verk- efnin eru vissulega stór og virðast jafnvel óvinnandi. Maður gleymir ekki svo auðveldlega sárri fátækt eftir að hafa séð hana. En fólkið gefur mér von. Góðmennskan, gest- risnin og viljinn til að vinna landi sínu gagn kom sterkt fram hjá því fólki sem ég hitti. Ég hlakka til að koma aftur til Níger og sjá afrakst- ur þeirra verkefna sem fyrrverandi nemar mínir hafa unnið í samvinnu við fólkið í landi sínu. Ég kveð Níger að sinni og segi með sjálfri mér „sjáumst síðar“. Landeyðing ógnar lífsviðurværi Íbúar Níger glíma við landeyðingu sem ógnar matvælaframleiðslu landsins segir Hafdís Hanna Ægisdóttir, plöntuvistfræðingur og forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla SÞ. Í heimsókn hennar til landsins fékk hún innsýn inn í harða lífsbaráttu íbúa. ÚTSKRIFAÐUR FRÁ ÍSLANDI Hafdís Hanna ásamt Moustapha fyrrverandi nema Landgræðsluskólans, konu hans og tveggja ára syni. MYND/ZAKARIA OUSSEINI ÞURRKAR HAFA SKELFILEG ÁHRIF Uppskera hefur brugðist, búfénaður veikst og fólk soltið í Níger vegna langvarandi þurrka í landinu. MYNDIR/HAFDÍS HANNA ÆGISDÓTTIR Landgræðsluskólinn hefur starfað frá árinu 2007 og hefur verið aðili að Háskóla Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2010. Landbúnaðarháskóli Íslands og Landgræðsla ríkisins koma sameiginlega að rekstri Landgræðsluskólans en daglegur rekstur er í höndum Landbúnaðarháskólans. Landgræðslu- skólinn er fjármagnaður af íslenska ríkinu sem hluti af framlagi Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Markmið Landgræðsluskólans er að byggja upp færni sérfræðinga frá þróunarlöndum í landgræðslu og vistheimt, umhverfisstjórnun og sjálf- bærri landnýtingu. Þetta er gert með því að þjálfa sérfræðinga sem starfa við stofnanir (háskóla, rannsóknastofnanir, ráðuneyti o.s.frv.) sem koma að landgræðslu- og landnýtingarmálum í samstarfslöndum Landgræðslu- skólans í Afríku og Mið-Asíu. Sérfræðingarnir þurfa að hafa háskólagráðu og starfsreynslu sem tengjast viðfangsefnum skólans. Á hverju ári er haldið sex mánaða námskeið á Íslandi. Nemendur skólans í ár eru tíu talsins og koma frá Gana, Namibíu, Úganda, Mongólíu og Úsbekistan; fimm konur og fimm karlar. Að auki á Landgræðsluskólinn í samstarfi við stofnanir í Níger, Eþíópíu og Kirgisistan og á næstu misserum munu fleiri lönd bætast við. Eftir veru sína hér á landi, halda nemarnir aftur til síns heima og miðla af þekkingu sinni til samstarfsfélaga sinna og heimamanna. Með þessum hætti er reynt að tryggja að færnin sem þeir öðlast nýtist þeim stofnunum sem koma að landverndarmálum í samstarfslöndum Landgræðsluskólans. ■ LANDGRÆÐSLUSKÓLI HÁSKÓLA SÞ Fæðuskortur hefur gert vart við sig, fólk er svangt og sveltur jafnvel.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.