Fréttablaðið - 15.09.2012, Qupperneq 82
15. september 2012 LAUGARDAGUR50
krakkar@frettabladid.is
50
Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is
Sögukennarinn: „Í hvaða orr-
ustu féll Gústaf Adolf?“
Lalli: „Ég held það hafi verið í
síðustu orustunni hans.“
Tvö bláber voru í gönguferð
saman og annað þeirra sagði:
„Æ, mér er svo kalt.“
Þá sagði hitt: „Það er eðlilegt.
Þú ert ber.“
Spurning: Hvernig dó Super
Mario?
Svar: Hann Nítendó.
Tveir asnar voru hvor á sínum
árbakkanum. „Hvernig kemst
ég hinum megin,“ hrópaði
annar yfir ána. „Þú ert hinum
megin,“ galaði hinn.
Teikningar og texti Bragi Halldórsson
9
Fáðu þér góða
mjólkurskvettu!
www.ms.is
Hvað ertu gamall?
Gestur: 14 ára.
Kári: Ég er sjö ára og verð átta
ára í næstu viku.
Í hvaða skóla ertu?
Gestur: Ég er í Hagaskóla
Kári: Ég er í Vesturbæjarskóla.
Hvað hefurðu æft parkour
lengi?
Gestur: Í þrjú ár.
Kári: Ég er nýbyrjaður, ég er
bara búinn að æfa í einn mánuð.
Hvað er skemmtilegast við
parkour?
Gestur: Að fara út og trikka.
Kári: Skemmtilegast er að taka
side-flip.
Hvað er erfiðast?
Gestur: Að gera eitthvað ómögu-
legt trikk.
Kári: Erfiðast er að læra ný
trikk.
Hvernig datt þér í huga að fara
að æfa parkour?
Gestur: Ég frétti hjá vini mínum
að það væri hægt æfa parkour
og fannst það spennandi.
Kári: Bróðir minn var að æfa og
þannig datt mér í hug að byrja
líka.
Eru vinir þínir með þér í þessu?
Gestur: Einn vinur minn er að
æfa og svo á ég auðvitað vini
sem ég hef kynnst í gegnum
æfingarnar.
Kári: Nei.
Hvernig fara æfingarnar fram?
Gestur: Fyrst hitum við upp og
svo förum við að læra ný trikk
og æfa gömul. Í lokin eru teygj-
ur.
Kári: Við hitum upp og eftir það
förum við til dæmis á trampólín
og stökkvum yfir púða.
Hvar er best að stunda parko-
ur?
Gestur: Það er best að stunda
parkour til dæmis í Hafnar-
firðinum, Nauthólsvík og svo á
fleiri stöðum.
Kári: Það er langskemmtilegast
í skólanum.
Ertu að æfa aðrar íþróttir?
Gestur: Nei.
Kári: Nei
Hvaða áhugamál áttu önnur?
Gestur: Tölvuleiki.
Kári: Vinnuvélar, ég á 120
vinnuvélar og vinnuklúbb sem
heitir Gröfur. Við erum 10 í
honum.
TRIKK OG TEYGJUR
Bræðurnir Gestur og Kári Pálssynir eru báðir að æfa parkour en fyrir utan þá
íþrótt, sem snýst um að komast á milli staða á sem ævintýralegastan máta, eru
tölvuleikir og vinnuvélar í uppáhaldi hjá bræðrunum.
1. Hvernig er önnur greinin
í nýju lögunum sem eru
sett í Hálsaskógi?
2. Hvað segir Mikki refur þegar
Lilli klifurmús felur sig í
trénu?
3. Hvað er Bangsapabbi gam-
all?
4. Hvað heldur bóndakonan að þau
fái mikla peninga fyrir Bangsa litla?
5. Hvað setur Bakaradrengurinn mik-
inn pipar í piparkökudeigið?
6. Hver er það sem flýgur á regnhlífinni
sinni?
7. Hvað kemur næst í Grænmetissöng-
num: Gott er að borða gulrótina …?
8. Hvað borðar Uglan eftir að nýju
lögin eru sett?
Hvað veist þú um Dýrin í Hálsaskógi?
Svör
1. „Ekkert dýr má borða
annað dýr.“
2. „Láttu ekki eins og þú sért
ekki þarna, ég sé þig vel.“
3. Fimmtíu ára.
4. Að minnsta kosti þús-
und krónur.
5. Eitt kíló.
6. Amma mús.
7. „Grófa brauðið, steinseljuna …“
8. Bara krækiber.
Í LAUSU LOFTI Gestur leikur listir sínar og Kári fylgist með. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM.
Í SKÓGINUM STÓÐ KOFI EINN Myndir úr barnabók
Juttu Bauer verða til sýnis á aðalsafni Borgarbóka-
safnsins frá og með morgundeginum klukkan þrjú.