Fréttablaðið - 15.09.2012, Síða 95
LAUGARDAGUR 15. september 2012 63
HANDBOLTI Haukar rúlluðu yfir HC
Mojkovac með tuttugu marka mun,
32-12, í fyrri leik liðanna í fyrstu
umferð EHF bikarsins í gær.
Eins og tölurnar gefa til kynna
voru Haukar betri á öllum svið-
um handboltans frá fyrstu mínútu
til þeirrar 55. en þá gáfu Haukar
aðeins eftir og Svartfellingarnir
skoruðu þrjú síðustu mörk leiks-
ins.
Vörn Hauka var frábær og
markvarslan einnig en Aron Rafn
Eðvarðsson varði 18 skot og fékk á
sig 9 mörk á 51 mínútu.
Stefán Rafn Sigurmannsson fór
mikinn í markaskorun en hann
skoraði 13 mörk í leiknum, einu
marki meira en andstæðingurinn.
„Ég lagði upp fyrir leikinn að
skora meira en þeir allir,“ sagði
léttur Stefán Rafn Sigurmannsson
eftir leikinn.
„Þetta var rosalega létt og við
mættum alveg klárir eins og
sést á tölunum. Við vorum búnir
að skoða þá á vídeófundum og
vissum að þeir væru þungir. Við
vorum því ákveðnir í að keyra á
þá og við munum gera það í seinni
leiknum líka,“ sagði Stefán Rafn.
„Ég átti von á að þetta væri
erfiðara framan af leik þar sem
þeir næðu að svæfa okkur og
skora einfaldari mörk á okkur þar
sem við værum komnir á hælana
en ég verð að hrósa vörninni og
markvörslunni því menn héldu sér
á tánum og héldu dampi út allan
leikinn,” sagði Aron Kristjánsson
þjálfari Hauka í leikslok.
Seinni leikurinn verður leikinn
í dag klukkan 17. -gmi
Haukar-HC Mojkovac 32-12
Mörk Hauka: Stefán Rafn Sigurmannsson 13,
Gylfi Gylfason 5, Tjörvi Þorgeirsson 3, Elías Már
Halldórsson 3, Freyr Brynjarsson 2, Árni Steinn
Steinsþórsson 2, Adam Haukur Baumruk 1, Sveinn
Þorgeirsson 1, Jón Þorbjörn Jóhannsson 1, Egill
Eiríksson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 18/3, Giedreius
Haukar rúlluðu yfir Svartfellingana á Ásvöllum í gær:
Stefán Rafn skoraði
marki meira en HC
KOMUST EKKERT ÁFRAM Stefán Rafn Sigurmannsson (númer 10) og Matthías
Ingimarsson taka hér vel á Svartfellingi í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL