Fréttablaðið - 23.10.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.10.2012, Blaðsíða 10
23. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR10 En hvað ætlar þú sjálfur að gera? Ég held að ég gæti hugsan- lega reynt að taka meiri þátt í rök ræðum um efnisinnihald, ég hugsa að ég gæti alveg lagað það. Ég hef reynt að gera það, en ég get ímyndað mér að það sé það sem ég geti helst gert. Gunnar Bragi Sveinsson Framsóknarflokki „Ég ætla að reyna að vinna vinn- una mína eins vel og ég mögu- lega get og reyna að leggja mitt af mörkum til þess að það verði árangur af störfum þings- ins í vetur. Að mál séu leidd til lykta en dagi ekki uppi í málþófi eða deilum í þingsal. Ég held að það sé vænlegast til þess að auka virð- ingu þingsins að þingið skili sínum verkum en láti mál ekki daga uppi. Það má auðvitað tína margt til en ég held að þetta sé aðalmálið.“ Álfheiður Ingadóttir Vinstrihreyfingunni - grænu framboði „Sem þingflokksformaður mun ég vinna að því að þingstörfin gangi greiðlega og mikilvæg mál fái eðli- lega framgöngu í þinginu. Ég held að það skipti miklu máli fyrir virðingu þingsins að mál gangi greiðlega og fái eðlilega fram- göngu. Sem þing maður mun ég leggja mig fram um að bera virðingu fyrir málflutningi annarra þingmanna og ætlast til hins sama af þeim þegar ég færi rök fyrir mínum málum. Oddný G. Harðardóttir Samfylkingunni „Ég reyni nú bara fyrst og fremst að horfa í eigin barm og standa mig vel og umgang- ast aðra af virðingu. Það er það besta sem ég get gert. Þetta er það sem ég hef að leiðarljósi, sirkabát sömu sam- skiptareglur og ég hef tileinkað mér annars staðar í lífinu.“ Guðmundur Steingrímsson Bjartri framtíð „Ég reyni náttúrulega bara alltaf að vanda mig í mínum störfum, ég held að það sé kannski númer eitt, tvö og þrjú og vera heiðarleg og allt það. Svo held ég að það skipti mjög miklu máli núna eftir þessa ráð- gefandi þjóðarat- kvæðagreiðslu að þingið taki hana alvarlega og hlusti á hvað þjóðin var að segja.“ Margrét Tryggvadóttir Hreyfingunni 10 alþingi ÞANKABROT ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. www.kia.isÞú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook Virðing almennings á Alþingi hefur sjaldan verið jafn lítil og nú. Aðeins tíu prósent landsmanna bera traust til þingsins og hefur það farið lækkandi síðustu árin. Fréttablaðið spurði formenn þingflokka ein- faldrar spurningar: Hvað ætlar þú að gera til að auka virðingu Alþingis? „Ég vil vanda mig í öllu því sem ég geri á Alþingi. Ég vil hlusta á sjónar mið andstæðinga minna. Ég vil umgangast pólitíska andstæð- inga mína ekki sem óvini, heldur sem einstaklinga sem stefna að sama markmiði og ég; að gera Ísland betra. Ég mun deila við þau, af því að ég hef ólíka lífsskoðun, en ég mun gera mér það að markmiði að á endanum getum við unnið saman að því að gera Ísland betra. Ég er á móti því að stjórnmála- menn eigi alltaf að vera sammála og eigi ekki að deila. Það eru heil- mikil verðmæti í deilunni. Það að menn beri virðingu hver fyrir öðrum og hlusti hver á annan þýðir ekki það sama og að menn takist ekki á og deili ekki. Ef menn bera til þess gæfu að hlusta hver á annan og taka tillit hver til annars þá mun okkur miða eitthvað áfram og þannig mun virðing Alþingis vaxa. Fyrst þurfa alþingismenn að bera virðingu fyrir sér og öðrum og þá líka vex kannski virðing þingsins. Illugi Gunnarsson Sjálfstæðisflokki Ég held að ein af leiðunum til að auka virðingu Alþingis sé að menn reyni að sýna meiri samstöðu og meiri vilja til að vinna saman að málum. Það hefur skort allt þetta kjörtímabil. Menn þurfa líka að fara að taka þessar rökræður sem margir hafa kallað eftir, pólitískar umræður um efni máls, ekki bara út frá því sem er vinsælt í dægurþrasinu heldur ræða fyrst stefnumál. Það held ég að muni auka virðingu þingsins á ný. Þá held ég líka að þingmenn almennt þurfi að gæta sín á því hvernig þeir tala um Alþingi og sjálfan sig og vinnustaðinn. Fyrir mér er Alþingi afar virðuleg stofnun. Þetta er löggjafarvaldið í landinu, þetta er ekki einhver kaffi- klúbbur úti í bæ. Sem slík, það þarf að umgangast Alþingi þannig. Ég er ekki að segja að Alþingi sé yfir annað hafið, en þetta er samt lög- gjafarsamkundan.“ Þingflokksformenn settir í skriftastól 2002 2004 2006 2008 2010 2012 50 40 30 20 10 % Traust á Alþingi Heimild: Capacent - http://data.is/XLpgI4 Ég er fædd og uppalin niðri í Landeyjum og þar sem mitt fólk var sjálfstæðismenn þá keyrðum við að sjálfsögðu í gegnum Hvolsvöll og út að Hellu til að versla, því að þar var sjálfstæðisbúðin. UNNUR BRÁ KONRÁÐSDÓTTIR Í UMRÆÐUM UM LÚPÍNU Í GÆR Orð og efndir Mikið hefur verið rætt og ritað um skort á virðingu fyrir Alþingi. Traust er eitt birtingarform virðingar og það hrundi í kjölfar efna- hagshrunsins. Allir eru sammála um að auka þurfi virðingu Alþingis. Oft og tíðum hafa þingmenn verið duglegir við að benda á það hvað á skortir í störfum og fari annarra til að virðingin aukist. Slíkt skilar ekki miklu. Fréttablaðið ákvað að vera naívt, spyrja barnslega einfaldrar spurn- ingar: Hvað ætlar þú að gera? Svörin má sjá hér að ofan. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort þessar frómu óskir þingflokksfor- mannanna skili sér í störf þingsins og auki jafnvel virðingu þess. ALÞINGI MÓTMÆLT Traust á Alþingi hrundi í kjölfar efnahagshrunsins og mótmæli fyrir utan þinghúsið voru daglegt brauð um hríð. Frá mótmælum 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.