Fréttablaðið - 23.10.2012, Síða 16
16 23. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR
Síðastliðinn fimmtudag 18. októ-ber féll hæstaréttardómur í
máli Borgarbyggðar gegn Arion
banka, mál nr. 464/2012. Sá dómur
eyðir óvissu um hvernig endur-
reikna skal ólögleg gengistryggð
lán. Ekkert á að vera lengur því til
fyrirstöðu að innlendar fjármála-
stofnanir endurreikni öll lán, sem
á annað borð hafa verið úrskurðuð
ólögleg, með þeirri aðferðarfræði
sem lýst er í dómi Hæstaréttar.
Óvissuatriðum er lúta að endur-
útreikningi lána hefur með þess-
um dómi verið eytt, þótt óvissa sé
áfram um lögmæti ákveðinna teg-
unda útlánsforma.
Afturvirkni laga
nr. 151/2010 ólögleg
Samkvæmt dóminum er óheim-
ilt að endurreikna ólögleg geng-
istryggð lán á íslenskum seðla-
bankavöxtum afturvirkt eins og
lög 151/2010 kveða á um, óháð því
hvort um er að ræða lán til fyrir-
tækja eða einstaklinga. Hæsti-
réttur er mjög skýr í forsendum
sínum að afturvirkni þeirra laga
sé íþyngjandi fyrir þegnana og
gangi gegn eignarréttarákvæðum
stjórnarskrárinnar.
Í dómi Hæstaréttar er því sleg-
ið föstu að greiðslutilkynningar
fjármálastofnunar og fyrirvara-
laus móttaka á greiðslum í sam-
ræmi við þær tilkynningar jafn-
gildi fullnaðarkvittun. Þá taldi
Hæstiréttur að augljós aðstöðu-
munur hefði verið á milli Borgar-
byggðar sem lántakanda og Spari-
sjóðs Mýrarsýslu sem lánveitanda
þvert á það sem Arion banki hafði
haldið fram, en upphaf málsins má
rekja til láns Borgarbyggðar hjá
Sparisjóði Mýrarsýslu sem síðar
var tekinn yfir af Arion banka.
Að öllu virtu var því talið að það
stæði bankanum nær að bera þann
vaxtamun sem af hinni ólögmætu
gengistryggingu hlaust. Það yrði
ekki leiðrétt afturvirkt heldur
aðeins til framtíðar.
Endurreikna þarf öll lán að nýju
Þetta þýðir að allir endurútreikn-
ingar bankanna á ólöglegum geng-
isbundnum lánum fram til þessa
eru rangir og fela í sér verulegt
ofmat á skuldum þeirra fyrir-
tækja og heimila sem tóku ólögleg
gengistryggð lán. Endurreikna
þarf hvert eitt og einasta lán, sem
á annað borð hefur verið talið
ólöglegt, þar með talin öll bílalán,
gengisbundin íbúðalán og fyrir-
tækjalán.
Tugmilljarða króna áhrif
Áhrifin af þessum dómi eiga því
eftir að verða mikil og má gera ráð
fyrir að þær fjárhæðir sem um er
að ræða séu mældar í tugum millj-
arða króna. Jafnframt er ekki ólík-
legt að einhver skaðabótamál rísi í
kjölfar dómsins þar sem bankarn-
ir hafa í mörgum tilfellum gengið
hart fram gagnvart fyrirtækjum
og einstaklingum ef fjárhagstaða
var ekki talin viðunandi miðað
við lánastöðu samkvæmt endur-
útreikningi bankanna. Nú liggur
hins vegar fyrir að lögleg staða
lánanna er mun lægri, svo munar
tugum prósenta, og því vakna upp
spurningar um réttarstöðu aðila
sem misst hafa eignir vegna ólög-
legra endurreiknaðra lána.
Bankaleiðin – Veritas-leiðin
Reikniaðferð Veritas lögmanna,
sem Hæstiréttur hefur nú dæmt
réttmæta, felur í sér að allar
afborganir skuldar sem inntar
hafa verið af hendi koma að fullu
til frádráttar höfuðstól, sem bera
skal hvorki gengistryggingu né
verðbætur af öðrum toga. Fjár-
hæð vaxta hafi ekki áhrif svo
fremi sem þeir hafi verið að fullu
greiddir fyrir viðkomandi tíma-
bil. Þar sem þessari aðferð hefur
ekki verið ekki beitt við endur-
útreikninga bankanna á ólögleg-
um gengisbundnum lánum fram
til þessa, heldur miðað við seðla-
bankavexti í stað samningsvaxta,
eru allir útreikningar bankanna
rangir og leiða nánast undan-
tekningarlaust til ofmats á höf-
uðstól láns. Lántakar hafa síðan
verið að greiða vexti af hinum
ofmetna höfuðstól og því ofgreitt
vexti. Endurreikna þarf hvert
eitt og einasta lán og í mörgum
tilfellum getur verið að lán séu
í raun þegar að fullu greidd. Því
kann sú staða að vera uppi að ein-
staklingar og fyrirtæki greiði um
hver mánaðamót af skuldum, sem
ekki er stoð fyrir.
Gera þarf kröfu á bankana
Mikilvægt er fyrir viðskiptavini,
sem þegar hafa gert upp gengis-
bundin ólögleg lán að fullu eða því
sem næst, að gera sem fyrst kröfu
á viðkomandi fjármálastofnun til
að tryggja rétt sinn auk þess sem
kröfurnar bera ekki dráttarvexti
fyrr en þær eru settar fram. Þetta
er sérlega mikilvægt í ljósi fyrstu
viðbragða bankanna við dómnum,
sem einkennast af útúrsnúning-
um, sennilega með það að mark-
miði að tefja mál enn frekar.
Fjármál
Skarphéðinn
Pétursson
hrl. Veritas lögmenn
slf.
Guðmundur Ingi
Hauksson
verkfræðingur hjá
Veritas Ráðgjöf slf.
Óvissu eytt um endurútreikning
Endurreikna þarf hvert eitt og einasta
lán, sem á annað borð hefur verið talið
ólöglegt, þar með talið öll bílalán, gengis-
bundin lán og fyrirtækjalán.
Þjóðaratkvæðagreiðslan um stjórnarskrármálið er afstað-
in. Þá hefst illu heilli hið íslenska
karp um hver sigraði og hver tap-
aði. Sumir berja sér á brjóst og
segja sinn málstað hafa sigrað,
jafnvel sinn flokk, eða eru tapsárir
og vilja ekki una þeim skilaboðum
sem felast í úrslitum kosninganna.
Mál er að slíku linni.
Þjóðaratkvæðagreiðslan sýnir
ótrúlega mikla samstöðu þjóð-
arinnar ekki síst ef úrslitin eru
borin saman við þá einu skoð-
anakönnun sem gerð var á undan
atkvæðagreiðslunni. Það gerði
MMR sl. vor og niðurstöðurnar
voru nánast þær sömu og fengust
á laugardaginn. T.d. voru 66,9%
þeirra sem afstöðu tóku í þjóð-
aratkvæðagreiðslunni sammála
því að leggja tillögur stjórnlaga-
ráðs til grundvallar frumvarpi að
breyttri stjórnarskrá en hjá MMR
var hlutfallið 66,1%. Munurinn
er langt innan skekkjumarka. Í
öðrum spurningum voru jáyrðin
í skoðanakönnuninni nokkru ein-
dregnari en þau voru í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni (þó var ekki
marktækur munur í kirkjuspurn-
ingunni). Ekkert verður hér full-
yrt en þó bendir þetta vart til ann-
ars en að þeir sem heima sátu hafi
verið hinum sem greiddu atkvæði
næsta sammála.
Að mati undirritaðs voru skila-
boð þjóðarinnar nógu skýr til að
Alþingi getur nú lokið málinu „á
grundvelli tillagna stjórnlaga-
ráðs“ eins og 2/3 kjósenda vilja.
En það þarf að halda vel á spöð-
unum. Breyta þarf kirkjuskipun-
arákvæðinu í tillögum stjórnlaga-
ráðs, herða á lögfræðingahópnum
sem er að yfirfara tillögurnar í
heild, yfirfara hvað er réttmætt
í umsögn lögmannafélagsins og
kanna aðrar ábendingar um lag-
færingar sem fram hafa komið og
byggja á rökum en ekki skætingi.
Það ætti líka að gaumgæfa hvað
veldur því að í tveimur kjördæm-
um fékk spurningin um jafnt vægi
atkvæða ekki meirihlutafylgi. Var
það vegna þess að viðkomandi
ákvæði í tillögum stjórnlagaráðs
eru óljós eða þeim ábótavant? Eða
var það vegna þess að nokkrir þeir
sem taldir eru sérfræðingar í lýð-
ræðismálum misskildu ákvæðin á
opinberum vettvangi? Þá þarf að
upplýsa betur. Það er því mikið
verkefni fram undan. Þar reynir
á Alþingi og sérnefnd þess sem
fjallar um stjórnarskrármál.
Bera verður fullbúna endurskoð-
aða stjórnarskrá undir þjóðina
undir lokin, helst samtímis þing-
kosningum að vori. Þá verður þátt-
taka meiri en var nú og keppikefli
allra hlýtur að verða að þá náist
ekki minni stuðningur við breytta
stjórnarskrá en sl. laugardag. Við
erum fámenn þjóð og verðum að
ná sem mestri samstöðu um öll
meginmál.
Stefnum áfram
en verum hvorki
tapsár né sigurglöð
Ný stjórnarskrá
Þorkell
Helgason
fyrrverandi prófessor
Að mati undirrit-
aðs voru skilaboð
þjóðarinnar nógu skýr til
að Alþingi getur nú lokið
málinu „á grundvelli til-
lagna stjórnlagaráðs“ eins
og 2/3 kjósenda vilja.