Fréttablaðið - 23.10.2012, Síða 33

Fréttablaðið - 23.10.2012, Síða 33
ÞRIÐJUDAGUR 23. október 2012 21 AF NETINU Skýr niðurstaða Að aflokinni þjóðaratkvæða- greiðslunni um helgina, sýnist mér hægrimenn helst vera hugsi hvernig túlka beri hug þeirra sem heima sátu. Taka beri tillit til þess hóps! Þetta er athyglisvert aðalatriði í huga hægrimanna, en er auðvitað aukaatriði. Auðvelt er að yfirfæra þessa hugsun á alla lýðræðisþáttöku, svona yfirleitt og almennt, til dæmis Alþingiskosningar. Ber að taka tillit til þeirra sem ekki taka þátt í þeim? Eiga skila- boð þeirra sem heima sitja að hafa áhrif á stjórnarstefnu? Er yfirleitt hægt að túlka þau? Ég held ekki. Kosningar eru boð um þátt- töku í lýðræðissamfélagi. Þar hafa menn rétt. Mjög mikil- vægan rétt. Og einmitt rétt til að nýta hann, eða nýta hann ekki. Þeir sem nýta ekki lýðræðis- rétt sinn – og gefa þar með ekki upp skoðun sína – geta ekki ætlast til þess að hafa áhrif á niðustöðuna. Þeim er einfald- lega sama. Og niðurstaðan frá því um helgina er skýr. Afskaplega skýr. Allra skýrust er hún þegar kemur að auðlindum í þjóðareign. Hér talaði þjóðin. Ekki flokkurinn. Og það fer auðvitað í taugarnar á áhugafólki um þöggun þjóðar … sigmundurernir.is Sigmundur Ernir Rúnarsson Kostnaður með og án innflutningshafta Tegund Svínakjöt 16.491 5.330 11.161 32% Fuglakjöt 41.585 22.294 19.291 54% Egg 12.189 6.618 5.571 54% Annað kjöt og unnar vörur 142.679 28.536 114.143 20% Samtals 212.944 62.778 150.166 36% Í grein í Fréttablaðinu þann 5/10/2012 benti ég á að óbeinn fjárhagslegur stuðningur neyt- enda við hvert ársverk í kjúk- linga- og svínarækt næmi frá 8 til 24 milljónum króna. Velta má fyrir sér hvort skynsamlegt sé að nota svo mikla fjármuni til að halda uppi starfsemi sem hvorki er sérstök í menningarlegu tilliti né nauðsynleg fyrir öryggi íbú- anna eða lífsafkomu þeirra. Í þessari grein vil ég gera að umtalsefni þá hlið þessa styrkja- máls sem snýr að buddu barna- fjölskyldna. Barnafjölskyldur eru um 31.100 talsins á landinu og standa líklega fyrir um þriðj- ungi neysluútgjalda vegna svína- og fuglakjöts og eggja. Þessi fjölskylda eyddi um 213 þús- und krónum í kjöt og kjötvörur á árinu 2010. Meðfylgjandi tafla sýnir hvernig þessi reikningur hefði litið út hefðu framleiðend- ur kjúklinga- og svínakjöts ekki notið tollverndar. Taflan ber með sér að útgjöld vegna svínakjötsneyslu meðal- barnafjölskyldunnar myndu lækka um 5.300 krónur eða 32% ef innflutningshöftum væri aflétt. Sömuleiðis að útgjöld vegna kaupa á fuglakjöti og eggj- um myndu lækka um tæp 29 þús- und krónur eða um 54%. Verð á svínakótelettum gæti lækkað úr 1.400 krónum á kílóið í um 950 krónur á kíló. Verð á heilum frosnum kjúkling gæti lækkað úr 760 krónum á kíló í um 350 krónur á kíló! Og verð á eggjum myndi líklega lækka úr 645 krón- um á kíló í um 300 krónur á kíló. Líklegt er að svo mikil lækkun á svína- og fuglakjöti myndi þrýsta niður verði á unnum kjötvörum og á öðru kjöti en hvíta kjötinu. Ekki er gott að giska á hversu mikil sú lækkun kynni að verða, hér er farið varlega í sakirnar og gengið út frá að verðlækkunin myndi nema 20%. Í heildina myndi afnám inn- flutningshafta þýða lækkun útgjalda meðalbarnafjölskyldu um tæpar 63 þúsund krónur á ári. Til samanburðar notaði þessi fjöl- skylda 44.500 krónur til að kaupa fiskmeti árið 2010 og 75.500 krón- ur til að kaupa ávexti. Það kostar því talsvert meira fyrir barnafjölskyldur þessa lands að halda uppi starfsemi kjúklinga- og svínakjötsframleið- enda en sem svarar öllum kaup- um þessara fjölskyldna á fisk- meti. Drjúgur hluti barnabóta með fyrsta barni hverrar þessara fjöl- Innflutningshöftin og barnafjölskyldurnar Sígilda Óskajógúrtin sem enginn verður leiður á. Óskajógúrt þjóðarinnar í 40 ár Í gegnum súrt og sætt hefur Óskajógúrt verið kærkominn kostur íslensku þjóðarinnar, hvort sem er í ferðalaginu, á róló, í vinnu, hjá dagmömmu, í vegasjoppunni eða sem morgunmatur heima við. Þín óskastund getur verið hvar sem er. Létta Óskajógúrtin án viðbætts sykurs. Útgjöld meðalbarna- fjölskyldu, krónur á ári Kostnaður vegna inn- flutningshafta, krónur á ári Útgjöld ef innflutningur væri frjáls, krónur á ári Lækkun í prósentum Landbúnaður Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor skyldna fer, með óbeinum hætti, í að halda uppi starfsemi kjúk- lingabúa og svínabúa. Og hvað fá þessar fjölskyldur í staðinn? Ekki aukna löggæslu, ekki fleiri leik- skóla, ekki betri grunnskóla. Nei, þær fá ánægjuna af að innan við 200 manns séu að snúast í kring- um verksmiðjuframleiðslu eggja, kjúklingakjöts og skinku! Drjúgur hluti barnabóta með fyrsta barni hverrar þess- ara fjölskyldna fer, með óbeinum hætti, í að halda uppi starfsemi kjúklinga- búa og svínabúa.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.