Fréttablaðið - 23.10.2012, Blaðsíða 46
23. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR34
DRYKKURINN
„Þessi verðlaun eru bæði jákvæð og dýrmæt
fyrir ferilinn minn, tengslanet og framtíðar-
verkefni. Þau geta opnað ýmsar dyr bæði á
Íslandi og erlendis,“ segir Rán Flygenring.
Hún hlaut þýsku barnabókmenntaverðlaunin á
bókamessunni í Frankfurt fyrr í mánuðinum
fyrir teikningar sínar í bókinni Frerk, du
Zwerg!.
Verðlaunin, Deutsche Jugendliteraturpreis,
hafa verið veitt árlega frá árinu 1956 og eru
með virtustu barnabókaverðlaununum í Þýska-
landi. „Árlega eru gefnar út yfir 8.000 barna-
bækur í Þýskalandi svo samkeppnin er mikil.
Það voru sex bækur tilnefndar í okkar flokki
svo það er varla hægt að segja að verðlaunin
hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti, en
spurð fyrir fram hefði ég líklega veðjað á ein-
hvern reyndari,“ segir Rán. Frerk, du Zwerg!
er skrifuð af þýska rithöfundinum Finn-Ole
Heinrich og aðspurð hvort hún og Finn-Ole
stefni á áframhaldandi samstarf segir hún þau
vera með ýmislegt á prjónunum.
Rán er nú stödd í Simbabve, en hún hefur
verið á faraldsfæti frá því í ársbyrjun. „Sem
sjálfstætt starfandi teiknari get ég unnið
hvaðan sem er svo lengi sem ég hef aðgang
að interneti. Ég reyni að nýta mér þau fríð-
indi óspart. Það mætti kannski segja að ég reki
eins konar ferðaskrifstofu, í óhefðbundnum
skilningi þess orðs. Stundum er ég svo heppin
að geta unnið verkefni á staðnum og hér í Sim-
babve mun ég meðal annars heimsækja barna-
þorp SOS og teikna með krökkunum þar,“ segir
ævintýramanneskjan Rán að lokum. - trs
Hlaut þýsk barnabókaverðlaun
MIKILL HEIÐUR Deutsche Jugendliteraturpreis eru með
virtustu barnabókaverðlaununum í Þýskalandi og því
mikill heiður fyrir Rán og Finn-Ole að hafa hlotið þau.
Hér er Rán að taka við verðlaununum úr hendi stjórn-
málamannsins Lutz Stroppe. MYND/JOSÉ POBLETE
„Gin og tónik, Tangueray að
sjálfsögðu, með fullt af klaka og
fullt af lime. Uppáhalds.“
Lilja Katrín Gunnarsdóttir, leikkona
og markaðs- og kynningarfulltrúi hjá
Sagafilm.
Önnur breiðskífa tónlistarmanns-
ins Snorra Helgasonar, Winter Sun,
kemur út í Þýskalandi, Austur-
ríki og Sviss á föstu daginn. Það
er plötuútgáfan Pop-Up Records
sem stendur að útgáfunni en
Sindri Már Sigfússon, úr Sin
Fang og Seabear, stjórnaði
upptökum á plötunni.
Winter Sun fékk prýðis-
góðar viðtökur hér á landi
er hún kom út fyrir rúm-
lega ári. Platan fékk
fjórar stjörnur
hjá gagnrýn-
anda Frétta-
blaðsins og
sögð ein af
betri plöt-
um ársins
2011.
Í tilefni
af útgáf-
unni
heldur
Snorri
í tónleikaferðalag um Austur-
ríki, Þýskaland og Sviss í des-
ember. Með honum í för verður
úrval íslenskra tónlistarmanna á
borð við bassaleikarann Guð-
mund Óskar Guðmundsson,
úr Hjaltalín og Tilbury, og
Sigurlaugu Gísladóttur,
betur þekkt sem Mr. Silla,
en hún syngur og spilar
á úkú lele. Tónleikaferða-
lagið hefst í Hamborg
þann 3. desem ber og lýkur
í Bremen þann 16.
desember. - áp
Winter Sun til Evrópu
Í ÚTRÁS Plata
Snorra Helga-
sonar, Winter
Sun, kemur út
í Austurríki,
Þýskalandi
og Sviss á
föstudaginn.
Nýtt leikverk um stöðu Evrópu í
dag eftir Jón Atla Jónasson verður
frumsýnt í hinu þekkta leikhúsi
Schaubühne í Berlín í mars.
„Þetta er sýning sem ég vinn
með leikhúsfólki frá Grikklandi
og Spáni, þar sem ástandið er hvað
verst í augnablikinu,“ segir Jón Atli
og á þar við fjármálakreppuna sem
þar hefur riðið yfir. Verkið hefur
enn ekki fengið nafn en leikstjóri er
Falk Richter, einn virtasti leikstjóri
og leikskáld Þýskalands.
„Það er verið að sýna verk eftir
mig í húsinu, Djúpið, og í framhald-
inu sýndu þeir áhuga á að ég myndi
skrifa meira fyrir leikhúsið,“ segir
Jón Atli, spurður út í tilurð verks-
ins. Þetta verður annað frumsýnda
verkið hans á skömmum tíma því
Borgarleikhúsið sýnir í lok janúar
leikritið Nóttin nærist á deginum.
Jóni Atla er umhugað um að leik-
rit spyrji spurninga sem skipta máli
í samtímanum. „Leikhús á Íslandi
þurfa að spyrja sig hvort þau vilja
reka afþreyingarleikhús eða sam-
tímaleikhús sem tekst á við mikil-
vægustu spurningarnar á hverjum
tíma. Alveg eins og fólk fær þá póli-
tík og pólitíkusa sem það á skilið
á hverjum tíma, fær fólk líka það
leikhús sem það á skilið, nema það
kjósi að gera eitthvað annað og
breyta því,“ segir hann. „Ástandið
er þannig núna að ef við líkjum leik-
húsi við heilbrigðiskerfið þá er eins
og við séum hætt að gera hjartaupp-
skurði því það er meiri peningur í
að stækka brjóst.“ - fb
Nýtt leikverk um stöðu Evrópu
SÝNIR Í BERLÍN Nýtt leikverk eftir Jón
Atla Jónasson verður frumsýnt í Berlín í
mars. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Ég var í fríi á Grikklandi í sumar
og ákvað að prófa köfun í eitt skipti.
Mér fannst þetta svo ofsalega
gaman að ég vildi komast strax
aftur út í og ákvað því að skrá mig
á námskeið og taka köfunar réttindi.
Þegar ég kom heim tók ég réttindi
fyrir þurrgalla og svo fór ég aftur
út í haust til að kafa meira,“ segir
Magdalena Dubik fiðluleikari sem
var smituð af kafarabakteríunni í
sumar. Síðan þá hefur hún stundað
köfun af miklu móð, bæði hér
heima og erlendis.
Aðspurð segir Magdalena að það
sé einstök tilfinning að vera neðan-
sjávar. „Það er svo magnað að geta
verið svona lengi neðansjávar og
andað. Það fylgir þessu líka mikil
kyrrð og ró. Þegar maður kemst
svo loks yfir það hvað þetta er allt
saman magnað þá getur maður
betur einbeitt sér að þessum
ókunnuga heimi, litadýrðinni og
dýra- og plöntulífinu.“
Hún stundar íþróttina eins oft og
hún hefur tíma til og kafar oftast
með öðrum félagsmönnum úr
Sportkafarafélagi Íslands. „Ég hef
aldrei haft tíma fyrir „hobbí“ áður
MAGDALENA DUBIK: ALDREI HAFT TÍMA FYRIR „HOBBÍ“ ÁÐUR
Smituð af kafarabakteríu
FORFALLIN Magdalena Dubik tónlistarkona prófaði að kafa í fyrsta sinn í sumar og er nú forfallinn aðdáandi íþróttarinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
því ég var alltaf á fullu í skólanum
og í tónlistinni. Það er skemmti-
legt að uppgötva eitthvað nýtt sem
manni finnst geðveikt gaman að
gera.“
Magdalena kveðst ætla að
stunda köfun áfram næstu árin
og hefur hægt og rólega verið að
kaupa sér þann búnað sem þarf
til að stunda íþróttina. „Ég er
ekki alveg komin með allt, það
er mikið sem þarf að kaupa. En
maður sankar græjunum að sér
hér og þar og fær svo lánað það
sem vantar upp á.“
Fyrir utan köfunina sinnir
Magdalena tónlistinni enn þá auk
þess sem hún vinnur hjá fyrir-
tækinu Andrá sem sér um að fram-
leiða og dreifa Penzimi og öðrum
vörum sem búnar eru til úr þorsk-
ensímum. „Ég vinn, spila á fiðlu,
tek að mér einstaka fyrirsætuverk-
efni og kafa þess á milli,“ segir hún
að lokum glaðlega.
sara@frettabladid.is
Viðburðurinn Divers Night fer fram í áttunda
sinn þann 1. nóvember næstkomandi. Við-
burðurinn gengur út á að kafarar víðs vegar
um heiminn séu á kafi á nákvæmlega sama
tíma. Met var sett árið 2009 þegar 2.749
kafarar voru á kafi á sama tíma í 218 vötnum
í tuttugu löndum. Stefnt er að því að slá
metið í ár klukkan 20.12 þann 1. nóvember.
Íslenskir kafarar ætla að vera á kafi í Silfru á
þessum tíma.
Magdalena kveðst ætla að taka þátt í fjölköfuninni í ár. „Þeir stefna á
að setja heimsmet í fjölköfun og ég ætla klárlega að vera með,“ segir hún
spennt.
REYNA AÐ SLÁ HEIMSMET Í FJÖLKÖFUN