Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 2
9. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR2 SPURNING DAGSINS Kjartan, óraði ykkur fyrir því að vinna þessi verðlaun? „Nei, ekki einu sinni í okkar allra villtustu hugarórum.“ Kjartan Yngvi Björnsson hlaut, ásamt félaga sínum Snæbirni Brynjarssyni, Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir fantasíubók þeirra Hrafnsauga. Maðurinn sem lést í umferðar- slysi á Hafnarvegi í fyrradag hét Sigurgeir Ragnarsson, búsettur á bænum Grund í sveitarfélaginu Höfn í Horna- firði. Sigurgeir var 83 ára, fæddur þann 5. október 1929. Hann var ókvæntur og barn- laus. Slysið varð á fjórða tíman- um í fyrradag og enn er unnið að rannsókn þess. Bifreiðin lenti utan vegar og valt. Lést í bílveltu á Hafnarvegi GVATEMALA, AP Tugir manna fórust þegar jarð- skjálfti reið yfir í Gvatemala í fyrrinótt. Skjálftinn mældist 7,4 stig og olli miklu tjóni, einkum í borg- inni San Marcos en einnig í mismiklum mæli um allt landið. Skjálftinn fannst á mjög stóru svæði, meðal ann- ars í Mexíkóborg sem er í 965 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans. Í San Marcos hrundu tugir íbúðarhúsa og margar af litríkum byggingum miðbæjarins voru ýmist með stórum sprungum eða algerlega í rústum, þar á meðal bæði lögreglustöð borgarinnar og dómshúsið. Íbúar borgarinnar óttuðust stóra eftirskjálfta og margir leituðu skjóls í sjúkrahúsinu, sem var eina húsið sem rafmagn var enn í. Björgunarstörf hófust strax um nóttina og þegar birta tók af degi var stórvirkum vinnutækjum beitt við að leita að fólki, sem enn kunni að leynast á lífi í rústunum. Í gærmorgun lá öll starfsemi fyrirtækja og stofn- ana niðri í borginni, enda rafmagnslaust alls staðar og starfsfólk að huga að tjóni. - gb Jarðskjálfti sem mældist 7,4 stig olli miklu tjóni í Gvatemala: Fólk leitaði skjóls á sjúkrahúsi RÚSTIR Bifreið undir rústum húss í borginni San Marco. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL „Það er skýr niðurstaða héraðsdóms að Borgarbyggðardómur Hæstaréttar hafi fordæmis- gildi gagnvart þessu bílaláni og þá væntanlega stórum hluta slíkra lána,“ segir Helgi Hjörvar, for- maður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um dóm í máli fyrirtækisins Samvirkni gegn Lands- bankanum sem féll í gær. Þar komst dómari að þeirri niðurstöðu að Landsbankanum hefði ekki verið heimilt að reikna seðlabankavexti af ólöglegu gengis- tryggðu bílaláni aftur í tímann. Landsbankinn og Lýsing töldu að svokall- aður Borgarbyggðardómur ætti ekki við um skemmri lán á borð við bílalán og hófu því ekki endurútreikning á slíkum lánum. „Arion banki og Íslandsbanki hafa hafið endur- reikning bæði styttri og lengri lána og hafa ekki talið að það þyrfti að dæma þá í héraði til þess þannig að maður væntir þess að Landsbankinn hefji nú þegar þessa vinnu,“ segir Helgi, sem hefur boðað fulltrúa Landsbankans og Lýsingar á fund efnahags- og við- skiptanefndar á mánudag til að fara yfir málið. „Bankarnir hafa nú farið ítrekað ranglega fram gagnvart viðskiptavinum sínum í þessum málum og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að héraðsdómur nægi ekki til þess að Landsbank- inn leiðrétti hagi viðskiptavina sinna.“ Lýsing sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í gær þar sem fram kemur að fyrir- tækið telji dóminn ekki fordæmisgefandi fyrir sín bílalán. - sh Helgi Hjörvar boðar fulltrúa Landsbankans og Lýsingar á fund í kjölfar dóms: Lán til styttri tíma lækka líka HELGI HJÖRVAR STJÓRNMÁL Stjórn Viðskiptaráðs Íslands telur brýnt að aðildarvið- ræður Íslands við Evrópusam- bandið verði leiddar til lykta. Þetta kemur fram í nýrri ályktun stjórnarinnar. Í ályktuninni segir að aðildar- viðræðurnar séu lykilinn að því að halda opnum möguleika Íslands á tvíhliða upptöku evru. Þá telur Viðskiptaráð mikilvægt að lagt sé kapp á að ná sem allra bestum samningi við ESB sem síðan yrði lagður í dóm þjóðar- innar. - mþl Viðskiptaráð Íslands: Vill ljúka aðild- arviðræðum GRIKKLAND, AP Grísk stjórnvöld gera sér vonir um að fjármála- ráðherrar evruríkjanna sautján ákveði að greiða Grikkjum næstu útborgun úr stöðugleikasjóði ESB. Gríska þingið samþykkti naumlega á miðvikudagskvöld nýjasta niðurskurðarfrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem er skil- yrði frekari fjárhagsaðstoðar. Wolfgang Schäuble, fjármála- ráðherra Þýskalands, segir þó ólíklegt að ákvörðun verði tekin í næstu viku. Þjóðverjar vilja helst að Grikkir afgreiði fyrst fjárlög fyrir næsta ár. - gb Þingið samþykkti niðurskurð: Grikkir bíða nú næstu greiðslu NAUMLEGA SAMÞYKKT Antonis Samaras tekur í hendur ráðherra í lok þingfundar. NORDICPHOTOS/AFP FÉLAGSMÁL „Verst er einangrunin og að vera alltaf lélegastur í öllu og síðastur í öllu,“ segir Ágúst Kristmanns, faðir Inga Krist- manns, ellefu ára drengs sem ekki fær inni í Klettaskóla, skóla fyrir börn með sérþarfir. Menntamálaráðuneytið staðfesti ákvörðun Klettaskóla um að synja Inga um skólavist. Vísað er til mats sem Greiningardeild ríkisins gerði á Inga þegar hann var fimm ára. Samkvæmt því sé greindar- vísitala Inga 70 og hann þar með ekki fatlaður í skilningi laga. Talað er um greindarskerðingu þegar vísitalan er 69 og lægri. „Þeir segja að Ingi sé ekki fatl- aður en hann er búinn að vera fatlaður frá því hann var þriggja ára. Hann er með væga þroska- hömlun, hreyfiþroskaröskun og ofvirkniröskun,“ segir Ágúst sem kveður þær niðurstöður sem birt- ast í úrskurði ráðuneytisins óskilj- anlegar. Hið rétta sé að Ingi hafi mælst með greindarvísitöluna 62 árið 2007. Í fyrra hafi Ingi svo verið prófaður að nýju í Hörðu- vallaskóla í Kópavogi, þar sem hann hefur verið nemandi, og þá mælst með vísitöluna 57. Ágúst segir Inga hafa gengið ágætlega út fjórða bekk. „Um leið og hann byrjaði í fimmta bekk var bilið orðið svo mikið milli hans og jafnaldranna og það er orðið enn þá meira núna í sjötta bekk. Hann vill fá sama námsefni og hinir krakkarnir eru með en hann ræður ekki við það,“ segir Ágúst sem kveður Inga líða illa í skól- anum. Núna sé hann til hvíldar í sérúrræði í tvo mánuði á vegum Kópavogsbæjar. „Ingi heldur sig mikið til hlés vegna þess að hann getur ekki gert það sem aðrir eru að gera og þar af leiðandi upplifir hann sig alltaf einan. Hann er alltaf minnimáttar og orðinn algerlega einangraður,“ segir Ágúst sem telur hugsanlegt að Inga sé synjað um vist í Kletta- skóla vegna opinberrar stefnu um skóla án aðgreiningar. „Mér finnst þeir teygja sig ansi langt til að sanna að skóli án aðgreiningar gangi en það gerir hann alls ekki fyrir öll börn. Það verður að vera millibilsúrræði fyrir krakka eins og Inga, sem eiga ekki heima í almenna skóla- kerfinu og virðast ekki eiga heima í Klettaskóla,“ segir Ágúst sem segir að þau, foreldrarnir, séu afar vonsviknir og hyggist leita til umboðsmanns Alþingis. „Það er ekki auðvelt skref fyrir foreldra að sækja um í sér- skóla fyrir barnið sitt. Ég væri mjög feginn ef hann gæti verið í almenna skólakerfinu og ætti þar vini. En þannig er það ekki. Hann á hins vegar vini í Klettaskóla,“ segir Ágúst og útskýrir að Ingi fari í tvær vikur árlega í sumar- búðir fyrir fatlaða. Þar séu meðal annars börn úr Klettaskóla. Hann komi ávallt heim gjörbreytt barn. „Þar líður honum gríðarlega vel og þar á hann vini. Hann fær bara ekki að vera með þeim í skóla.“ gar@frettabladid.is Synjað um skólavist með einu vinunum Ellefu ára drengur fær ekki inni í skóla fyrir börn með sérþarfir því hann sé ekki greindarskertur líkt og foreldrarnir segja. Faðirinn segir hann einangrað- an í hverfisskólanum. Hann eigi þó vini í sérskólanum sem hann kemst ekki í. INGI KRISTMANNS Ágúst Kristmanns og María Björg Benediktsdóttir segja syni sínum líða illa í hverfisskólanum og eru vonsvikin yfir að hann fái ekki aðgang að skóla fyrir börn með sérþarfir þótt hann sé með þroskahömlun, hreyfiröskun og ofvirkniröskun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BANDARÍKIN Tölfræðingurinn Nate Silver spáði rétt fyrir um útkom- una í öllum 50 ríkjunum, sem og í Washington D.C. í nýafstöðnum forsetakosningum. Silver heldur úti umfangsmiklu kerfi sem tekur saman ótal skoð- anakannanir að viðbættum öðrum þáttum. Hann vakti fyrst athygli í kosningunum 2008 þar sem hann spáði rétt fyrir um úrslitin í 49 ríkjum og í öllum öldungadeildar- kosningum. Að þessu sinni spáði Silver Obama öruggum sigri þrátt fyrir að fjölmiðlar væru margir á því að kosningarnar yrðu tvísýnar. Spáin gekk eftir í öllum ríkjunum og í 32 af 33 kosningum til öldungadeild- arinnar. - þj Kosningar í Bandaríkjunum: Silver reyndist 99% sannspár VIÐSKIPTI Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, og Marel voru verðlaunuð sem markaðs- maður og markaðsfyrirtæki ársins á Markaðsverðlaunum ÍMARK í gær. Þetta var í 22. sinn sem ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, veitti Markaðsverðlaunin en að þessu sinni afhenti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þau. Í rökstuðningi fyrir ákvörðun ÍMARK segir að Liv hafi náð að byggja upp sterka markaðshneigða fyrirtækjamenningu hjá Nova sem auk þess hafi sterka staðfærslu á markaði. Þá er markaðsstarf Mar- els sagt sterkt, vel skipulagt og árangursríkt. - mþl Markaðsverðlaun ÍMARK veitt: Liv fékk mark- aðsverðlaunin GLAÐIR VERÐLAUNAHAFAR Þau Liv Bergþórsdóttir og Ingólfur Örn Guð- mundsson, framkvæmdastjóri markaðs- sviðs Marel, veittu Markaðsverðlaun- unum viðtöku í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.