Fréttablaðið - 09.11.2012, Page 10

Fréttablaðið - 09.11.2012, Page 10
9. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR10 FRÉTTASKÝRING Hver er staðan í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Suðvesturkjördæmi? Sjálfstæðismenn í Kraganum kjósa um það á laugardag hvernig listi þeirra verður skipaður fyrir næstu alþingiskosningar. Bjarni Bene- diktsson, formaður flokksins, er talinn öruggur í fyrsta sætið. Meiri spenna ríkir um næstu sæti. Suðvesturkjördæmi hefur lengi verið sterkt vígi Sjálfstæðisflokks- ins, en hann fékk skell þar í síðustu kosningum líkt og annars staðar. Árið 2007 fékk flokkurinn 42,6 pró- sent atkvæða og var það eina kjör- dæmið þar sem fylgið fór yfir 40 prósent. Tveimur árum síðar fékk hann 27,6% fylgi. Það er yfir lands- fylginu, sem var 23,7 prósent, og Kraginn var áfram sterkasta kjör- dæmi Sjálfstæðisflokksins. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Kannanir sýna að flokkur- inn hefur að nokkru náð sínum fyrri styrk og hann mun bæta verulega við sig fylgi í Suðvesturkjördæmi. Í ofanálag fær kjördæmið þrettánda þingmanninn, en vegna breytinga á fólksfjölda færist einn þingmaður frá Norðvestur- til Suðvesturkjör- dæmis. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gefur ekki kost á sér, en hinir þrír þingmenn flokksins, Bjarni, Ragn- heiður Ríkharðsdóttir og Jón Gunn- arsson, gera það allir. Ekki er óvar- legt að ætla að flokkurinn nái sex þingmönnum, á góðum degi gæti sá sjöundi bæst við. Því eru þrjú til fjögur þingsæti á lausu, þrátt fyrir að þingmenn næðu allir endurkjöri. Tveir eru í framboði til fyrsta sætis; Bjarni og Ragnar Önundar- son. Samkvæmt heimildarmönn- um blaðsins er Bjarni öruggur með efsta sætið, en hann verður að vinna sannfærandi sigur sem for- maður flokksins. Nú reynir á hvort þau mál á viðskiptasviðinu sem Bjarni hefur verið tengdur við hafa áhrif á fylgi hans. Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Jón Gunnarsson tókust á um þriðja sætið síðast og hafði Ragnheiður betur. Líklega verður mjótt á mun- unum hjá þeim núna. Heimildarmenn blaðsins telja að slagurinn um næstu sæti standi á milli Óla Björns Kárasonar, Elínar Hirst, Sigurlaugar Önnu Jóhanns- dóttur, Bryndísar Loftsdóttur, Kar- enar Elísabetar Halldórsdóttur og Friðjóns R. Friðjónssonar. Þá gæti Vilhjálmur Bjarnason blandað sér í þann slag. kolbeinn@frettabladid.is Mosfellsbær Kóp. Kóp. Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Hafnarfjörður Álftanes Seltjarnarnes Kjósarhreppur KORT/WIKIPEDIA Fylgi flokksins 2007 2009 42,6% 27,6% 4 þingmenn 6 þingmenn Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi www.volkswagen.is A uk ab ún að ur á m yn d: 1 6“ á lfl eg ur , þ ok ul jó s Volkswagen Polo Meðaleyðsla aðeins 3,8 lítrar á hverja 100 km* Þarfir okkar eru misjafnar og við leitum leiða til þess að uppfylla þær. Volkswagen Polo er öruggur, hagkvæmur og þægilegur bíll sem mætir þínum þörfum fullkomlega. Komdu og reynsluaktu nýjum Volkswagen Polo í dag. Polo Trendline 1.2 bensín, 70 hestafla, beinskiptur Polo kostar aðeins frá 2.350.000 kr. * Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Volkswagen Polo Trendline 1.2 TDI Við fjármögnum þín bílakaupmiðað við Volkswagen Polo Trendline 1,2 TDI beinskiptan og óverðtryggðan bílasamning með gullvildarkjörum frá Ergo til 84 mánaða og 25% útborgun. Hlutfallstala kostnaðar 11,25%. 29.898 kr. á mánuði Gott tækifæri fyrir nýliða í vígi Sjálfstæðisflokksins Allar líkur eru á að Sjálfstæðisflokkurinn bæti umtalsverðu fylgi við sig í Suðvesturkjördæmi. Þrír til fjórir nýir þingmenn gætu náð kjöri. Þátttaka í prófkjörinu um helgina segir til um hver styrkur flokksins er. eru á kjörskrá fyrir prófkjörið. 14.800 BÚA SIG UNDIR LJÓSAHÁTÍÐ Listakona í Hyderabad á Indlandi málar leirker til að nota á ljósahátíðinni í næstu viku. NORDICPHOTOS/AFP Bjarni Benediktsson, Bryndís Loftsdóttir, Elín Hirst, Friðjón R. Friðjónsson, Gunnlaugur Snær Ólafsson, Jón Gunnarsson, Karen Elísabet Halldórsdóttir, Kjartan Örn Sigurðsson, Óli Björn Kárason, Ragnar Önundarson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, Sveinn Halldórsson, Sævar Már Gústafsson, Vilhjálmur Bjarnason og Þorgerður María Halldórsdóttir. Sextán eru í framboði HEILBRIGÐISMÁL Meirihluti fjár- laganefndar leggur til að Land- spítalinn fái 30 milljónir króna aukalega á fjáraukalögum til þess að mæta kostnaði við að fjarlægja PIP-brjóstapúða. Þegar hafa 42 milljónir verið greiddar vegna 102 aðgerða sem gerðar voru frá febrúar og fram í september. Nú hefur dregið mjög úr umsóknum um aðgerðir til að fjarlægja púðana og þykir því lík- legt að aðgerðirnar verði færri en upphaflega var talið. Þó er miðað við að allt að fimmtíu konur í við- bót sæki eftir aðgerð. - þeb Færri aðgerðir en talið var: 30 milljónir vegna PIP-púða BRJÓSTAPÚÐI Talið er að um 400 konur hér á landi hafi verið með PIP-púða. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra sagði í ræðu á Sjávarútvegsráðstefnunni í gær að aldrei hefði verið jafnbrýn þörf á sérstöku markaðsátaki fyrir sjávarafurðir frá Íslandi á mörk- uðum erlendis. Hann lýsti yfir vilja sínum og atvinnuvegaráðherra til að standa að sameiginlegu átaki stjórnvalda og sjávarútvegsins og benti á samstarf ríkisstjórnar og ferðaþjónustu gegnum Inspired by Iceland sem fordæmi. Össur benti á að aukin þorsk- gengd í Barentshafi hefði gert Norð- mönnum og Rússum kleift að auka kvóta sinn sem nemur meira en öllum þorsk- afla á Íslandi. „Þetta þýðir það eitt að við getum gert ráð fyrir miklu harðari samkeppni á mörkuðum en við höfum átt í áður,“ sagði Össur og að eina leiðin til að bregð- ast við væri með stóraukinni mark- aðssókn. „Sennilega hefur aldrei verið jafnmikil þörf og nú á skipu- lögðu átaki fyrir íslenskan sjávar- útveg á mörkuðum erlendis,“ sagði Össur. Utanríkisráðherra sagði að til að halda í við Norðmenn í markaðs- málum þyrftu Íslendingar að verja 5-600 milljónum króna á ári í 30-40 markaðsverkefni á ári tengd sjávar- útvegi. Össur sagði fullan vilja til að „taka höndum saman með grein- inni og sveifla okkur saman í öflugt markaðsátak fyrir íslenskan sjávar- útveg“. Sú skoðun hans átti breiðan samhljóm meðal annarra sem tóku til máls á ráðstefnunni í gær. - shá Utanríkisráðherra segir brýna þörf á samvinnu um markaðsátak í sjávarútvegi: Stjórnvöld bjóða markaðsátak ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON SVÍÞJÓÐ Eftir að húseigendum í Stokkhólmi var gert að greiða gjald eftir þyngd heimilissorps fleygja fleiri en áður því í rusla- tunnur á almannafæri eða hjá nágrannanum. Einn poki fyllir tunnu á almannafæri, sem fyrir vikið nýtist ekki sem skyldi. Haft er eftir upplýsingafull- trúa Avfall Sverige á vef Metro að þetta sé í raun bara vandamál fyrst eftir að gjaldið er sett á. Menn átti sig fljótt á að gjaldið sé það lágt að ekki borgi sig að fara langar leiðir með ruslið. - ibs Gjald á heimilissorp: Ruslið í tunnu nágrannans Tryggja heitavatnsleiðsluna Orkuveitan hefur í vikunni unnið að viðgerð á bilunargjörnum kafla á heitavatnslögninni frá Deildartungu- hver. Vegna þessa hafa verið trufl- anir á heitavatnsmiðlun á Akranesi, í Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit. Jón Pálmi Pálsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir fagnaðarefni að heitavatns- lögnin sé treyst fyrir veturinn. ORKUMÁL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.