Fréttablaðið - 09.11.2012, Side 16
16 9. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR
R
íkjandi stefna menntamálayfirvalda um skóla án
aðgreiningar er enn á ný í brennidepli, að þessu sinni
vegna staðfestingar menntamálaráðuneytisins á ákvörð-
un skólastjórnenda í Klettaskóla í Reykjavík um að synja
þroskahömluðum dreng úr Kópavogi um skólavist.
Rökin fyrir þeirri synjun voru annars vegar að foreldrarnir hefðu
farið rangt að við umsóknina og átt að beina henni að eigin sveitar-
félagi, sem síðan hefði átt að semja við Reykjavíkurborg, og hins
vegar að drengurinn væri ekki
með nógu mikla þroskahömlun til
að uppfylla inntökuskilyrði skól-
ans. Seinni röksemdin er sú sem
hart hefur verið deilt um undan-
farin ár.
Stefnan um skóla án aðgrein-
ingar á sér um tuttugu ára sögu
og byggir meðal annars á baráttu
foreldra fatlaðra barna fyrir rétti þeirra til að njóta skólagöngu
í almennum skóla með jafnöldrum sínum og fá þar nauðsynlega
aðstoð, í stað þess að vera greind frá hinum í sérdeildum eða sér-
skólum. Hún er líka í samræmi við margvíslega mannréttindasátt-
mála, sem Ísland hefur undirritað.
Óhætt er að fullyrða að þessi stefna hefur gagnvart miklum
meirihluta nemenda með fötlun eða þroskafrávik skilað góðum
árangri. En það eru líka til dæmi um að hún hefur alls ekki virkað.
Foreldrar barna sem ekki hafa notið sín í almennum skóla, þrátt
fyrir ýmsa aðstoð, hafa deilt hart á stefnu menntamálayfirvalda,
meðal annars í viðtölum og greinum hér í Fréttablaðinu.
Þrátt fyrir stefnuna um skóla án aðgreiningar hafa sérskólar
áfram verið til. Fyrir nokkrum árum voru inntökuskilyrðin í Öskju-
hlíðarskóla, sem nú hefur runnið inn í Klettaskóla, þrengd þannig að
hann varð eingöngu fyrir mikið þroskaskert eða fjölfötluð börn. Það
er ekki sízt þessi breyting sem er gagnrýnd, á þeirri forsendu að
hún hafi búið til hóp sem líður illa í almennum skóla og einangrast
frá jafnöldrunum, en á þess heldur ekki kost að ganga í sérskóla.
Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, Samtaka for-
eldra grunnskólabarna í Reykjavík, skrifaði grein hér í blaðið fyrir
nokkrum vikum og benti á að foreldrar fatlaðra og þroskahamlaðra
barna létu yfirleitt á það reyna hvort barnið þeirra gæti gengið í
sinn heimaskóla. Þegar það gengi ekki vel, væri ekki um margt
að velja og það væru oftast þung spor að sækja um í sérskóla. Það
breytir ekki því að það er mat margra foreldra að það sé betri kost-
ur fyrir börn þeirra. Og yfirleitt eru það foreldrarnir sem vita hvað
er barni þeirra fyrir beztu. Það er að minnsta kosti sérkennilegt að
þrengt sé að valkostum þeirra með áðurgreindum hætti.
Kristín Guðmundsdóttir, foreldri fatlaðs barns, skrifaði í Frétta-
blaðið í fyrradag og spurði: „Fyrir hvern eða hverja er þessi stefna
og hversu langt má hún ganga?“
Það er gild spurning. Stefna menntamálayfirvalda á að sjálfsögðu
að vera að gera það sem hverju barni er fyrir beztu. Stefnan um
skóla án aðgreiningar hentar flestum, en ekki öllum. Góð stefna má
ekki verða kredda, sem gerir að verkum að foreldrar séu sviptir
valfrelsinu um skóla sem þeir telja henta þörfum barnanna sinna.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
HALLDÓR
Fjármál
Jóhann
Hauksson
upplýsingafulltrúi
ríkisstjórnarinnarTil sölu glæsilegt heilsárshús við Sogsbakka
í Gríms nes- og Grafnings hreppi. Eignin er á
6 þús fm eignarlandi á glæsilega kjarri vaxinni
lóð með góðu útsýni. Um er að ræða sumar -
hús sem er skráð 116 fm Stór sólpallur. Steypt
plata með hitalögn. Hitaveita, heitur pottur.
Stutt er til þekktra staða á Suðurlandi. Stutt
er í veiði, sundlaug, golfvöll, íþróttavöll og
fallegar gönguleiðir um svæðið .Innréttað
með Lúxus húsbúnaði og húsgögnum sem
getur selst með. Verð 34 millj.
Sjá nánar á eftirfarandi link:
http://www.privateaccommodation.is/lodges-resorts-in-iceland/sogs-
bakki-lodge/pictures/
Upplýsingar gefur
Þorgrímur s. 892-1270 og Ólafur s.866-0927
Ekki falskar væntingar
Stjórnarflokkarnir kynntu í maí
fjárfestingaáætlun fyrir árin 2013 til
2015. Til stóð að 39 milljarðar færu í
fjárfestingar á tímabilinu, þar af 16,4
á árinu 2013. Dagur B. Eggertsson,
varaformaður Samfylkingarinnar,
sagði í Kastljósi sama dag
að nú ríkti uppskerutími og
fast land væri undir fótum
varðandi fjármögnun. „Allir
þeir sem tala fyrir auknum
fjárfestingum eða nýjum
verkefnum eða framlögum til
rannsókna, eða hvað það nú
er, án þess að benda á
hvernig á að fjár-
magna það, eru í
raun að skapa falskar væntingar. Við
vildum ekki gera það.“
Væntingar ekki uppfylltar
Í gær var síðan tilkynnt hvernig fjár-
mununum yrði varið árið 2013. Á
þessum fimm og hálfa mánuði sem
liðinn er síðan áætlunin var kynnt
hefur fjármagnið fyrir það ár
dregist saman úr 16,4 í 10,3
milljarða. Væntingarnar voru þá
kannski hálffalskar?
Fordæmin fyrir hendi
Stjórnarflokkarnir eru því
búnir að koma
sér í þá stöðu
að í staðinn
fyrir að guma af tíu milljörðum í fjár-
festingar árið 2013, sem er nokkuð,
þurfa þeir að svara fyrir hvað varð
um hina sex sem var lofað. Hvað
framhaldið varðar ríkir óvissa, þar
sem kjörtímabilinu lýkur í vor. Þarna
hefðu menn getað lært af mis-
tökum Umhverfisvina. Ólafur
F. Magnússon tilkynnti fyrir
þeirra hönd að ná ætti 60
þúsund undirskriftum gegn
Fljótsdalsvirkjun. Þegar
45.386 var skilað, sem er
nokkuð afrek, þurfti að svara
fyrir þær sem vantaði
miðað við vænt-
ingarnar.
kolbeinn@frettabladid.is
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Sigríður Andersen, sem situr nú á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ýjar að því í
grein í Fréttablaðinu í gær að Jóhanna Sig-
urðardóttir forsætisráðherra hafi narrað
fjölda fólks til íbúðarkaupa síðustu mán-
uðina fyrir hrun. Sigríður segir að í lok
árs 2007 hafi viðskiptabankarnir verið
nær hættir að lána til íbúðakaupa vegna
aðsteðjandi þrenginga. „Þá beitti Jóhanna
Sigurðardóttir húsnæðismálaráðherra sér
hins vegar fyrir auknum útlánaheimildum
Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Hámarkslán ÍLS voru
hækkuð og slakað á kröfum um hámarks-
veðsetningarhlutfall. Útlán sjóðsins tóku
kipp við þessar aðgerðir,“ segir greinarhöf-
undur.
Ég vil kurteislega benda Sigríði á að
Landsdómur sakfelldi þáverandi forsætis-
ráðherra, Geir H. Haarde, á þessu ári fyrir
að halda ekki fundi með ríkisstjórninni
til að ræða alvarlega stöðu sem við blasti
þegar í febrúar árið 2008. Hann ræddi
málin áreiðanlega ekki við Jóhönnu sem
tók við af honum á stóli forsætisráðherra
og hefur haft forystu æ síðan um að endur-
reisa efnahagslífið. Hún hefur einnig haft
forgöngu um bætt verklag á vettvangi ríkis-
stjórnarinnar til þess að tryggja að mikil-
væg málefni ríkisins hafni ekki í höndum
innvígðra og innmúraðra.
Áður en Sigríður reynir aftur að koma
höggi á Jóhönnu ætti hún að lesa frétta-
tilkynningu forsætisráðuneytis Geirs H.
Haarde dagsetta í júní 2008: „Mjög hefur
hægt á veltu á fasteignamarkaði á yfir-
standandi ári. Fasteignamarkaðurinn er
mikilvægur hluti af hagkerfinu og veruleg
kólnun hans myndi magna efnahagssam-
drátt almennt og koma niður á íbúðarkaup-
endum og íbúðareigendum,“ segir þar.
Aðgerðirnar á miðju árinu 2008 voru
eins konar neyðarráðstöfun. Þær voru
ræddar í ríkisstjórn að frumkvæði þáver-
andi forsætisráðherra og Seðlabankinn
lagði blessun sína yfir þær. Þær fólust m.a.
í nýjum lánaflokkum Íbúðalánasjóðs til að
koma í veg fyrir að fasteignamarkaður-
inn botnfrysi. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs
hækkuðu úr 18 í 20 milljónir króna. Áður
hafði Jóhanna beitt sér fyrir því að lækka
90% lánshlutfall frá stjórnartíð Framsókn-
arflokks og Sjálfstæðisflokks niður í 80%.
Ógöngurnar nú má frekar rekja til þess
að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar-
flokkur afnámu félagslega íbúðakerfið og
húsbréfakerfið og settu íbúðalán á frjálsan
markað.
Það er ólán Sigríðar að hafa ekki kynnt
sér málið betur áður en hún reiddi til
höggs.
Sigríðarólánið
Val um sérskóla eða almennan skóla:
Góð stefna verði
ekki vond kredda