Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 9. nóvember 2012 17 Pawel Bartoszek Stærðfræðingur Í DAG Snúum vörn í sókn Undanfarin ár hafa verið erfið í opinberum rekstri þar sem nánast allir geirar hins opinbera hafa tekið á sig niðurskurð í kjöl- far efnahagshrunsins. Fram- haldsskólarnir hafa ekki verið undanskildir en þar voru miklar væntingar um aukið fjármagn eftir að ný framhaldsskólalög gengu í gildi árið 2008. Þeir fjár- munir skiluðu sér ekki heldur þurftu skólarnir að skera niður. Ofan á það bættist að fram- haldsskólarnir hafa tekið við fleiri nemendum en nokkru sinni fyrr undir merkjum átaksins Nám er vinnandi vegur þar sem atvinnuleitendum hefur verið boðið nám við hæfi. Þetta átak hefur þegar skilað mark verðum árangri og leiðir okkur von- andi nær því markmiði að hlut- fall þeirra sem hafa lokið námi í framhaldsskóla hækki og brott- fall minnki. Nú þegar við nálgumst jöfnuð í ríkisfjármálum eftir átak síð- ustu ára verður mögulegt að snúa vörn í sókn. Það á ekki síst við um menntakerfið sem þarf að byggja hægt og bítandi upp að nýju. Þess sér þegar stað í frumvarpi til fjáraukalaga þar sem gert er ráð fyrir aukafjár- veitingu til framhaldsskóla og enn fremur er gert ráð fyrir við- bótarfjármagni til framhalds- skóla fyrir aðra umræðu fjár- lagafrumvarps. Ég vona að þetta sýni að nú liggi leiðin upp á við. Allir hljóta að vera þakk látir framhaldsskólunum sem eins og önnur skólastig hafa staðið það mikla álagspróf sem undan- farin ár hafa verið. Á sama tíma og skorið hefur verið niður og nemendum fjölgað hefur líka verið unnin mikil þróunarvinna innan skólanna sem snýr að inn- leiðingu nýrra námskráa. Nýlegt samkomulag fjármálaráðuneytis og framhaldsskólakennara sem gerir ráð fyrir aukinni faglegri forystu kennara og þróunar- vinnu er lykilatriði til að þessi innleiðing gangi eftir. Þegar kjör íslenskra kennara eru borin saman við kjör starfssystkina þeirra í nágrannalöndum okkar komum við Íslendingar því miður ekki nægilega vel út. Kjör kenn- ara þarf að bæta og það þarf að haldast í hendur við aukið faglegt sjálfstæði þeirra enda kennarar lykillinn að allri skólaþróun. Það er von mín að framhalds- skólakennarar samþykki þetta samkomulag og það verði einn liður í að bæta kjör kennara og efla stöðu þeirra sem hlýtur að vera langtímamarkmið allra sem hafa áhuga á skólamálum. Menntamál Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningar- málaráðherra Nú þegar við nálgumst jöfnuð í ríkisfjármálum eftir átak síðustu ára verður mögulegt að snúa vörn í sókn. Við stöndum á tímamótum og horfum til framtíðar í íslensku samfélagi. Nú þurfum við að svara hvort við viljum áfram forræðis hyggju vinstri manna á öllum sviðum eða sjálfstæði og valfrelsi okkar sjálfra. Það er bjargföst skoðun mín að grunngildi sjálfstæðis- stefnunnar eigi nú sem aldrei fyrr brýnt erindi við fólkið í landinu, að stétt með stétt ásamt frumkvæði og frelsi einstaklinga til athafna verði í framtíðinni drifkraftur endureisnar íslensks samfélags. Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar og menntunar og forsenda þess að við getum tekið á fjárhags – og lánavanda heimila í landinu. Einfalt skattkerfi, valfrelsi í lánamálum, breytingar á verð tryggingu og afnám stimpilgjalda munu skipta okkur öll máli. Við verðum að skapa svigrúm fyrir einstaklinga og fyrirtæki til þess að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem felast í auðlindum, hugviti og framtaksemi þjóðarinnar – til handa bjartri framtíð með fjöl- breyttu og öflugu atvinnulífi á Íslandi. Ég býð mig fram til þess að vinna af heilindum og heiðar leika í anda sjálfstæðisstefnunnar með hagsmuni heimila og atvinnulífs að leiðarljósi og óska eftir stuðningi ykkar í 2. sæti í prófkjöri þann 10. nóvember n.k. Ragnheiður Ríkharðsdóttir 2.sæti Taktu þátt í prófkjörinu og nýttu atkvæðisrétt þinn Verið hjartanlega velkomin í kosningakaffi á kjördag að Hlíðarsmára 13, Kópavogi Opið hús frá kl. 10 til 17 Í spurningaspili sem ég spilaði sem krakki kom eftirfarandi spurning ítrekað upp úr bunk- anum: „Hvort sjá nashyrningar eða heyra betur?” Ég mundi aldrei hvort svarið var og giskaði alltaf rangt. Það tók mig heila menntagöngu að komast að þeirri (hrokafullu) niðurstöðu að það væri spurn- ingin sem væri vitlaus en ekki ég. Ég meina, hver ber saman heyrn og sjón? Dagleg umræða er full af nas- hyrningum sem heyra betur en þeir sjá. „Standa sig betur í stærð- fræði en íslensku“ var fyrirsögn á frétt í vikunni. Þar var fjallað um árangur nemenda í sam- ræmdum prófum. Meðaleinkunnir 7. bekkinga í stærðfræði voru víst orðnar hærri en meðaleinkunnir þeirra í íslensku. Sjöundubekkingar reikna því betur en þeir lesa, eða hvað? Það virðist snúið að bera saman þekkingu í íslensku og stærðfræði. Að gera það með því að líta á meðaleinkunnir í prófum er líklegast hæpið. Það er auðvelt að gera próf sem allir falla á. Það er líka hægt að gera próf sem flestir fá hátt í. Að meðaleinkunn í einu fagi sé alltaf hærri en í öðru getur sagt margt, til dæmis að kröfurnar séu ekki sambæri- legar eða prófin í öðru faginu of létt. En það segir ekki endilega að fólk sé „betra í öðru en hinu“. Aftur til dýraríkisins Kannski er hægt að bera saman sjón tveggja dýra. En hvernig á að bera saman tvö ólík skiln- ingarvit? Í nashyrningaspurn- ingunni hér að ofan var væntan- lega átt við „nashyrninga miðað við fólk“. Nashyrningar virðast sjá mun verr en fólk en heyra hins vegar vel. Í Trivial Pursuit þeirra nashyrninga væri spurn- ingunni „Hvort sér mannfólk eða heyrir betur?“ þannig svar- að með „fólk heyrir verr en það sér“. Í spurningaspilum annarra dýrategunda gæti þessu verið öfugt farið. Hér er ekki verið að halda því fram að það sé alltaf tilgangs- laust að „bera saman þekkingu“ því að í raun sé „allt afstætt“. Þótt það sé vissulega snúnara að bera saman enskukunnáttu tveggja einstaklinga en að bera saman þyngd þeirra, en það er ekki þar með sagt að við getum ekki lært neitt á því (eða grætt neitt á því) að reyna það. Með því að líta á alþjóðlegar kannanir eins og PISA má jafnvel færa rök fyrir fullyrðingum á borð við „íslenskir grunnskólanem- endur standa sig betur í lesskiln- ingi en í raunvísindum saman- borið við grunnskólanemendur annarra landa“. Slík niður staða getur verið mjög gagnleg. En ekkert af þessu er samt eins og að mæla þyngd, hæð eða líkams- hita. Einkunnir eru alltaf háðar mati, þótt menn kunni að nota tugakerfi til að tákna þær. Dregið frá fyrir viðleitni Í sumum krossaprófum eru dregin frá stig fyrir röng svör. Sú hugmyndafræði er stundum útskýrð á þann hátt að ef það væri ekki gert myndi api að jafn- aði fá meira en núll í slíku prófi. En hvað með það? Sá sem giskar handahófskennt á svör í 4-krossa fjölvalsprófi fær að meðaltali 2,5 – og fellur. Hvert er vandamálið? Krossapróf eru ekki spila- kassar og stig í þeim eru ekki eins og peningar. Gróðinn af prófstigum er ekki „línulegur“; smávægileg breyting á einkunn (t.d. úr 5,0 í 4,5) getur haft mikil áhrif á líf nemenda. Segjum nú að einhver svari helmingi spurninga á krossa- prófi og sé handviss um að þau svör séu rétt. Á sú manneskja að halda áfram ef hún er ekki jafn- viss um restina? Ef hún svarar nokkrum spurningum rangt á hún á hættu á að falla. Fall í námskeiði getur þýtt margvís- legt tjón, m.a. fjárhagslegt. Refs- ingin getur því verið mun meiri en þetta eina stig sem dregið er frá fyrir viðleitni. Refsistig fyrir ranga krossa bæta við ónauðsynlegri leikja- fræði inn í próftökuna, þau draga úr hvata nemenda til að gera sitt besta og þau refsa hinum áhættufælnu. Ég held að það væri betra ef menn hættu alfarið að draga frá fyrir röng svör. Kennarar sem vilja koma í veg fyrir að apar komist á blað í bóklegum prófum gætu þurft að nota aðrar aðferðir við námsmat. Nashyrningar í krossaprófi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.