Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.11.2012, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 09.11.2012, Qupperneq 18
18 9. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR Fjármögnun fjárfestingaáætlun-ar ríkisstjórnarinnar sem kynnt var sl. vor hefur nú verið tryggð, en áætlunin var sett fram með fyrir- vara um tekjur af veiðigjöldum og arði úr bönkum. Hvort tveggja hefur nú gengið eftir. Á næsta ári fara því alls 10,3 milljarðar króna á fjárlögum næsta árs í verkefni fjár- festingaáætlunar sem auka munu fjárfestingu og styðja við vaxandi atvinnugreinar til að skapa hagvöxt og ný störf. Veiðigjald í samgöngur og nýsköpun Í fjárfestingaáætlun er arð þjóðar- innar af fiskveiðiauðlindinni veitt til samgöngubóta um land allt. Þannig var hægt að flýta Norð- fjarðar- og Dýrafjarðar göngum og öðrum brýnum vegabótum og leggja aukið fé til hjólreiða á samgönguáætlun, svo fátt eitt sé talið. Háskóla- og atvinnulíf fram- tíðarinnar var jafnframt stór- eflt með auknu fé til rannsókna- sjóðs og tækniþróunarsjóðs, auk mark áætlana sem beinast að sér- stökum áherslusviðum í vísinda- og atvinnumálum. Alls verða fram- lög til þessara þátta 3,8 milljarðar á næsta ári. Hinar skapandi greinar Önnur verkefni á fjárfestinga- áætlun eru fjármögnuð með arði úr bönkum. Framlög í Kvikmynda- sjóð Íslands verða hækkuð úr 530 í 1.000 m.kr. á ári. Þetta hefur margföldunar áhrif því fyrir hverja krónu sem þar er lögð fram sækja kvikmyndagerðarmenn um þrjár til viðbótar í verkefni sín erlendis frá. Jafnframt verður komið á fót verkefnasjóði skapandi greina sem styrkja mun hönnun og myndlist auk þess sem framlög til tónlistar og bókmennta verða aukin en alls munu 250 m.kr. árlega renna í verk- efnasjóði skapandi greina. Græna hagkerfið Til að fylgja eftir tillögum sem Alþingi sameinaðist um til eflingar grænu atvinnulífi á Íslandi verður varið 3,5 milljörðum næstu þrjú ár og þar af um milljarði á næsta ári. Mikil sóknarfæri eru á þessu sviði og til að örva fjárfestingar verð- ur settur á laggirnar grænn fjár- festingasjóður sem fjárfesta mun í fyrir tækjum í umhverfisvænni starfsemi. Hann fær milljarð í stofnfé úr ríkissjóði en stefnt er að því að þrír fjórðu hlutar stofnfjár komi annars staðar frá. Græn skref ríkisstofnana, stuðningur og hvati til að grænka fyrirtæki og verkefni á sviði orkuskipta fá einnig fram- lög til að auka samkeppnishæfni Íslands með umhverfislausnum. Efling innviða í ferðamannaþjónustu Sérstök áhersla er á að styðja við uppbyggingu ferðaþjónustu um landið. Veittar verða 500 milljónir til viðbótar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða næstu þrjú árin auk þess sem gert verður sérstakt átak í að byggja upp innviði þjóð- garða og viðkvæmra náttúrusvæða fyrir andvirði 250 m.kr. á ári. Þá er ráðgert að reisa Kirkjubæjarstofu, sem verður anddyri að Vatnajökuls- þjóðgarði. Hús íslenskra fræða verður hús yfir handritin okkar sem geta orðið svipað aðdráttar- afl og önnur fegurstu listaverk heimsins og peningar verða settir í að koma á fót langþráðri náttúru- minjasýningu. Þá er tryggt fé til endurnýjunar á nýjum Herjólfi og endurbóta í Landeyjahöfn en allt eru þetta einnig dæmi um ferða- þjónustutengdar fjárfestingar. Úr vörn í sókn með framtíðarsýn Fjárfestingaáætlun er hluti af efnahagsstefnu ríkisstjórn- arinnar. Hún miðar að því að auka fjárfestingar og draga úr atvinnu- leysi. Hún felur einnig í sér nýja og skýra atvinnupólitík. Hún byggir á þekkingu og hugvits- greinum. Hún er skapandi og hún er græn. Því fer hins vegar fjarri að ríkisstjórnin eigi fjárfest- ingaáætlunina ein. Þvert á móti byggir hún á vandaðri og viða- mikilli stefnumótun sem hundruð Íslendinga um land allt hafa komið að í gegnum Sóknaráætlun fyrir Ísland, þjóðfundi hennar og sér- fræðivinnu. Fjárfestingaáætlun er því sameign okkar allra, til marks um nýja tíma og nýja framtíðar- sýn og þann metnað og kraft sem við viljum að einkenni næstu ár á Íslandi. Fjárfestingaáætlun á fjárlög Grunnur verðmæta sköpunar samfélagsins er lagður í vel- ferðarkerfinu. Hvort sem við lítum til menntunar unga fólksins, rannsóknar í háskólum, eða að- stoðar við þá sem hafa orðið fyrir áföllum, þá gegnir velferðar kerfið lykilhlutverki til að skapa gott samfélag. Fólk vill búa og starfa þar sem velferðarkerfið er sterkt. Sterkt samfélag Við jafnaðarmenn höfum bent á að þau samfélög sem byggð eru á sameiginlegri ábyrgð allra á vel- ferð almennings, hvort sem litið er til almennrar menntunar, jafn- vægis í tekjum og eignum, eða uppbyggingar innviða eru jafn- framt þau samfélög sem reynast hvað samkeppnishæfust á alþjóð- legum vettvangi. Þannig farnast þeim ríkjum best, sem geta búið þegnum sínum öryggi og velferð. Þar sem jöfn- uður er ríkjandi meðal íbúa eru félagsleg vandamál færri, ofbeldi er minna, félagslegur hreyfan- leiki er meiri og almennt heilsu- far og lífslíkur mun betri. Sam- heldni og samstaða íbúa er meiri. Hlífum tekjulágum Við endurreisn ríkissjóðs hafa jafnaðarmenn freistað þess að stíga varlega til jarðar gagnvart þeim sem hafa úr minni fjár- munum að spila en leitað til þeirra sem hafa breiðustu bökin. Þannig leiddu breytingar á tekjuskatti einstaklinga til þess að tekju- skattur lækkaði hjá 60% einstak- linga – þeirra sem eru með lægri tekjurnar. Alls greiða 85 þúsund manns lægra hlutfall af tekjum sínum í skatt árið 2010 en árið 2008. Þannig höfum við stefnt að auknum jöfnuði. Velferðarkerfið verður ekki sterkt nema til komi verðmæta- sköpun í samfélaginu. En gleym- um því ekki að sterkt atvinnu- líf byggir á öflugu menntakerfi, heilbrigðiskerfi og almannatrygg- ingum. Samfélag jafnaðar treystir á velferðarkerfið. Þangað sækjum við sterkan mannauð sem skapar verðmætin. Verðmætin í velferðinni Fjárfestingar Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra Dagur B. Eggertsson varaformaður Samfylkingarinnar Verkefni fjármögnuð með veiðigjaldi og leigutekjum skv. fjárlagafrumvarpi 2013 4.200 Samgönguframkvæmdir, aukning .............................................................................................................2.500 Rannsóknar- og tækniþróunarsjóður, aukning ........................................................................................1.300 Sóknaráætlun landshluta* .............................................................................................................................. 400 Ný verkefni fjármögnuð með arðgreiðslum við 2. umr. fjárlagafrumvarps 6.130 Fasteignir 3.430 Fangelsi .......................................................................................................................................................... 1.000 Hús íslenskra fræða ........................................................................................................................................ 800 Herjólfur/Landeyjahöfn ................................................................................................................................. 640 Náttúruminjasafn/sýning .............................................................................................................................. 500 Kirkjubæjarstofa ............................................................................................................................................. 290 Húsverndarsjóður, aukning .......................................................................................................................... 200 Græna hagkerfið 1.030 Grænn fjárfestingasjóður, nýtt ..................................................................................................................... 500 Græna hagkerfið og grænkun fyrirtækja, nýtt .......................................................................................... 280 Græn skref og vistvæn innkaup, nýtt .......................................................................................................... 150 Grænar fjárfestingar, nýtt ............................................................................................................................... 50 Orkuskipti í skipum, nýtt ................................................................................................................................. 50 Skapandi greinar 920 Kvikmyndasjóður, aukning ............................................................................................................................ 470 Verkefnasjóðir skapandi greina, nýtt ........................................................................................................... 250 Netríkið Ísland, aukning ................................................................................................................................ 200 Ferðaþjónusta 750 Uppbygging ferðamannastaða, aukning ...................................................................................................... 500 Innviðir friðlýstra svæða, nýtt ...................................................................................................................... 250 Samtals 10.330 Samfélagsmál Magnús Orri Schram alþingismaður Allir eru sammála um mikilvægi öflugrar menntunar fyrir verð- mætasköpun og lífskjör. Því skýtur það skökku við að stjórnvöld skuli ítrekað fara þá leið, þvert á ráðlegg- ingar sérfræðinga, að skera niður fjárframlög til háskóla. Í nýlegri könnun SI meðal 400 fyrirtækja eru sterkar vísbend- ingar um að atvinnulífið muni árlega skorta um 1.000 raunvís- inda-, tækni- og verkfræðimennt- aða starfsmenn næstu árin. Niður- skurður til háskóla, sérstaklega til tæknimenntunar á háskólastigi, dregur þannig verulega úr getu atvinnulífsins til að skapa hagvöxt og störf. Tilfærsla fjármögnunar sem gengur þvert gegn þörfum atvinnu- lífsins, þ.e. frá tækninámi og frá Háskólanum í Reykjavík, sem menntar tvo af hverjum þremur sem ljúka tæknimenntun á háskóla- stigi, til annarra námsbrauta og annarra háskóla, eykur á vandann. Þegar ráðist var í niðurskurð í kjölfar kreppunnar var engin breyt- ing gerð á háskólakerfinu eða stefna mörkuð um hvaða þættir væru mik- ilvægastir í háskóla starfinu. Afleið- ingin var niðurskurður án sam- hengis og markmiða sem leitt hefur til alvarlegrar mismununar í fjár- framlögum til háskólanna. Í ljósi þess hversu mikil vægur Háskólinn í Reykjavík er fyrir atvinnulífið, sér í lagi á sviði tæknimenntunar þar sem þörfin er brýnust, er með ólíkindum að einna mest hafi hlutfallslega verið skorið niður í framlögum til HR. Niður- skurðurinn til HR er rúmlega 17% á sama tíma og niðurskurður til HÍ er ekki nema tæpt prósent og fram- lag á hvern ársnema hefur minnk- að um 12% hjá HR en um 6% hjá HÍ og var samt lægra fyrir. Þessi munur er gríðarlega mikill og langt umfram það sem getur talist eðli- legt. Mesti niðurskurður til háskóla sem útskrifar flesta tækni- menntaða samræmist illa stefnu um að hér eigi að byggja upp öflugan tækni- og hugverkaiðnað. Skortur á tæknimenntuðu starfs- fólki hamlar vexti atvinnulífs á Íslandi, verðmætasköpun og hag- vexti. Til að snúa þeirri þróun við þarf að vinna markvisst að því að efla tæknimenntun í stað þess að veikja hana. Samtök iðnaðarins skora á stjórnvöld og Alþingi að snúa við ósanngjarnri og óskynsam- legri þróun og fjármagna HR svo skólinn geti haldið áfram að styðja við eflingu atvinnulífs með mennt- un, rannsóknum og nýsköpun. Hagvexti hamlað með niðurskurði til háskóla Ráðstefna um eflingu lýðræðis á Íslandi í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 10. nóvember 2012 klukkan 10 til 15. 09.30 til 10:00: Stúlknakórinn Graduale Nobili syngur nokkur lög 10.00 til 12.00: Ráðstefnustjórar: Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis og Kristinn Már Ársælsson, stjórnarmaður í Öldu: Ráðstefna og dagskrá kynnt Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra: Lýðræði á nýrri öld: Valdið til fólksins Melissa Mark-Viverito, borgarfulltrúi í New York, og Donata Secondo, verkefnisstjóri The Participatory Budgeting Project: Fjárhagsáætlunargerð með þátttöku íbúa í New York 12:00 til 12.30 Matarhlé 12.30 til 13.15: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, borgarritari: Íbúalýðræði í Reykjavík Jón Gnarr, borgarstjóri: Betri Reykjavík og beint lýðræði 13.15 til 14.50: Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna: Börn mega gagnrýna skólann! Unnur Helgadóttir og Ásta Margrét Helgadóttir, ungmenni frá Ráðgjafarhópi umboðsmanns barna: Maður þarf ekki að vera orðinn 18 til að hafa skoðun! Martin Østerdal, framkvæmdarstjóri LNU, Landsrådet for norske barne- og ungdomsorganisasjoner: Þátttaka barna og kosningar – kosningaaldur og leiðir ungmenna til þátttöku í lýðræðislegu samfélagi 14.50 til 15.00 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra: Lokaorð Ráðstefnan er öllum opin, ókeypis og aðgengileg. Rit og táknmalstúlkun og túlkun erlendra fyrirlesara. Bein útsending: Fjölmiðladeild Flensborgarskólans tekur upp og sendir út dagskrá ráðstefnunnar frá vefsvæði sínu: www.gaflari.is Nánari upplýsingar á vefsíðum Innanríkisráðuneytisins: irr.is, umboðsmanns barna: barn.is, Reykjavíkurborgar: reykjavik.is og Öldu: alda.is. HVAÐ SÝNIR MYNDIN Í SPEGLINUM? Frábær bók eftir Ragnheiði Gests- dóttur sem hlotið hefur Norrænu barnabóka- verðlaunin. KRISTJANA GUÐBRANDSDÓTTIR, DV Menntamál Svana Helen Björnsdóttir formaður SI Framlög til verkefna innan fjárfestingaáætlunar árið 2013 (m.kr.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.