Fréttablaðið - 09.11.2012, Page 25

Fréttablaðið - 09.11.2012, Page 25
Kynningarblað Netpöntun, netkveðjur, kort frá stíðsárunum, fjölskyldumyndatökur og jólakort Obama. JÓLA ORT FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2012 &LJÓSMYNDUN Við bjóðum upp á margar gerðir jólakorta, dagatöl, ljósmyndabækur og fleira sem viðskiptavinurinn velur sjálf- ur og setur saman gegnum forritið okkar Pixel designer. Þá tökum við á móti ljósmyndabókum og jóla- kortum sem fólk hefur sett saman í forritinu iPhoto. Einnig er hægt að koma til okkar í Brautarholtið og við setj- um upp jólakortin fyrir viðskipta- vini,“ segir Ingi Hlynur Sævarsson hjá Pixel prentþjónustu. „Umslög fylgja öllum jólakort- um og við bjóðum einnig upp á umslög árituð með nafni. Þá er hægt að senda okkur nafna- listann í Excel-skjali í tölvupósti og við prentum utan á umslög- in nafn viðtakanda og heimilis- fang. Þá þarf ekkert að gera nema smella kortunum í umslag og drífa í póst.“ Pixel designer-forritið er þægilegt og einfalt í notkun Forritið er hægt að sækja frítt á heimsíðu okkar, www.pixel.is. Það er einfalt í notkun, hægt er að hlaða niður útgáfum hvort sem er fyrir PC eða MAC og leiðbeining- um um notkun þess í pdf-skjali. „Pixel designer-forritið hefur verið gífurlega vinsælt þau þrjú ár sem við höfum verið með það. Nú er komin ný uppfærsla sem býður viðskiptavinum upp á skemmti- lega tengingu við Flickr og Face- book þar sem meðal annars er hægt að nálgast myndir á þægi- legan hátt. Þó forritið sé mjög einfalt í notkun þá eru allir hér boðnir og búnir að aðstoða fólk og um að gera að hringja í okkur ef fólk lendir í vandræðum,“ segir Hlynur. Styrkja gott málefni Í ár styrkir Pixel Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna með sölu sérstakra jólakorta. „Sú hugmynd kom upp hér hjá starfsmanni að fyrirtækið styrkti eitthvert gott málefni fyrir jólin,“ segir Hlynur. Með kaupum á SKB jólakorti styrkir kaupandi SKB um 15 krónur, Pixel leggur einn- ig til 15 krónur og þannig renna 30 krónur af hverju korti óskipt- ar til SKB. Styrktarkortið er að finna inni í forritinu Pixel design- er undir heitinu SKB. „Fólk þarf bara að hlaða niður forritinu en þar er að finna allar tegundir og stærðir jólakorta. Til að styrkja félagið þarf svo að velja kort sem heitir SKB.“ Tilbúin í jólaösina „Hjá okkur vinna þrettán manns, allt faglært fólk; prentsmiðir, prentarar og bókbindarar. Við erum komin í jólaskapið og tilbú- in fyrir jólaösina,“ segir Hlynur. „Afhendingartíminn hjá okkur er 3-5 dagar og það er alltaf mikið að gera hjá okkur fyrir jólin. Þó finnst mér fólk hafa verið fyrr á ferðinni síðustu ár með jólakortin en oft áður. Það verða þó alltaf einhverj- ir sem koma á Þorláksmessu með jólakortapöntunina og þá reynum við auðvitað að bjarga því. Í nóvember bjóðum við upp á 15% afslátt af öllum vörum úr Pixel designer. Þar á meðal er boðið upp á jólakort með um- slagi frá 98 krónum stykkið með afslætti. Hið eina sem fólk þarf að athuga er að slá inn afsláttar- kóðann JOL2012 þegar pöntun er framkvæmd í Pixel designer.“ Styrkja gott málefni Starfsfólk Pixel komið í jólaskapið og tilbúið fyrir jólaösina. Undirbúningur jólanna hefst hjá Pixel prentþjónustu í Brautarholti 10-14 sem býður upp á alhliða prentþjónustu. Öflugur hópur starfsmanna Pixel prentþjónustu er kominn í jólaskapið og tilbúinn fyrir jólaösina. MYND/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.