Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.11.2012, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 09.11.2012, Qupperneq 26
KYNNING − AUGLÝSINGJólakort & ljósmyndun FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512-5432 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Síðustu jól sáum við algera sprengingu í jólakortum, dagatölum, ljósmyndabók- um og strigaprentun á netinu. Þá voru flestir viðskiptavinir að vinna þetta á kvöldin og næturn- ar, enda er það oft eini tíminn sem fólk hefur,“ segir Bergur Gísla- son, eigandi verslunarinnar Ljós- myndavörur. Pantaðu á netinu – framkollun. ljosmyndavorur.is „Mjög einfalt og skemmtilegt er að gera jólakort, dagatöl, bolla, boli og púsluspil á vefnum okkar www. framkollun.ljosmyndavorur.is. Það er leikur einn að setja inn sinn eigin texta á jólakortin og hægt er að velja um fjölmargar gerðir jólakorta. Þegar kortin eru unnin á vefnum getur þú unnið með myndina, fært hana til, dregið að og svo framvegis. Svo sérðu próf- örk áður en þú lýkur pöntuninni þannig að þú veist strax hvernig kortið þitt lítur út. Öll kort á jóla- kortavefnum eru einföld. Einn- ig er hægt að gera strigamyndir á vefnum ásamt öllum venjuleg- um ljósmyndum og stækkunum á ódýran og einfaldan hátt. Fljótlega verður líka hægt að gera iPhone- og iPad-hulstur með þinni eigin mynd þar.“ Fyrir þá sem vilja hefðbund- in tvöföld jólakort, þar sem ljós- mynd er smeygt inn í kortið, þá eru á aðalsíðu Ljosmyndavorur.is sýnishorn af þeim tvöföldu kort- um sem boðið er upp á. Þau kort er líka hægt að panta með tölvupósti. Leiðbeiningar um það er að finna í texta við kortin á heimasíðunni. „Þá bjóðum við frábært verð á ódýrum ljósmyndabókum kiljur/ softcover í frábærum myndgæð- um – frá 1.300 krónur bókin. Þær er mjög einfalt að gera, þú hleð- ur niður forriti af heimasíðunni okkar og forritið leiðir þig áfram til að fylla bókina. Hægt er að velja margs konar útlit og uppsetningu. Þegar bókin er orðin eins og þú vilt hafa hana kemur þú til okkar með skjalið á USB-lykli, minn- iskorti, geisladiski eða einhverju slíku. Það er hægt að senda þetta í tölvupósti, en skjölin eru oft of stór fyrir fólk til að senda frá sér. Þessum bókum hefur verið gríðar- lega vel tekið, enda varla hægt að finna jólagjöf sem er jafn ódýr og skemmtileg.“ Sprenging í netpöntun Það er leikur einn að panta jólakort, dagatöl, bolla, boli og púsluspil á Ljosmyndavorur.is. Svanhildi Bogadóttur borg-arskjalaverði datt í hug að fá fólk til að afhenda gömul jólakort til varðveislu í stað þess að henda þeim. „Hugmyndin kvikn- aði á milli jóla og nýárs árið 1998. Ég var heima að hlusta á útvarpið en þar fór fram umræða um hvað ætti að gera við jólakort þegar jólin væru búin. Hringt var í þáttinn frá Sorpu og bent á endurvinnslu hjá þeim. Mér fannst synd að fólk væri að farga kortunum og hafði því samband og benti fólki á að koma með kortin í Borgarskjalasafn- ið, jafnt nýrri og eldri. Við fengum mjög jákvæð viðbrögð og hingað komu heilu jólakortasöfnin,“ segir Svanhildur. „Í ljós kom að til voru safnarar sem höfðu raðað kortunum fallega í möppur. Einnig komu einstakling- ar með kort úr búi foreldra sinna sem náðu oft yfir heilu áratugina. Þannig eignuðumst við kortasöfn allt aftur til aldamótanna 1900. Það virðist hafa verið afar algengt að fólk hafi geymt jólakortin,“ segir Svanhildur enn fremur og bendir á að þessi kort séu ómetanleg. Borgarskjalasafnið er ekkert að fela þessi kort því í desember ár hvert er haldin sýning á kortum í eigu safnsins auk þess sem þau eru í boði á netinu. „Við opnum aðventusýningu 3. desember hér í Tryggvagötu 15 á 3. hæð. Auk þess erum við með jólakortavef sem hefur verið notaður alveg ótrúlega mikið. Fólk er þegar farið að skoða kortin en við sjáum stöðuga aukn- ingu allt fram að jólum. Send hafa verið um og yfir 100 þúsund kort á netinu undanfarin ár en slóðin er Borgarskjalasafn.is/jolakort.“ Svanhildur segir að jólakortavef- urinn hafi orðið til fyrir níu árum. „Við erum bæði með jóla- og nýárs- kort á netinu og setjum ný inn fyrir hver jól, um 25-30 tegundir hverju sinni og frekar þessi eldri og sjald- gæfari. Gömlu jólakortin lýsa mikl- um tilfinningum. Fyrstu kortin voru prentuð erlendis og voru með danskri jólakveðju en um 1910 er farið að prenta þau hér á landi.“ Svanhildur er þess fullviss að þróunin sé í þá veru að senda raf- ræna jólakveðju. „Við bjóðum upp á fastmótaðar kveðjur á yfir tuttugu tungumálum en viljum leggja áherslu á að fólk skrifi eitt- hvað meira persónulegt. Það er svo skemmtilegt að setjast niður á aðfangadagskvöld og lesa fallega kveðju frá fólki sem maður hefur ekki hitt lengi,“ segir Svanhildur. Gömul, íslensk jóla - kort vinsæl á netinu Um eitt hundrað þúsund jólakort fóru rafrænt um víða veröld frá Borgarskjalasafni Reykjavíkur um síðustu jól. Mikil aukning hefur orðið á sendingu slíkra korta. Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður fékk þá hugmynd að safna gömlum jólakortum sem nú koma að góðum notum. Það er hægt að setja upp og panta allan sólarhringin og nota margir kvöld og nætur þegar annríkið er mikið í desember.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.