Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 32
6 • LÍFIÐ 9. NÓVEMBER 2012
Hollt að ögra vananum
Nú hættir þú að vinna sem fast-
ráðinn leikari hjá Þjóðleikhúsinu í
fyrra eftir átján ára starfsferil. Hvað
tók við í kjölfarið? Frelsi, samt hef
ég sjaldan haft jafn mikið að gera.
Hvernig fannst þér að takast á við
breytingarnar sem fylgdu því að
hætta hjá Þjóðleikhúsinu eftir svo
langan tíma? Ég lít ekki svo á að ég
sé hætt fyrir lífstíð hjá Þjóðleikhúsinu.
Ég er bara ekki lengur fastráðin þar
og á eflaust eftir að vinna þar fljótlega
aftur, en þá sem verkefnaráðin. Átján
ár er langur tími og ég hafði aldrei
hugsað mér að vinna alla ævi á sama
stað. En árin flugu og mér krossbrá
þegar ég áttaði mig á því hversu
lengi ég hafði starfað á sama stað.
Ég er mjög þakklát fyrir þessi átján
ár í Þjóðleikhúsinu þar sem ég fékk
að þroska mig og þróa sem leikari.
Ég var mjög lánsöm með hlutverk og
hef verið í gegnum tíðina. Það er gott
að vinna þar en leikhúsið þarf að hafa
hreyfingu á listamönnum og það er
hollt okkur öllum að breyta til, brjóta
upp mynstur og þægindaramma, ögra
vananum og leita á nýjar slóðir. Samt
er ég einnig þeirrar skoðunar að leik-
hús á að hafa sinn kjarna af fastráðn-
um leikurum. Það hentar mér hins
vegar mun betur núna að vera laus-
ráðin. Mig hefur langað til þess í mörg
ár svo það var ekki dramatískt fyrir
mig að breyta til.
Leyfir sér að njóta
Þú ert stórglæsileg kona. Hvernig
heldur þú þér í formi líkamlega og
andlega? Ég hef lært það í gegnum
tíðina að leyfa mér að borða það sem
Það er svo satt
sem sagt er að
ef einn gluggi
lokast þá
opnast annar.
Ég á við, að
þora að hugsa
og stíga út fyrir
rammann.
ELVA ÓSK ÓLAFSDÓTTIR
ALDUR: Mér finnst ég alltaf vera á besta aldrinum.
HJÚSKAPARSTAÐA: Er í sambandi.
BÖRN: Agnes Björt Andradóttir og Benedikt Andrason.
STARF: Leikari.
ÁHUGAMÁL: Fólk, náttúra, skotveiði og fleira.
FYRIRMYNDIR: Á enga fyrirmynd en samferðafólk og fjölskylda hefur í gegnum
tíðina að sjálfsögðu haft áhrif á mig.
HVAÐ SÉRÐU ÞIG EFTIR 5 ÁR: Get engan veginn séð það þegar ég veit varla um
morgundaginn.
Lítið hefur borið á þér að undan-
förnu. Hvar hefur þú haldið þig?
Ég hef verið aðallega hér heima. En
ég hef ferðast mikið og þá aðallega
með Vesturporti. Fór meðal annars
til Norilsk í Síberíu sem var ótrúleg
upplifun. Ég átti annasamt sumar
og frumsýndi „Gestaboð Hallgerð-
ar“ eftir Hlín Agnarsdóttur um miðj-
an júlí og sýndi það á Hvolsvelli þar
til fyrir stuttu. Við tökum smá pásu
frá þeirri sýningu en höldum áfram
á nýju ári. Ég var að æfa í septem-
ber nýtt leikrit eftir Jón Atla Jónas-
son sem heitir „Nóttin nærist á deg-
inum“ sem fer aftur í æfingu um ára-
mót og verður frumsýnt í lok janúar í
Borgarleikhúsinu.
Líður vel með vinnufélögunum
Hvað tekst þú á við í dag þegar
kemur að leiklistinni? Ég var að
frumsýna „Bastarða“ í Borgarleik-
húsinu fyrir stuttu og leik þar Na-
talíu sem er mjög undirgefin kona.
Hún fær sem betur fer smá upp-
reisn æru í lokin. Leikhópurinn sam-
anstendur af yndislegu fólki sem ég
hef oft unnið með. Ég hef unnið svo-
lítið með Vesturporti og það er alveg
einstaklega gott. Gísli (Örn Garð-
arsson) kemur með einhvern nýjan
tón og starfsaðferðir inn í leikhúsið
sem mér finnst mjög góðar. Það er
langt síðan ég hef unnið í Borgó og
finnst gaman að koma þangað aftur.
Þessa dagana er ég einnig að leika
draug í nýrri mynd eftir Ágúst Guð-
mundsson sem heitir „Ófeigur geng-
ur aftur“ og er rómantísk gaman- og
draugamynd.
Elvu Óskar
10.00
Nú er ég ekki að æfa í bili, þá get ég leyft mér að vakna ekki
fyrr en klukkan 10. Ég var að vinna frameftir í gær. Fæ mér
alveg svakalega hollt búst sem jaðrar við að vera ógeðisdrykkur því ég
asnaðist til að sulla allskyns meiri hollustu út í hann, sem ég geri ekki
aftur. Kíki í blöðin og tölvuna.
11.00 Skelli mér í ræktina og nota tímann á brettinu og les handrit sem ég átti eftir að lesa. Tíminn flýgur.
12.00 Á stefnumót við vinkonu í hádeginu sem ég hef ekki hitt lengi. Fæ mér rótsterka núðlusúpu á Núðlu-station á Skólavörðu-
stíg. Þriggja klúta súpa og kvefið farið.
13.30 Á að mæta klukkan tvö að lesa inn á auglýsingu, hef tíma til að skreppa og versla áður.
14.30
Er komin heim, hendi í vél og tek út úr uppvöskunarvélinni,
hringi á meðan og tala við systur mína. Skæpa aðeins við
kærastann sem er vaknaður í Florida.
17.00
Mæti svo á fund klukkan fimm með vinkonum mínum í Heimil-
istónum. Framtíð hljómsveitarinnar skeggrædd.
18.45 Kem heim rétt fyrir kvöldmat, elda og er svo mætt upp í leik-hús rétt fyrir klukkan sjö.
22.30 Er í vinnunni til hálf ellefu. Fer heim, spjalla við heimilisfólk-ið ef einhver er heima, kíki í tölvuna, horfi svo kannski á eitt-
hvað í sjónvarpinu og væflast eitthvað fram yfir miðnætti.
ÁSTRÍÐUFULL LEIKKONA
Lífið hitti Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu yfir kaffibolla og komst að því að hún er veiðimaður í húð og hár
sem nýtur lífsins að fullu, er sátt og sannarlega ástríðufull þegar kemur að leiklistinni.
Öflugt gegn
blöðrubólgu
ROSEBERRY
Sterk þrívirk trönuberjablanda
2-3 töflur fyrir svefn
Fæst í apótekum, heilsubúðum og
í heilsuhillum stórmarkaðanna
www.gengurvel.is
Höfuðhandklæðin frá Sif
eru saumuð úr gæðabómull.
Létt og þægileg í notkun
og henta jafnt síðu sem stuttu
hári og dömum á öllum aldri.
Fáanleg í 10 litum
Nánar um sölustaði
á facebook