Fréttablaðið - 09.11.2012, Page 33

Fréttablaðið - 09.11.2012, Page 33
LÍFIÐ 9. NÓVEMBER 2012 • 7 mig langar í því ég er algjör nautna- seggur, en allt er gott í hófi. Ég nenni ekki að vera í endalausri megrun. Ef ég bæti á mig þá tek ég á því með til dæmis minni skömmtum og meiri hreyfingu. Ég fer í ræktina þegar ég hef tíma, svo hugsa ég vel um að borða hollan mat. Ég hef forðast unnar vörur og brauð í mörg ár þótt það komi auðvitað fyrir að það fari inn fyrir mínar varir. Ég sef út þegar ég get. Það sama gildir um andlegu hliðina. Ég nærist á því að ræða hin ýmsu málefni við vini mína, lesa og skoða, ganga úti í náttúrunni og næra andann. Engin megrun þar heldur. Ef þú lítur um öxl, hvaða hlutverk eru þér kær? Mér hefur alltaf fundist það hlutverk sem ég er að fást við þá stundina, vera mér kært. Í leikhúsinu eru mér minnisstæðust þau hlutverk sem eru vel skrifuð og þar af leið- andi gaman að vinna, til dæmis Nóra í Brúðuheimilinu eftir Ibsen. Miklu skiptir líka hópurinn sem stend- ur að sýningunni. Ég hef alltaf verið svo lánsöm að vinna með eðalfólki, skemmtilegu og skapandi, svo ég á ansi erfitt með að gera upp á milli. Gæði leikara á Íslandi mikil Hvernig er að starfa sem leikkona á Íslandi? Hverjar eru neikvæðu og jákvæðu hliðarnar sem við áhorf- endur þekkjum ekki til? Það er mjög gott að vera leikari hér miðað við til dæmis í Bretlandi þar sem allir eru lausráðnir og atvinnuleysið gríð- arlega mikið. Hér geta leikarar unnið í leikhúsi, kvikmyndum, sjónvarpi, tal- MYND/VALLI Framhald á síðu 8 Elva Ósk er mikið náttúrubarn og svo er hún veiðimaður sem kemur skemmtilega á óvart. AUSTURSTRÆTI 8–10 SÍMI 534 0005 OPIÐ ALLA DAGA 7 ÁRA 7 ÁRA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.