Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 34
8 • LÍFIÐ 9. NÓVEMBER 2012 sett myndir, leikið í útvarpsleikritum, lesið inn á auglýsingar og svo fram- vegis. Leikarar í öðrum löndum eru oftast fastir við eitthvað eitt, eins og talsetningu eða eingöngu leik í sjón- varpi, svo eitthvað sé nefnt. Þannig að við fáum þjálfun í svo mörgu. Svo er það neikvæða: Hér er líka atvinnu- leysi mikið hjá leikurum. Við búum í svo litlu landi að markaðurinn er lít- ill og þar af leiðandi ekki miklar pen- ingaupphæðir fyrir störf sem erlendir leikarar fá formúu fyrir á stærra mark- aðssvæði. Gæði leikara hér heima eru mikil. Við eigum fullt af frábærum listamönnum. Ég held ég geti fullyrt að ekkert okkar er í þessu út af laun- unum, heldur er þetta hrein ástríða. Spilar á bassa með skotvopnaleyfi Áttu þér áhugamál sem þú sinnir fyrir utan leiklistina? Já, ég fer heil- mikið út í náttúruna. Ég er búin að vera með skotvopna- og veiðileyfi í fjögur ár og ég elska að fara á veið- ar. Útiveran gefur mér mikið og svo er það auðvitað bónus ef eitthvað veiðist. Ég hef svo gaman af þessu að ég gæti hugsað mér að gera þetta daglega. Eins með hljómsveit- ina Heimilistóna. Ég er bassaleikari og elska að spila tónlist með þeim. Vandamálið er bara það að sjaldan gefst tími til að hittast. Svo eru mörg önnur áhugamál sem ég á eftir að gefa mér tíma í seinna. Að lokum, þitt mottó í lífinu? Þora að lifa lífinu á mínum forsendum og vera hamingjusöm. Hvað áttu við með að þora? Hafa kjark til að brjóta upp mynstur, hvort sem það tengist vinnu, búsetu og fleiru. Það er svo satt sem sagt er að ef einn gluggi lokast þá opnast annar. Ég á við, að þora að hugsa og stíga út fyrir rammann. Þora að fara sína leið og standa með sér. Þora að lifa á sínum forsendum án þess að velta sér upp úr áliti og skoðunum annarra. Þora að fylgja sínum draumum. Framhald af síðu 7 Hér er Elva Ósk í hlutverki Hallgerðar. Ég átti annasamt sumar og frumsýndi Gesta- boð Hallgerðar eftir Hlín Agnarsdóttur um miðjan júlí og sýndi það á Hvolsvelli þar til fyrir stuttu. Við tökum smá pásu á þeirri sýningu en höldum áfram á nýju ári. Ég held ég geti fullyrt að ekkert okkar er í þessu út af laununum, heldur er þetta hrein ástríða. TÍMARIT: Ég glugga sjaldan í tímarit nema þá helst á biðstof- um og flugvöllum. Kíki þá aðallega í home-decoration blöð, tískublöð og matreiðslublöð. Eina blaðið sem ég kaupi alltaf er jólablað Bo Bedre. BÍÓMYND: Cinema Paradiso, Black Swan, Love actually og fleiri. HÖNNUÐUR: Gusto. MATSÖLUSTAÐUR: Úfff... svo margir. Til dæmis Sushisamba, Grillmarkaðurinn, Tapashúsið hér í Reykjavík, Smith& Wollensky í Miami og Ruth Chris Steak- house i Cancún Mexico. SNYRTIVÖRUR: Ég nota mjög lítið af snyrtivörum. Helst þá frá Nivea, Mac og svo Lancome maskara. KAFFIHÚS: Fjöruhúsið á Hellnum og Flat White í Soho í London. LANDSHLUTI Á ÍSLANDI: Vestmannaeyjar og Snæfellsnesið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.