Fréttablaðið - 09.11.2012, Síða 36

Fréttablaðið - 09.11.2012, Síða 36
10 • LÍFIÐ 9. NÓVEMBER 2012 Þvottakoddarnir einfalda skömmtun á þvottaefni og draga úr sóðaskap í þvottahúsinu, bæði á gólfinu og í sápu- hólfinu því þú setur koddann einfaldlega inn í þvottavélar- tromluna á undan óhreina þvottin- um. Koddinn inniheldur einn skammt a f f l j ó t - andi þvotta- efni sem leys- ist auðveldlega upp í vatni. Umbúðirnar leysast einnig upp og skolast út með vatninu. Þvottaefnið í koddunum er tvöfalt kröftugra en venjulegt fljótandi þvottaefni frá Bio- tex. Þvottakoddarnir eru fáanlegir í tveimur gerðum; fyrir hvítan eða ljós- an þvott og fyrir mislitan þvott. Mikilvægt að velja rétt Þvottamarkaðurinn hefur breyst – hér áður fyrr var bara einn þvottaefnis- pakki í þvottahúsinu en með betri og sérhæfðari þvottaefnum hefur fólk nú kost á betri meðhöndlun á fötun- um sínum sem lengir líftíma þeirra. Þvottaefni sem eru sérstaklega ætluð hvítum og ljósum þvotti eru sterkari og fara því ekki vel með marglitan og dökkan þvott. Fyrir marglitan þvott er gæfulegra að nota þvottaefni sem hreinsar vel án þess að hætta sé á að efnið upplitist. Í Biotex er hátt inni- hald af mismunandi ensímum sem ráðast á erfiða bletti án þess að fara illa með efnið. Ensímin gefa einn- ig möguleika á að þvo bletti úr við lægra hitastig sem fer mun be tu r með flíkurnar. Þ v o t t e f n i f y r i r svartan þvott Til þess að halda svörtum og mjög dökkum fötum falleg- um er best að þvo þau með sérstöku þvottaefni fyrir svartan þvott. Biotex Black inni- heldur ensím sem fjarlægja slitnu trefjarnar af yfirborði efnisins og gera þannig litina skýrari. Það er ekki svart litarefni í þvottaefninu svo óhætt er að nota það á dökk föt sem innihalda líka ljósari liti. Fljótandi þvottaefni hefur mikla kosti Margir hafa fært sig úr hefð- bundnu þvottadufti í fljótandi þvottaefni á undanförnum árum. Það hefur marga kosti fram yfir þvottaduft. Það leysist auðveld- ar upp í vatninu og því er engin hætta á að þvotturinn innihaldi leifar af þvottaefni eins og stund- um vill gerast með þvottaduft. Af sömu ástæðu hentar fljótandi þvottaefni líka vel í handþvott og vélaþvott við lágt hitastig. Fljótandi þvottaefni fer einnig betur með við- kvæman þvott og föt úr mjög fínum efnum. Auk nýjunganna í þvottaefn- um kynnir Biotex nú nýjan og enn öflugri blettaeyði með ensímum sem sprautar froðu sem binst við óhrein- indin og lyftir þeim upp frá þráðun- um í efninu. Með Biotex er því leik- ur einn að fá skínandi hreinan þvott í hvert skipti og lengja jafnframt end- ingartíma hans. ÞVOTTAKODDAR – EINFÖLD OG ÖFLUG NÝJUNG Biotex er þekktast meðal Íslendinga fyrir blettaeyðinn sem hefur verið fáanlegur hérlendis um árabil. Nú er komin heil þvottaefnislína frá Biotex sem byggist á 45 ára reynslu og sérfræðiþekkingu á blettahreinsun og þvottaeiginleikum. Þar á meðal eru svokallaðir þvottakoddar en þeir eru algjör nýjung á íslenskum þvottamarkaði. Biotex-þvottakoddar einfalda heimilisþvottinn. Þú tekur bara einn kodda og kastar honum í tromluna með óhreina þvottinum. Þú þarft ekki að spá í skammta- stærðum og því fer ekkert til spillis. Biotex fljótandi þvottaefni fyrir hvítan, svartan eða mislitan þvott. Lengdu líftíma fatanna þinna. AUGLÝSING - NATHAN OG OLSEN KYNNIR „Ein af uppáhaldsaðferðum mínum til að gera villtar krullur er zúlú-hnútaaðferðin, en með henni er hægt að gera rennislétt hár verulega krullað. Mikilvægt er að hárið sé hreint og algerlega þurrt áður en byrjað er að rúlla upp. Stærðin á krullunum fer eftir því hve stórar skiptingarnar eru. Því stærri hnútar, því stærri krullur, en þá verður rótin líka sléttari. Þess vegna mæli ég með því að hafa lokkana ekki of þykka. Mikilvægt er að úða hárlakki á hvern lokk, helst lakki sem byggist á sykri, það er auðveldara að greiða það úr síðar. Ég byrja á að snúa upp á lokkana til hægri (örvhentir snúa auð vitað til vinstri). Ég byrja að snúa neðst við rótina og þegar nokkuð þéttur u.þ.b. 10 sentí- metra stilkur hefur myndast (fer auðvitað eftir hárlengd) set ég lítinn snúð á stilkinn sem ég held með vinstri hendi og held svo áfram að vefja lokknum niður eftir stilkin- um. Það er mjög mikilvægt að vefja vel, alveg út í enda, og gæta þess vel að lokk- arnir séu bæði vel vafðir og snúnir í kring- um stilkinn. Þegar lokkurinn hefur verið vafinn alveg niður þarf að festa hann með spennu, ann- ars rekur hann sig til baka. Gæta þarf vel að því að hnútarnir séu nokkurn veginn í svipaðri stærð svo að krullurnar verði jafn- ar. Þegar búið er að rúlla upp öllu hárinu er gott að úða ögn af hárlakki yfir allt til öryggis. Svo er bara að bíða, fara undir þurrku í að minnsta kosti 30 mínútur eða að blása öðru hvoru með blásaranum yfir hnútana. Á meðan er auðvitað upplagt að nota tímann og mála sig. Þegar hnút- arnir eru teknir úr er mikilvægt að byrja neðst, rekja þá fyrst varlega í sundur og taka síðan hvern lokk og renna fingrun- um í gegnum hann. Gott er að vera með ögn af serum (glansefni) á höndunum (er bæði til sem úði og gel), þá gengur betur að losa hnútana.“ Munið að mikilvægt er að hárið sé alveg orðið þurrt áður en þið byrjið upprúllið og að snúa alveg út í enda, annars verða lokk- arnir ekki fallegir. KRULLUR FYRIR ÞÆR SEM ÞORA Íris Sveinsdóttir hefur um árabil kennt hárgreiðslu hér á landi sem erlendis. Nú hefur hún sett saman glæsilega hárgreiðslubók þar sem hún kennir auðveldar greiðslur í nokkrum þrepum Bókin heitir Frábært hár og er gefin út af Veröld. Hér má sjá brot úr bókinni. 1 Það er mikil-vægt að lokk- arnir séu allir jafn þykkir svo að krull- urnar verði jafnar. 2 Snúið upp á l o k k i n n þangað til að þéttur stilkur hefur mynd- ast. 3 Haldið með vinstri hönd um stilkinn og hald- ið áfram að snúa. 4 Vefjið snún-um lokknum niður stilkinn. 5 Vef j ið ve l a l v e g ú t í enda og festið með spennu. 6 Zúlú-hnútar geta verið töff greiðsla fyrir þær sem þora. 7 Byrjið að leysa hnútana neðst. Gott er að hafa ör- lítið glansefni á höndunum á meðan. ZÚLÚ - HNÚTAAÐFERÐIN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.