Fréttablaðið - 09.11.2012, Side 50
9. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR30 30
menning@frettabladid.is
Bækur ★★ ★★★
Rof
Ragnar Jónasson
Veröld
Ragnar Jónasson hefur átt ágætis
spretti í sögum sínum af lögreglu-
manninum Ara sem iðkar störf sín
á Siglufirði. Í Snjóblindu og Myrk-
nætti náði hann sér vel á flug,
fléttaði saman spennandi saka-
málum og sögum af persónum sem
vöktu áhuga lesandans. Því miður
skortir á þetta í nýjustu bók hans,
sem ber titilinn Rof.
Sagan er tvíþætt. Annars
vegar segir frá ungu pari í
Reykjavík sem lendir í þeirri
skelfilegu lífsreynslu að barni
konunnar er rænt. Inn í þá
atburðarás fléttast atburðir úr
fortíðinni og hulunni er svipt af
myrkum leyndarmálum. Á Siglu-
firði situr Ari í sóttkví, en ban-
væn pest hefur skotið sér niður
í bænum sem er í einangrun.
Tímann notar hann til að garfa í
gamalli ráðgátu úr Héðinsfirði.
Fréttakonan Ísrún, sem glímir
við sín vandamál, kemur síðan
að báðum málunum.
Rof vantar alla spennu, sem er
bagalegt í spennusögu. Ragnari
mistekst að krækja í lesandann
og fá hann til að fletta áfram,
nokkuð sem hann hefur gert með
ágætum áður. Þá er ýmislegt í
bókinni heldur óraunhæft, sem
þarf ekki að vera vont í íslensk-
um spennusögum. Það sting-
ur hins vegar í stúf við annað í
bókinni. Hver mundi til dæmis
halda því leyndu fyrir kærustu
sinni að ókunnur maður sé á
ferli á heimili ykkar um miðjar
nætur?
Ragnar hefur sýnt að hann
getur búið til spennandi fléttur,
en það tekst því miður ekki hér.
Stílinn mætti bæta, en hann er
á köflum full formlegur. Dæmi
um það er þegar Ísrún liggur og
veltir „meintum“ glæpum ein-
hvers fyrir sér. Kannski hugsa
lögfræðingar þannig einir með
sjálfum sér, en trauðla aðrir.
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Niðurstaða: Bókin nær sér ekki á flug
og lítil spenna er fólgin í þeim málum
sem glímt er við.
Óspennandi spennusaga
Hvati gerir skemmtilegar æfingar með börnunum
HVOLPA-
SPRELL
ÆFINGIN
SKAPAR
MEISTARANN!
OLGA BERGMANN OG ANNA HALLIN Listakonurnar hafa unnið saman um árabil. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Myndlistarsýningin Rek
verður opnuð í Listasafni
Íslands í dag. Sýningin er
samstarfsverkefni þeirra
Önnu Hallin og Olgu Berg-
man.
Sýningin Rek eftir þær Önnu
Hallin og Olgu Bergman saman-
stendur af stuttmynd og innsetn-
ingu og byggir á litlu ævintýri um
vindsæng í líki Íslands, sem rekur
á fjörur nokkurra Evrópulanda.
Innblástur sækja listakonurnar
mestmegnis til náttúrunnar og
jarðsögunnar, þar sem landreks-
kenning Wegeners kemur við
sögu.
„Okkur langaði að vinna með
líkan af Íslandi, sem er þessi
vindsæng, því lögun landsins er
óvenjulega mikilvæg í ímyndar-
sköpun og sjálfsmynd okkar á
Íslandi,“ segir Olga. „Það birt-
ist meðal annars í tíðri notkun á
lögun landsins í hönnun og lógóum
svo dæmi sé tekið. En við erum
líka að velta fyrir okkur afstæði
tímans og setjum þess vegna
tímarammann í samhengi við
jarðsöguna. Það er sagt að jarð-
flekana reki um tvo sentímetra á
ári, sem er álíka hratt og neglur
okkar vaxa. Lönd og landamæri
verða þannig afstæð í jarðsögu-
legum skilningi og líka sjálfs-
mynd þjóða; jafnvel staðsetning
heilu landanna verður afstæð
í þessu samhengi. Við erum að
leika okkur að þessu og pæling-
um um ímynd.“
Miðpunktur sýningarinnar er
myndskeið af vindsænginni þar
sem hana rekur á milli staða og
viðtöl við jarðfræðing og heim-
spekinga, sem ræða annars vegar
um hringrás í jarðsögunni og hins
vegar um staðsetningu og ímynd;
hvernig fólk staðsetur sig jafnan á
einhvers konar korti, hvort heldur
er landfræðilegu eða félagslegu,
og í afstöðu við annað fólk.
„Vindsængin, sem er táknmynd
fyrir Ísland, verður eins og pers-
óna og speglar hvernig sjálfs-
mynd okkar er á floti og breytist
eftir því í hvaða aðstæðum maður
er,“ segir Olga. Þær Anna voru í
vinnustofudvöl í Finnlandi þegar
hugmyndin um vindsængina kom
upp. Þar komust þær að því að
það var engin leið að láta útbúa
hana í Evrópu.
„Við þurftum á endanum að
láta gera hana í Kína, eftir okkar
teikningum og þannig teng-
ist þetta ferli beint pólitískri
umræðu sem hefur verið ofarlega
á baugi hér á landi.“
Olga og Anna hafa unnið saman
um árabil, sýndu meðal annars í
Kling og Bang í fyrra, auk þess
að hafa unnið með öðrum lista-
mönnum og arkitektum. Olga
segir þó nokkurn mun á því að
vinna einsamall og með öðrum
við listsköpun.
„Maður kemur meiru í verk
þegar maður vinnur með öðrum
og skoðar hugmyndir frá fleiri
hliðum en maður hefði kannski
annars gert. Á hinn bóginn fær
maður ekki að ráða jafn miklu
sjálfur, svo þetta hefur sína kosti
og sína galla. En þetta er góð til-
breyting frá einyrkjastarfinu og
það er gott að hafa einhvern til að
geta kastað hugmyndum á milli.“
Sýningin Rek verður opnuð í
sal 2 í Listasafni Íslands klukkan
20 í kvöld og stendur til 31. des-
ember. bergsteinn@frettabladid.is
UPPBLÁSIN ÍMYND Á REKI
MEIR‘EN AÐ SEGJA ÞAÐ! Málþing um fjölbreytt móðurmál verður haldið í Gerðubergi frá klukkan
eitt til fimm í dag. Til máls taka kennarar, tvítyngd börn og sérfræðingar um fjölmenningu á borð við Kristínu
R. Vilhjálmsdóttur sem flytur erindið Lifandi tungumál. Fundarstjóri er Einar Skúlason.
Haustmánuðir, skammdegi og
veturinn hafa verið innblástur
íslenskrar myndlistar að fornu og
nýju. Verk sem eru dæmi um það
eru til sýnis á sýningunni Vetrar-
búningur sem verður opnuð í kvöld
í Listasafni Íslands.
Á sýningunni gefur að líta um
eitt hundrað verk; málverk, vatns-
litamyndir, grafík, höggmyndir
og innsetningar, svo sem litskrúð-
ugan Norðurljósabar Halldórs
Ásgeirssonar. Verkin, sem eru
eftir breiðan hóp íslenskra lista-
manna, eru öll úr safnaeign Lista-
safns Íslands. Sýningarstjóri er
Sigríður Melrós Ólafsdóttir.
Sýningin stendur yfir í svartasta
skammdeginu eða allt til janúar-
loka.
Vetrarbúningur
Vindsængin, sem er
táknmynd fyrir Ísland,
verður eins og persóna og
speglar hvernig sjálfsmynd
okkar eru á floti.