Fréttablaðið - 09.11.2012, Síða 58

Fréttablaðið - 09.11.2012, Síða 58
9. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR38 sport@frettabladid.is HANDBOLTI Íslandsmeistarar Vals í kvennahandboltanum fá stórt próf í kvöld og á morgun þegar rúmenska liðið H.C. Zalau mætir á Hlíðarenda og spilar tvo leiki í 2. umferð EHF-bikarsins. Rúmensku stelpurnar fóru alla leið í úrslita- leik keppninnar í fyrravetur en Valskonur eru á heimavelli og hafa á móti unnið alla ellefu leiki sína á tímabilinu. Meiddist á hné á æfingu Það er þó ekki öruggt að Valskon- ur geti teflt fram sínu sterkasta liði í leikjunum. Stórskyttan Þor- gerður Anna Atladóttir meiddist á hné fyrir sjö dögum og var ekk- ert með í sigrum liðsins á Selfossi og FH í vikunni. „Ég var að koma úr mynda- töku,“ sagði Þorgerður Anna þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Ég meiddi mig í hnénu á æfingu á föstudaginn. Ég reif smá í liðþófanum í janúar og það er möguleiki á því að rifan hafi bara stækkað aðeins. Ég vona bara að þetta sé lítið eða ekkert,“ sagði Þorgerður Anna sem þarf að bíða eftir niðurstöðu læknis- ins um hvort þetta sé eitthvað sem geti versnað eða hvort það sé í lagi fyrir hana að spila leikina. „Það eru tveir leikir í næstu viku og svo er landsliðið að hitt- ast eftir tíu daga. Þetta er ekki alveg besti tíminn til að meiða sig,“ segir Þorgerður sem hefur verið í stuði í vetur. „Ég er búin að finna mig mjög vel síðan að tímabilið byrjaði og þetta er því mjög leiðinlegur tímapunktur,“ segir Þorgerður sem er orðin þreytt á öllum þess- um meiðslum sem banka reglu- lega upp á hjá henni. „Þetta fer nú að taka bráðum á sálarlífið. Ég er bara tvítug og líst ekki alveg nógu vel á þetta. Ég vona bara að ég sé að fara að klára minn pakka,“ segir Þorgerður Anna. Hefur alltaf rétt fyrir sér Þorgerður Anna Atladóttir var markahæst í fyrstu fjórum leikj- um eftir að pabbi hennar, Atli Hilmarsson, gerðist aðstoðar- þjálfari Valsliðsins. Þar á meðal skoraði hún fimmtán mörk í tveimur Evrópusigrum á Valencia á Spáni. „Það skiptir mig engu svaka- legu máli. Hann mætir á alla leiki og hefur gríðarlegan áhuga á þessu. Við tölum um þetta allt saman hvort sem hann er þjálf- arinn minn eða ekki,“ segir Þor- gerður og það er ekkert talað meira en áður um handbolta á heimilinu. „Nei, við tölum ekk- ert meira um handbolta núna. Við sitjum alveg við kvöldmatarborð- ið og tölum um eitthvað annað. Hann hefur þjálfað mig áður og er líka svo rólegur. Það er eig- inlega það versta að hann hefur eiginlega alltaf rétt fyrir sér og það þýðir ekkert að rökræða við hann,“ segir Þorgerður Anna. Ellefu sigrar í ellefu leikjum Valsliðið er búið að vinna alla ell- efu leiki tímabilsins, sjö í deild, tvo í Evrópukeppni, einn í meist- arakeppninni og svo úrslitaleikinn í Reykjavíkurmótinu. „Þetta hefur gengið mjög vel en samt erum við ekki alveg nógu sáttar. Við viljum meira og það er fullt af hlutum sem má laga í okkar leik. Við þurfum að ein- beita okkur að því að laga þessa hluti því það þurfa allir hlutir að vera í lagi hjá okkur um helgina. Við þurfum líka að fylla Vodafone- höllina og búa til alvöru stemn- ingu og fá fullkominn leik,“ segir Þorgerður Anna um leikinn á móti rúmenska liðinu. „Þetta verður ekki auðvelt en það eru möguleikar hjá okkur. Við bjuggumst ekki við því að það mundi ganga svona vel á Spáni,“ segir Þorgerður Anna og bætir við: „Við erum búnar að sjá á myndböndum að þær eru ógeðs- lega stórar. Við þurfum að fá geð- veika vörn og markvörslu og fá okkar hraðaupphlaup. Við ætlum að reyna að stríða þeim aðeins með hraðanum okkar,“ segir Þor- gerður Anna en Valsliðið fór á kostum í fyrstu umferðinni þegar það sló út spænska liðið Valencia Aicequip 27-22 og 37-25. „Við vorum með bilaða trú á þessu og það var ógeðslega gaman að fá að spila á móti liði sem maður þekkti ekki og vissi því ekkert hvað maður væri að fara út í. Það gerði sigrana enn þá skemmtilegri,“ sagði Þorgerð- ur Anna og Valsstelpurnar hafa vissulega unnið sér inn góðan stuðning í Vodafone-höllinni í dag og á morgun. Verð alltaf með Fyrri leikurinn fer fram klukkan 19.30 í kvöld og telst vera heimaleikur Vals en heimaleikur H.C. Zalau fer fram á sama stað klukkan 16.00 á morgun. En hvað með Þorgerði, verður hún í búning í Vodafone-höllinni í kvöld? „Ég held ég verði alltaf með,“ sagði Þorgerður hlæjandi en bætti svo við. „Ég vona að ég fái jákvæðar fréttir. Ég bíð við símann í dag og á morgun og bíð eftir svörum,“ sagði Þorgerður að lokum. ooj@frettabladid.is DOMINOS-DEILD KARLA verður á ferðinni í kvöld en þá fara fram tveir áhugaverðir leikir. Húnarnir frá Njarðvík sækja þá KR-inga heim en pressa er á KR-ingum eftir slaka byrjun á tímabilinu. Svo eru Stjörnumenn á heimavelli gegn ÍR. Báðir leikir hefjast klukkan 19.15. Við ætlum að reyna að stríða þeim aðeins með hraðanum okkar. ÞORGERÐUR ANNA ATLADÓTTIR LEIKMAÐUR KVENNALIÐS VALS Allt um leiki gærkvöldsins er að fi nna á ÞÆR ERU ÓGEÐSLEGA STÓRAR Valskonan Þorgerður Anna Atladóttir ætlar ekki að láta hnémeiðsli koma í veg fyrir að hún geti spilað á móti rúmenska stórliðinu H.C. Zalau í tveimur Evrópuleikjum í Vodafone-höllinni í kvöld og á morgun. Valskonur eru búnar að vinna alla ellefu leiki tímabilsins til þessa og eru til alls líklegar í leikjunum. VERÐUR HÚN MEÐ? Þorgerður Anna Atladóttir er búin að vera frábær í vetur en meiddist fyrir viku. Hún ætlar sér að spila í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Guðjón Valur Sigurðs- son hefur komið sér vel fyrir hjá Þýskalands- og Evrópumeisturum THW Kiel en þangað kom hann nú í sumar. Liðið er nokkuð breytt frá síðustu leiktíð en það er þó enn taplaust á tímabilinu. Nú síðast komu góðir sigrar gegn sterkum liðum Hamburg og Flensburg. „Mér persónulega hefur geng- ið vel að aðlagast nýju liði enda er það oft auðveldara fyrir okkur hornamennina en aðra leikmenn. Við getum alltaf laumað okkur í okkar hraðaupphlaup,“ segir hann við Fréttablaðið. „Það er auðvitað gaman að spila með þessu liði – þetta er frábær klúbbur og mann- skapurinn sömuleiðis.“ Óhætt er að fullyrða að félagið hafi minnst tvo leikmenn í heimsk- lassa í hverri stöðu en Guðjón Valur deilir sinni stöðu með þýska landsliðsmanninum Dominik Klein. „Ég þekki það vel að spila í liðum þar sem ríkir samkeppni í stöðum og er það ekkert óvenju- legt. Ég væri auðvitað til í að spila hverju einustu mínútu en miðað við hvað það er mikið álag í hand- boltanum í dag, með tilheyrandi ferðalögum, snýst þetta meira um samvinnu á milli leikmanna en samkeppni,“ áréttar hann. „Heilt á litið er ég búinn að spila ívið meira en hann og ég er mjög sáttur við mína stöðu,“ segir Guð- jón Valur. Hann segir erfitt að neita því að Kiel sé besta lið sem hann hafi spilað með á ferlinum. „Liðið er ríkjandi Þýskalandsmeistari, bik- armeistari og Evrópumeistari og það væri erfitt fyrir mig að segja eitthvað annað. Ég hef spilað með mörgum góðum handboltamönnum um árin en í Kiel eru allir góðir. Þetta er án nokkurs vafa besta lið sem ég hef æft og spilað með.“ Alfreð Gíslason er þjálfari liðs- ins en Guðjón Valur þekkir vel til hans, enda spilað undir hans stjórn í bæði Gummersbach og íslenska landsliðinu. „Hann er enn sami maðurinn og sami þjálfarinn,“ segir Guð- jón Valur. „Hann hefur úr meiru að moða núna og er með betri leik- menn í höndunum. Annars ætla ég ekki að segja of mikið jákvætt eða neikvætt um hann,“ segir hann sposkur á svip. „Það kemur allt í bakið á mér,“ bætir hann við og hlær. - esá Guðjón Valur Sigurðsson er ánægður með dvölina hjá Þýskalandsmeisturum THW Kiel: Samvinnan mikilvægari en samkeppnin ÞURRKAR SVITANN Guðjón Valur er hér í leik með Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í hand- bolta. NORDICPHOTOS/GETTY N1-deild karla: Akureyri-Valur 23-27 Akureyri - Mörk (skot): Bjarni Fritzsson 6/2 (11/3), Guðmundur H. Helgason 5 (10), Bergvin Þór Gíslason 4 (4), Geir Guðmundsson 4 (11), Andri Snær Stefánsson 2 (4), Friðrik Svavarsson 1 (2) Varin skot: Jovan Kukobat 10 (29/1, 34%), Stefán Guðnason 2/1 (10/2, 20%) Valur - Mörk (skot): Þorgrímur Smári Ólafsson 8 (10), Valdimar Fannar Þórsson 7/1 (12/1), Finnur Ingi Stefánsson 4/1 (7/2), Vignir Stefánsson 3 (3), Sveinn Aron Sveinsson 3 (6), Atli Báruson 1 (1) Varin skot: Hlynur Morthens 24 (45/2, 53%), Lárus Helgi Ólafsson 2/1 (4/1, 50%), ÍR-HK 31-22 ÍR - Mörk (skot): Sturla Ásgeirsson 9/5 (10/5), Ingimundur Ingimundarson 8 (11), Guðni Már Kristinsson 6 (10), Sigurjón Friðbjörn Björnsson 3 (4), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (4), Halldór Logi Árnason 1 (1), Björgvin Hólmgeirsson 1 (8). Varin skot: Kristófer Guðmunds. 24 (46/2, 52%), HK - Mörk (skot): Bjarki Már Elísson 5/2 (8/2), Vladimir Djuric 5 (10), Ólafur Víðir Ólafsson 3 (5), Eyþór Már Magnússon 3 (6), Leó Snær Pétursson 2 (3), Daníel Berg Grétarsson 2 (4), Atli Karl Bachmann 1 (3), Bjarki Már Gunnarsson 1 (4) Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 12 (32/3, 38%), Arnór Freyr Stefánsson 1 (12/2, 8%), Fram-Afturelding 24-29 Fram - Mörk (skot): Sigurður Eggertsson 10 (16), Þorri Björn Gunnarsson 4 (5), Jóhann Gunnar Ein- arsson 4 (10/2), Elías Bóasson 2 (2), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Ólafur Magnússon 1 (1), Haraldur Þorvarðarson 1/1 (2/1), Stefán Stefánsson 1 (3/1 Varin skot: Magnús Erlendsson 4 (18/2, 22%), Björn Viðar Björnsson 3/1 (18/4, 17%), Afturelding - Mörk (skot): Jóhann Jóhannsson 8/5 (10/6), Sverrir Hermannsson 5 (8), Örn Ingi Bjarkason 4 (4), Benedikt Reynisson 4 (7), Hilmar Stefánsson 3 (6), Einar Héðinsson 2 (2), Fannar Helgi Rúnarsson 2 (3) Varin skot: Davíð Svansson 13/2 (37/3, 35%), STAÐAN: Haukar 6 5 1 0 166-137 11 Akureyri 7 3 1 3 173-175 7 FH 6 3 1 2 150-149 7 ÍR 7 3 1 3 183-188 7 Fram 7 3 1 3 187-196 7 Valur 7 2 2 3 166-170 6 HK 7 2 1 4 165-179 5 Afturelding 7 2 0 5 171-177 4 Dominos-deild karla: KFÍ-Þór 84-128 KFÍ: Kristján Andrésson 24, Mirko Virijevic 15, Bradford Harry Spencer 13, Momcilo Latinovic 10, Pance Ilievski 7, Leó Sigurðsson 6, Haukur Hreins- son 4, Óskar Kristjánsson 3, Jón Baldvinsson 2. Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 25, Grétar Ingi Erlendsson 19, Darri Hilmarsson 18, Guðmundur Jónsson 17, Robert Diggs 14, Baldur Þór Ragnars- son 13, Darrell Flake 11, Emil Karel Einarsson 7. Fjölnir-Snæfell 95-102 Fjölnir: Sylverster Cheston Spicer 27, Jón Sverrisson 20, Arnþór Freyr Guðmundsson 19, Tómas Tómasson 14, Árni Ragnarsson 13. Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 32, Asim McQueen 25, Jay Threatt 17, Ólafur Torfason 16, Sveinn Arnar Davidsson 8, Hafþór Ingi Gunnarsson 2. Tindastóll-Keflavík 84-92 Tindastóll: George Valentine 16, Þröstur Leó Jóhannsson 15, Helgi Freyr Margeirsson 13, Helgi Rafn Viggósson 10, Drew Gibson 9, Hreinn Gunnar Birgisson 6, Friðrik Hreinsson 6, Svavar Atli Birgis- son 5, Sigtryggur Arnar Björnsson 4. Keflavík: Darrel Keith Lewis 22, Michael Craion 21, Valur Orri Valsson 18, Magnús Þór Gunnarsson 14, Kevin Giltner 12, Andri Daníelsson 3. Skallagrímur-Grindavík 86-93 Skallagrímur: Haminn Quaintance 23, Páll Axel Vilbergsson 21, Carlos Medlock 17, Orri Jónsson 9, Sigmar Egilsson 9, Trausti Eiríksson 5. Grindavík: Samuel Zeglinski 25, Aaron Broussard 23, Sigurður Þorsteinsson 17, Jóhann Ólafsson 12, Þorleifur Ólafsson 10, Davíð Bustion 6 STAÐAN: Snæfell 6 5 1 622-534 10 Stjarnan 5 4 1 477-442 8 Grindavík 6 4 2 587-546 8 Skallagrímur 5 3 2 428-403 6 Keflavík 6 3 3 508-503 6 Þór Þ. 5 3 2 459-420 6 Fjölnir 6 3 3 497-513 6 ÍR 5 2 3 427-450 4 KR 4 2 2 328-349 4 KFÍ 6 2 4 496-587 4 Njarðvík 5 1 4 427-463 2 Tindastóll 5 0 5 387-433 0 ÚRSLIT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.