Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.01.2013, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 02.01.2013, Qupperneq 4
2. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 ALÞINGI Guðfríður Lilja Grétars- dóttir, þingmaður Vinstri hreyf- ingarinnar – græns fram- boðs lét af þing- mennsku um ára- mótin. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og bæjar- fulltrúi í Kópa- vogi, tekur sæti Guðfríðar. Guðfríður sagði formlega af sér þingmennsku á gamlársdag með bréfi til forseta Alþingis. Hún hefur verið formaður umhverfis- og samgöngunefnd- ar Alþingis frá haustdögum 2011 en var áður for- maður þingflokks VG og formaður félags- og tryggingamálanefndar þingsins. Guðfríður Lilja hættir: Ólafur Þór tekur sætið GUÐFRÍÐUR LILJA GRÉTARS- DÓTTIR ÓLAFUR ÞÓR GUNNARSSON AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is LÖGREGLUMÁL Sérsveit ríkislög- reglustjóra var kölluð að heima- húsi í Hafnarfirði árla á nýárs- morgun vegna vopnaðs manns. Tilkynnt hafði verið um slags- mál og þegar lögregla mætti á staðinn kom á daginn að maður í húsinu var vopnaður hagla- byssu. Sérsveitin handtók mann- inn og var hann vistaður í fanga- geymslu. Haglabyssan reyndist óhlaðin, en á staðnum fannst einnig riffill og eru bæði vopnin nú í vörslu lögreglu. - sh Sérsveitin tók haglabyssu: Afvopnaður í Hafnarfirði 232,8427 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,68 129,30 206,99 207,99 169,45 170,39 22,710 22,842 22,995 23,131 19,729 19,845 1,4914 1,5002 197,55 198,73 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 28.12.2012 STJÓRNMÁL Endurmeta þarf störf láglauna- stétta og fjölmennra kvennastétta í kom- andi kjarasamningum. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í áramóta- ávarpi sínu í sjónvarpinu á gamlárskvöld. Hún hvatti aðila á vinnumarkaði til að halda friðinn og sættast á bætt kjör þeirra sem lakast standa. Jóhanna vék einnig að endurskoðun stjórnarskrárinnar og sagði að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar í október hefðu verið afgerandi. „Þjóðin kallar eftir breytingum á grunn- reglum samfélagsins. Málið er nú í höndum Alþingis og ábyrgð þess gagnvart almenn- ingi er mikil. Það er einlæg von mín að alþingismönnum auðnist nú að ná saman um breytingar á stjórnskipan landsins fyrir komandi alþingiskosningar.“ Jóhanna áréttaði að hún teldi landið á réttri leið þrátt fyrir deilur og átök. „Þó sumum finnist á stundum að firringin frá 2007 sé aftur farin að skjóta upp kollinum er það mikilsverður árang- ur, að slík ógn við heiðarleg og sanngjörn samfélagsleg gildi á erfiðara uppdráttar og mun færri bandamenn en á árunum fyrir hrun.“ - sh Jóhanna Sigurðardóttir hvetur aðila vinnumarkaðarins til að halda friðinn í komandi kjarasamningum: Endurmeta þarf láglauna- og kvennastörf KALLAÐ EFTIR BREYTINGUM 2007-ógnin á færri banda- menn nú, segir Jóhanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BANDARÍKIN Tæknilegir örðuleikar urðu til þess að frestur til að kjósa um kvikmyndir ársins til Óskars- verðlaunanna var framlengdur um einn sólarhring. Þetta var í fyrsta sinn sem hin svokallaða Akademía gat kosið um myndirnar á netinu, en sumir virt- ust ekki geta skráð sig inn á síðuna og mörgum fannst kerfið flókið, að sögn BBC. Að öllu óbreyttu verður tilkynnt um tilnefningarnar hinn 10. janúar næstkomandi. Alls eru sex þúsund meðlimir í Akademíunni. Meðalaldur félaga er 62 ár og um 14 prósent eru yngri en fimmtíu ára. - sv Óskarsakademían í vanda: Gat ekki kosið DANMÖRK Margrét Þórhildur Danadrottning gerði samskipta- síðuna Facebook að umfjöllunar- efni í nýárs- ávarpi sínu í gær. Drottn- ingin varaði við notkun síðunn- ar, þá sérstak- lega hjá ungu fólki, þar sem því hætti til að reyna að búa sér til „full- komið líf“ á síð- unum og hætti þá að sýna sitt rétta andlit. Þetta ræddi Margrét í ljósi þess að mannleg samskipti eru í auknum mæli að færast yfir á netið og sagði að með því yrðu þau yfirborðslegri og ekki eins raunveruleg. Þess má geta að þrjár Face- book-síður eru tileinkaðar Mar- gréti Þórhildi: Ein aðdáendasíða, einn hópur og ein persónuleg í hennar nafni sem stofnuð var í mars síðastliðnum. - sv Þrjár síður um Margréti: Drottning varar við Facebook MARGRÉT ÞÓRHILDUR STJÓRNARSKRÁ Frumvarpið að nýrri stjórnarskrá felur í sér umbyltingu á stjórnkerfi landsins, að mati Ólafs Ragnars Grímsson- ar, forseta Íslands. Hann telur að djúpstæðar deilur um efni þess séu ekki vænlegar til árangurs og ná þurfi sátt um mikilvægustu atrið- in. „Ella yrði farið úr öskunni í eld- inn,“ sagði forsetinn í nýársávarpi sínu í gær. Ólafur varði nálega helmingi ávarpsins í umfjöllun um stjórnar- skrármálið. „Því er miður að nú um áramótin blasir við að umræðan um nýja stjórnarskrá er á ýmsan hátt komin í öngstræti,“ sagði hann. „Lítil sem engin umræða hefur orðið um hið nýja stjórnkerfi sem tillögurnar fela í sér, hvernig sam- spili Alþingis, ríkisstjórnar og for- seta yrði háttað.“ Forsetinn sagði að með því að leggja niður ríkisráð hefði þjóð- höfðinginn og ríkisstjórn engan formlegan samráðsvettvang leng- ur, ráðherrar sem hlotið hefðu brautargengi í kosningum til þings yrðu sviptir málfrelsi á Alþingi, „einstaklingum yrði auðveldað að ná þingsetu í krafti fjölmiðlafrægð- ar“, dregið yrði úr áhrifum flokka og hlutur landsbyggðar rýrður. Þá gagnrýndi hann mjög að frumvarpið gerði ráð fyrir stór- auknum völdum forseta og for- sætisráðherra. „Forsætisráðherra fengi agavald yfir ráðherrum ann- arra flokka og gæti einn rekið þá alla; virðist sem tillögumenn telji að helsti galli íslenskrar stjórn- skipunar á undanförnum áratugum hafi verið að forsætisráðherrar – og reyndar forseti líka – hefðu þurft enn meiri völd.“ Þetta sagði hann að „yrði tilraun um stjórnkerfi sem ætti sér engan líka á Vesturlöndum.“ Ólafur Ragnar sagði að nú væri reynt að gera mikla gagnrýni fræðimanna á frumvarpið tor- tryggilega. „Slíkur málflutningur minnir því miður á skollaeyrun sem ýmsir skella við rannsóknum á hlýnun jarðar,“ sagði hann. „Var ekki helsti lærdómur hrunsins að taka ætti meira mark á þeim sem í krafti þekkingar vara við hættun- um handan við hornið?“ stigur@frettabladid.is Óttast að við förum úr öskunni í eldinn Forseti Íslands gagnrýnir frumvarp að nýrri stjórnarskrá harðlega og segir að hún yrði „tilraun um stjórnkerfi sem ætti sér engan líka á Vesturlöndum“. Hrunið hafi átt að kenna okkur að hlusta á viðvaranir fræðimanna. Afgreiða þurfi málið í sátt. VILL EKKI AUKIN VÖLD Forsetanum og forsætisráðherra yrðu færð stóraukin völd með nýju stjórnarskránni, að mati forsetans sjálfs. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Stjórnlagaráðsmaðurinn Þorvaldur Gylfason segir að vilji þjóðarinnar sé skýr, enda hafi málið fengið eins lýðræðislega meðferð eins og hugsast gat frá árinu 2009. Hann er ekki sammála þeirri túlkun forsetans að ný stjórnarskrá auki völd hans. Þá sé gagnrýni forsetans of seint fram komin, enda sé allri efnislegri umræðu um málið lokið. „Þá er bara orðið of seint að ætla að rífa lestina af teinunum. Lestin er komin á teinana og endir málsins er í augsýn og þá byrja menn ekki að þrefa um efnisatriði sem þeir hefðu átt að vera löngu búnir að vekja máls á ef þeim væri einhver alvara með því.“ - lvp Of seint að rífa lestina af teinunum Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Föstudagur Gengur í hvassa sunnanátt með úrkomu. NÝJA ÁRIÐ HEILSAR MEÐ HLÁKU því það hlýnar á landinu næstu daga. Talsverð úrkoma fellur sunnan- og vestanlands sem rigning eða slydda og þar verður einnig nokkuð vindasamt. Mun hægari vindur og minni úrkoma verður norðaustan til. X° 5 m/s 1° 5 m/s 3° 4 m/s 6° 5 m/s Á morgun Fremur hægur vindur fram eft ir degi en vaxandi síðdegis S- og V-lands. Gildistími korta er um hádegi 6° 4° 6° 5° 4° Alicante Aþena Basel 15° 14° 2° Berlín Billund Frankfurt 6° 6° 7° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 4° 5° 5° Las Palmas London Mallorca 21° 11° 14° New York Orlando Ósló 1° 25° -5° París San Francisco Stokkhólmur 8° 11° 1° 3° 3 m/s 3° 5 m/s 1° 6 m/s 1° 8 m/s 0° 3 m/s 0° 1 m/s -2° 6 m/s 3° 1° 3° 3° 3°

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.