Fréttablaðið - 02.01.2013, Side 16

Fréttablaðið - 02.01.2013, Side 16
2. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 16 Talsverðar væntingar hafa verið uppi til nýrr- ar stjórnarskrár í hlut- verki vegvísis fyrir far- sælt og gott samfélag á Íslandi. Eitt þeirra atriða sem áberandi hafa verið í þjóðmálaumræðu snert- ir auðlindir þjóðarinn- ar og eignarrétt á þeim. Hér hefur ekki síst, eðli málsins samkvæmt fyrir fiskveiðiþjóð, verið mikið fjallað um nýtt ákvæði í stjórnarskrá sem tryggja myndi yfirráð þjóðarinn- ar yfir sjávarauðlindum. Í grein 34 í frumvarpi nr. 415 til stjórnskipunarlaga, sem um þessar mundir er til umfjöllunar á Alþingi, eru ákvæði um nátt- úruauðlindir. Við hraðan lestur greinarinnar virðist sem yfirráð og eignarréttur þjóðarinnar á mikilvægustu náttúruauðlindum sé tryggður. Þetta myndi vera í samræmi við þjóðaratkvæða- greiðslu sem fram fór 20. október þessa árs, þar sem mikill meiri- hluti þeirra sem þátt tóku (74%) var sammála eftirfarandi orðum: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameigin leg og ævarandi eign þjóðarinnar.“ Upphaf greinar 34 hljóðar á eftir farandi hátt: „Auðlindir í náttúru Íslands sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru sam- eiginleg og ævarandi eign þjóðar- innar. Enginn getur feng- ið þær eða réttindi tengd þeim til eignar eða varan- legra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.“ Tvíræðni Í hnotskurn er þetta um umrædda grein að segja: 1. Í grein 34 vantar skýra hugsun um þjóðareign á náttúruauðlindum sem ótvíræða meginreglu. Orðalag um undantekn- ingar sem tengjast auð- lindum og sem eru „háðar einkaeignarrétti“ veikir grund- vallarprinsippið. Það er loðið, teygjanlegt og kallar á dómsmál og úrskurð dómsstóla. 2. Tvíræðni orðalagsins kemur fyrst í ljós þegar farið er að lesa skýringar og athugasemdir með grein 34 (bls. 118-130 í frum- varpi). Þar er fjallað um hvernig gert er ráð fyrir litlum breyting- um varðandi stöðu fiskveiðirétt- inda frá því sem nú er. Veðsetning bókfærðra veiðiheimilda heldur sér, þó ekki megi versla eða eiga viðskipti með sjálf nýtingarleyf- in sem slík, en leyfilegt er að veð- setja sjálf „fjárverðmætin“ eða fljótandi farkosti sem haldið er til fiskveiða (bls. 130). 3. Nýtingarleyfin eru viðurkennd sem óbein eign og breytingar á verðmæti þeirra, væntanlega einnig í tengslum við veðsett eða fjármálaafurðavædd og bókfærð veiðiréttindi, baka skaðabóta- ábyrgð og geta fullar bætur frá stjórnvöldum/þjóðinni komið til röskunar, upptöku eða fyrning- ar, líkt því sem mælt var fyrir um í úrskurði Mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna í máli 1306/2004. Þetta fyrirkomu- lag stuðlar væntanlega að því að núverandi fiskveiðistjórnunar- kerfi, sem byggir á framseljan- legum einstaklingsbundnum afla- heimildum og markaðsvæðingu veiðiréttinda, haldist í lítt breyttri mynd, fyrir utan að til kemur úthlutun réttinda til áratuga eða kynslóða í stað eins árs í senn. 4. Samkvæmt þessum skilningi mun ný stjórnarskrá verja rétt núverandi kvótaþega/handhafa veiðiheimilda til að fara með úthlutuð veiðiréttindi sem ígildi einkaeignar eða auðlindar sem háð er einkaeignarrétti. Þetta á við um 93 prósent af heildarafla íslenska fiskiskipaflotans. 5. Það má hafa miklar efasemdir um að frumvarpið nái því mark- miði (sjá bls. 122) að stuðla að sátt- um eða farsælum lyktum þeirra djúpstæðu og illvígu deilna sem staðið hafa um áratuga skeið á Íslandi um réttmæti, réttlæti, jafnræði og lögmæti þess fisk- veiðistjórnunarkerfis sem hleypt var af stokkunum 1984. 6. Í grein 2. í athugasemdum (bls. 124) er vitnað í tillögur stjórn- lagaráðs varðandi að 34. grein „raski ekki þeim beinu eða óbeinu eignarréttindum sem þegar hafa stofnast“. Í fimmta kafla athuga- semdanna segir einnig: „Eins og áður greinir er ákvæði 34. gr. hvorki ætlað að raska beinum né óbeinum eignarréttindum sem þegar eru fyrir hendi eða minnka réttarvernd þeirra, sbr. einnig ummæli í skýringum við 13. gr. Þannig er t.d. ekki haggað við afnotaréttindum þeirra sem hag- nýta jarðir og/eða njóta ýmissa óbeinna fasteignartengdra rétt- inda samkvæmt gildandi lögum eða samningum sem þegar hafa verið gerðir, og má sem dæmi nefna upprekstrarrétt landeig- enda á þjóðlendur. Hið sama gildir um hugsanleg, þegar stofn- uð, takmörkuð réttindi þeirra sem stunda fiskveiðar á grund- velli af laheimilda“ (skáletur mitt). Hér vaknar sú spurning hvort þetta hafi verið skilningur stjórnlagaráðs og mikils meiri- hluta kjósenda í kosningum um tillögur ráðsins þann 24. október 2012. Með þessari túlkun greinar- gerðar lagafrumvarpsins á grein 34 og sem dómstólar munu vænt- anlega styðjast við í niðurstöð- um dóma er nánast tryggt að það fyrirkomulag sem í daglegu máli er nefnt „kvótakerfið“ haldist nánast óbreytt til framtíðar með vernd viðkomandi stjórnarskrárá- kvæða. Sérréttindi varin Niðurstaða mín er sú að grein 34, í núverandi mynd og með hliðsjón af greinargerð og athugasemdum með greininni, tryggi á engan hátt þjóðareign á mikilvægustu nátt- úruauðlindum heldur festi í raun í sessi nýtingarrétt með ígildi einkaeignarréttar og þar með veðsetningareiginleika og erfða- réttar þeirra veiðiheimilda sem þegar er úthlutað árlega til hóps kvótaþega/handhafa aflaheimilda á Íslandi. Hér er þá farin sú leið að stjórnarskrárverja gríðar leg sérréttindi fámenns hóps til langs tíma. Þannig er einnig opnað á að grein 13 sem kveður á um að frið- helgi eignarréttarins gildi fyrir dómstólum og að fullt markaðs- verð komi fyrir upptöku afla- heimilda eða aðrar breytingar á fiskveiðistjórnun sem hafa áhrif á verðmæti eða eðli lögvarins nýt- ingarréttar. Fiskurinn og frumvarpið til stjórnskipunarlaga Á síðasta áratug hefur jafnrétti færst aftur í íslensku samfélagi. Konur hafa lægra kaup og skulu því vera heima með börn, konur eru heima með börn og skulu því hafa lægra kaup. Því miður er þetta sjálfhvetj- andi kerfi. Sumir vilja meina að þetta sé eðlilegt, náttúrulegt og tilkom- ið vegna sterks móður- eðlis kvenna. En hvað er móður eðlið? Þörfin fyrir að bregðast við þörfum ungbarna ristir djúpt og engin heilbrigð manneskja getur annað en brugðist við þurfandi smá- barni. Ef bros og hjal virka ekki þá á ungbarn annað sterkara vopn sem hefur þróast í tugþúsund ára, grátur ungbarna virkar nístandi á flesta fullorðna einstaklinga. Kannski hallar eitthvað á karl- menn með þetta, ég veit það ekki. Persónulega þekki ég ekki marga karla sem hafa ekki áhuga og getu til að sjá um börn. Þetta ríka eðli mannsins hefur líklega þróast þar sem börn þurfa mikla og langa umönnun og það hefur í sögu mannsins verið nauðsynlegt að fleiri komi að henni en móð- irin. Það þarf þorp til að ala upp barn er lausleg þýðing á ensku máltæki sem lýsir vel hvernig umönnun barna hefur lengst af verið hátt- að í samfélagi manna. Börn geta frá fæðingu myndað sterk tilfinninga- tengsl við fleiri en einn umönnunaraðila, það er í þeirra eðli. Þéttriðið, sveigjanlegt félagskerfi og sterk verndartilfinn- ing gagnvart börnum er grundvöllur velgengni mannkyns. Þar kemur maður í manns stað, kona í karls stað, móðir í móður stað. Fjölbreyttar langanir Kannski er það líka arfur frá for- mæðrum mínum sem stóðu uppi með húsið fullt af föðurlausum börnum eftir að bátur fórst á veiðum úti fyrir Vestfjörðum sem gerir það að verkum að ég finn hjá mér sterka hvöt – eðli – til að geta séð fyrir börnunum mínum. Í öllu falli þá tóku mínar lang- anir og draumar sjálfkrafa mið af breyttum aðstæðum þegar ég varð mamma og í stað þess að að fylgja fyrri braut – sem hefði þýtt mikið atvinnu- og fjárhags- legt óöryggi og tíða flutninga – þá var stefnan tekin á heldur örugg- ari slóðir. Eftir sem áður þá hafði ég sem manneskja fjölbreyttar lang- anir og þarfir sem ég leitaðist við að uppfylla í takt við breytt- ar aðstæður. Stundum hunsaði ég eigin þarfir í löng tímabil vegna annarra ríkari hagsmuna og stundum lagði ég erfiða hluti á börnin mín til að framkvæma hluti sem ég taldi að væri fjöl- skyldunni fyrir bestu til lengri tíma. Þessi leit að jafnvægi á milli ólíkra þarfa innan fjölskyld- unnar er eitthvað sem flestir kannast við. Og sjálfsagt kannast líka flestir við að það er auðveld- ara að ná þessu jafnvægi í sam- vinnu foreldra. Í vöggu í bátnum Fyrir nokkrum árum þurfti ég að hjálpa nemanda við veiðar fyrir rannsóknarverkefni. Á meðan við biðum eftir að netin fylltust var okkur boðið kaffi á bænum. Það barst í tal hvernig gengi með strákinn minn sem þá var ungur. Ég sagði að það gengi vel en auð- vitað væri erfitt að skreppa svona á kvöldin. Þá drógu hjónin fram myndaalbúmið og sýndu mér myndir af meðgöngu og fyrstu mánuðum yngsta sonar síns. Á fyrri myndinni sjást hjónin – hún þá kasólétt – saman að veiðum úti á vatni. Á hinni seinni – á ver- tíð sléttu ári seinna – sést sonur þeirra sem hafði verið komið fyrir í vöggu í bátnum og svaf vært á meðan foreldrarnir vitj- uðu netjanna. Þetta hefur mér alltaf þótt dæmi til eftirbreytni. Ég er ekki að leggja til að smábörn séu send á Halamið strax á fyrsta ári. En samvinna foreldra um umönnun ungbarna og samvinna foreldra um framfærslu fjölskyldunnar hlýtur að vera eitthvað sem við getum öll sniðið að okkar aðstæð- um og ætti að vera regla frekar en undantekning. En þetta var þá. Konur tóku þátt af illri nauðsyn. Já, það er satt að konur og karlar unnu mikið og hjálpuðust að við umönn- un barna af illri nauðsyn, annars hefðum við hreinlega dáið út. En þessi nauðsyn myndar grunn meðfæddra tilfinninga okkar og þarfa í dag. Meðfætt eðli Veiðihundur sækir ekki fugla af nauðsyn. Hundarnir eru að sýna eðli sem kom til vegna nauðsynj- ar og á uppruna sinn enn dýpra, í veiðieðli úlfa. Vinnueðlið má reyndar rækta úr hundum. Marg- ir kjölturakkar virðast hafa litl- ar sem engar áhyggjur af því að vera fullkomlega háðir öðrum. Kannski má líka rækta sjálfs- bjargarhvötina úr konum, ég veit ekki hvort einhver hefur áhuga á því. Hitt veit ég að það veldur mikilli streitu hjá mönnum og dýrum að fá ekki útrás fyrir það meðfædda eðli að vera sjálfstæð. Áhrif þessarar streitu á móður- eðlið koma hvergi betur fram en í dýragörðum þar sem það gengur oft erfiðlega að fá villt dýr til að eiga og sinna eigin afkvæmum. Það er sama hve vel líkamlegum þörfum þeirra er sinnt. Það eru hvorki söguleg, líf- fræðileg né tilfinningaleg rök fyrir því að ýta mæðrum út úr virku samfélagi undir því yfir- skini að þeim sé best borgið inni á heimilunum, það sé þeim eðlilegt. Það þjónar hvorki hagsmunum kvenna né barna. Hverra hags- munum það þjónar er þó gömul saga og ný og óþarfi að útlista það frekar hér. Móðureðlið og dýragarðsbörn Í Morgunblaðinu laug- ardaginn 22. desemb- er eru álitlegar fréttir. Hin stærsta af höfðing- legri gjöf fyrirtækisins Skinneyjar-Þinganess til sveitarfélagsins Hafnar í Hornafirði vegna afmæl- is gefandans. Þá er á síð- unni getið um að hald hafi verið lagt á mikið magn af þýfi á Suðurnesjum og enn önnur þar sem kona viðurkennir að hafa í „tvígang“ kveikt í sameign fjölbýlishúss við Maríubakka í Breiðholti. Hinar tvær síðarnefndu frétt- irnar eru þó lítils virði á við stór- hug Skinneyjar-Þinganess, fyrir- tækis þar sem einn af eigendum er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, Halldór Ásgrímsson. Milljarða afskriftir Eftir milljarða afskriftir af tapfyrirtækinu Mónu hefir Skinney & co. rifið af sér og sett sig í gjafa- stellingar, sem skiljanlegt er. Hins vegar segir ekk- ert í fréttinni um hvers- lags fyrirtæki Móna var, né held- ur hvernig það komst yfir öll þau auðævi, sem afskrifa þurfti, millj- arða króna. Sérstakur saksóknari má ekk- ert vera að því að huga að slíkum málum enda búinn á nærri fjórum árum að ákæra upp undir einn tug útrásarvíkinga og hefir þó ekki nema 120 – eitt hundrað og tutt- ugu – manns í vinnu. Frétt kom hins vegar um það í blöðum, að þrjú félög víkinga hefðu orsakað 320 – þrjú hundr- uð og tuttugu – milljarða tap fyrir íslenzkt þjóðfélag. Sem betur fer mun enginn þurfa að borga það tap frekar en Mónu-tapið á Hornafirði. Gottgjörelsi Spurning: Hvað ætli þeir 320 millj- arða menn gefi til „gottgjörelsis“ sér þegar þar að kemur? „Hér dugar ekkert kák, Pétur Jónsson“ eins og maðurinn á Húsavík sagði um árið, þegar hann kom að brenn- andi húsi; tók höndum um fulla sláturtunnu, hvolfdi úr henni og bar hana tóma út. Mætti kannski benda víkingum á eins og andvirði einnar Hörpu til að byrja með? Hinu má svo skjóta hér inn í að Sérstakur saksóknari gerir ekkert annað og meira en dómsmálaráð- herrann ætlaðist til þegar hann fól honum embættisstörfin, sem von- legt er. Um aðaleiganda Skinneyjar- Þinganess og síðar Mónu er nægj- anlegt að vísa í ummæli hins nýja formanns þingflokks Sjálfstæð- isflokksins, Illuga Gunnarsson- ar, þar sem hann segir í grein í Fréttablaðinu 18. júní 2006: „Vandi Framsóknarflokksins er ekki sá að flokkurinn geti ekki verið stoltur af verkum sínum eða stefnu, þvert á móti.“ Um kynni manna af Hall- dóri Ásgrímssyni fórust Illuga þau orð í sömu grein: „Þau kynni hefðu átt að duga því fólki til að vita að Halldór Ásgrímsson myndi einung- is vinna eftir bestu sannfæringu.“ Mikil lifandi ósköp er gaman og ánægjulegt að sjá þegar vík- ingarnir taka að strá um sig með gjafafénu, jafnvel þótt aðrir eigi. Gjafafé NÝ STJÓRNAR- SKRÁ Dr. Níels Einarsson forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar ➜ „Auðlindir í náttúru Íslands sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru sam- eiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið þær eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.“ Skoðun visir.is Lengri útgáfu greinarinnar má sjá á Vísi.is SAMFÉLAGSMÁL Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir líff ræðingur og for- stöðumaður Varar – Sjávarrannsókna- seturs ➜ Þéttriðið, sveigjanlegt félagskerfi og sterk verndar- tilfi nning gagnvart börnum er grundvöllur velgengni mannkyns. Þar kemur maður í manns stað, kona í karls stað, móðir í móður stað. FJÁRMÁL Sverrir Hermannsson fv. alþingismaður ➜ Hins vegar segir ekkert í fréttinni um hverslags fyrirtæki Móna var, né heldur hvernig það komst yfi r öll þau auðævi, sem afskrifa þurfti, milljarða króna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.