Fréttablaðið - 02.01.2013, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2013 3Heilsuhótel Íslands ●
Smákvillar hverfa og sálin
endurnærist, líkaminn
léttist og húðin sléttist við
dvöl á Heilsuhóteli Íslands í
Reykjanesbæ, að sögn Sifjar
Sigfúsdóttur, markaðs- og
samskiptastjóra í Háskóla
Íslands. Hún hefur tvívegis
nýtt sér þjónustu hótelsins
ásamt eiginmanni sínum.
„Ég heillaðist af þeirri hugmynd
strax frá upphafi að hér á landi
væri til heilsuhótel þar sem hægt
væri að huga að mataræði og
hreyfingu á sama tíma. Fólk þarf
heldur ekki til Austurlanda til að
íhuga og endurnæra sálina, við
höfum hér okkar hreina loft og
hreina vatn ásamt fínni aðstöðu,“
segir Sif Sigfúsdóttir, markaðs-
og samskiptastjóri á félagsvís-
indasviði Háskóla Íslands. Hún
hefur tvívegis nýtt sér þjónustu
Heilsuhótels Íslands á Reykja-
nesi ásamt eiginmanni sínum.
„Það gerir líkamanum mjög gott
að hreinsa út allan sykur og kol-
vetni, sleppa kaffi og auðvitað
aukaefnum í mat, eins og við
gerðum á hótelinu, þannig að
dvölin virkaði mjög vel á okkur
en við höfðum ekki áður prófað
að taka þetta allt út í einu. Við
sjáum það alltaf betur og betur
hvað mataræði stjórnar andlegu
jafnt sem líkamlegu jafnvægi.
Á sunnudögum er einungis
neytt safa og þeir eru allir ný-
pressaðir. Svo er haldinn vatns-
dagur þar sem eingöngu er
drukkið vatn og te. Allt hefur
þetta mjög góð áhrif á líkamann.
Þess á milli borðum við salöt
og mikið grænmeti. Það er eins
og líkaminn losi sig við eitur-
efni sem hafa safnast upp, húðin
hreinsast og appelsínu húð hverf-
ur, maður fær eiginlega nýtt
tækifæri sem er líka ný byrj-
un.“ Sif segir hótelið í alla staði
vera mjög fínt og þægilegt og hún
segir gaman að dvelja þar, njóta
þess að fara í sauna, líkamsrækt,
hitaklefa, slaka á, fara í göng-
ur snemma á morgnana, teygjur
og slökun eftir gönguna, borða
hollan mat og drekka holla safa.
„Þetta er tími sem hver og einn
á fyrir sig og ræktar eigin lík-
ama og sál. Ég veit að hóteldvöl-
in hefur kveikt ljós hjá mörgum
og verið fólki stökkpallur inn í
breyttan lífsstíl til frambúðar.“
Dvöl á Heilsuhóteli Íslands
ólík öllu sem ég hef prófað
„Ég veit að hóteldvölin hefur kveikt ljós hjá mörgum og verið stökkpallur inn í
breyttan lífsstíl til frambúðar,“ segir Sif
Ólafur Ísleifsson missti hátt í
tíu kíló á tveimur vikum.
Hagfræðingurinn Ólafur Ísleifs-
son tók þá ákvörðun að sækja um
dvöl á Heilsuhótelinu í sumar og
sér ekki eftir því.
„Allar mínar væntingar upp-
fylltust og ég er mjög ánægður
með þann árangur sem ég náði.“
Ólafur dvaldi á hótelinu í tvær
vikur og missti hátt í tíu kíló. „Ég
upplifði það mjög sterkt að þarna
gekk ég inn í þrautprófað plan sem
snýst um skynsamlegt mataræði,
hreyfingu og hvíld.“
Ólafur segir auk þess mikla
náttúrufegurð á Reykjanesinu
sem margir láta fram hjá sér fara.
„Mér fannst gaman að ganga um
Keflavík, Njarðvík, Sandgerði og
Garðinn og skoða vitana og söfnin
í kring,“ segir Ólafur og dregur
kosti hótelsins saman. „Þarna er
um að ræða skilvirka dagskrá og
andrúmsloftið er létt og skemmti-
legt. Aðbúnaðurinn er til fyrir-
myndar og umhverfið áhugavert.“
Ólafur segir dvölina hafa fram-
kallað hugarfarsbreytingu hjá sér.
„Eins og ég upplifi þetta þá eru
nokkrar grundvallarreglur sem
þarf að fara eftir. Það er að sneiða
hjá hvítum sykri, hvítu hveiti og
temja sér hófsemi.“
Endurheimti fataskápinn
eftir skemmtilega dvöl á
Heilsuhótelinu
Dvölin á Heilsuhótelinu stóðst
fyllilega væntingar Ólafs og segir hann
náttúrufegurðina og umhverfið í kring
ánægjulegan bónus.
Sigvør Laksá, umboðsmaður
Eivarar Pálsdóttur, nýtur
hvíldarinnar á Heilsuhóteli
Íslands og kemur aftur og
aftur.
„Þetta er orðinn hluti af mínum
lífsstíl. Ég var ekki dæmigerð-
ur gestur Heilsuhótelsins heldur
var ég fyrst bara að fylgja systur
minni. Eftir tíu daga dvöl í fyrsta
sinn kom þó ekki annað til greina
en að koma aftur. Ég fann mikinn
mun á mér. Ég léttist um tólf kíló
og þau hafa ekki komið aftur,“ út-
skýrir Sigvør Laxá frá Færeyj-
um en hún lauk sinni þriðju dvöl á
Heilsuhóteli Íslands í sumar. Hún
segir fyrstu heimsóknina hafa
breytt heilsu sinni til hins betra.
„Ég hef aldrei verið mjög þung
en mátti þó léttast um tíu til fimm-
tán kíló. Ég var hins vegar farin
að finna fyrir ýmsum kvillum, svo
sem stífleika í höndum og fótum,
sem ég hélt að væru bara fylgi-
kvillar aldursins. Þessir kvillar
hurfu allir á meðan á dvölinni
stóð.“
Sigvør sinnir annasömu starfi
sem umboðsmaður eins frægasta
tónlistarmanns Færeyja, Eyvar-
ar Pálsdóttur. Norðurlandabú-
ar eru stór hluti gesta Heilsuhót-
els Íslands. Nú fjölmenna Færey-
ingar á hótelið enda stutt að fljúga
milli landanna. „Fiskisagan flýg-
ur hratt í Færeyjum. Við systurn-
ar vorum bara tvær fyrst en núna
sækir fjöldi Færeyinga hótelið í
hverjum mánuði,” segir Sigvør.
Færeyingar fjölmenna
á Heilsuhótelið
„Ég var ekki dæmigerður gestur Heilsu-
hótelsins heldur var ég fyrst bara að
fylgja systur minni. Eftir tíu daga dvöl í
fyrsta sinn kom þó ekki annað til greina
en að koma aftur,“ segir Sigvør Laksá,
umboðsmaður Eyvarar Pálsdóttur.