Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.01.2013, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 02.01.2013, Qupperneq 40
2. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 32 HANDBOLTI „Þetta var frábært. Tveir sigurleik- ir í röð. Ég verð að viðurkenna að það er orðið dálítið langt síðan ég upplifði það,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þegar Fréttablaðið sló á þráð- inn til hans í Danmörku í gær. Karlaliðið vann dramatískan eins marks sigur á Tvis Holstebro þann 27. desember og kvennaliðið vann stórsigur gegn Álaborg þremur dögum síðar. Desembermánuður var í meira lagi skrautleg- ur hjá Óskari Bjarna og félögum hjá Viborg. For- ráðamenn félagsins tilkynntu að karlaliðið yrði ekki sent til keppni í efstu deild á næstu leiktíð og Óskar Bjarni tók í kjölfarið við kvennaliðinu sem er á töluvert hærri stalli en karlaliðið. „Þetta var sérstaklega gott fyrir strákana. Desember hefur verið erfiður og sterkt að enda á sigri gegn sterku liði Tvis,“ segir Óskar Bjarni. Liðið hafði tapað þremur leikjum í röð enda mikil meiðsli í herbúðum liðsins. „Miðjumaður og vinstri skytta hafa verið meidd meira eða minna í allan vetur. Svo var fyrirliðinn, hægri skyttan, ekkert með í desemb- er auk þess sem vinstri hornamaðurinn meidd- ist fyrir Tvis-leikinn,“ sagði Óskar Bjarni sem hægt og rólega hefur dregið sig út úr þjálfara- hlutverkinu hjá karlaliðinu. Aðstoðarþjálfari hans og þjálfari B-liðs félagsins hafa tekið við en Óskar Bjarni verður þeim áfram til halds og trausts. Óskar Bjarni viðurkennir að hann hafi reikn- að með flótta hjá leikmönnum félagsins. „Það er búið að tala við marga af okkar leik- mönnum. Ég bjóst við því að við myndum missa markahæsta leikmanninn okkar því það voru mörg lið að tala við hann,“ segir Óskar og bendir á að leikmenn geti ekki skipt um lið innan Dan- merkur eftir áramótin. „Við erum því að halda öllum leikmönnum og leikmenn að snúa aftur úr meiðslum. Ef menn þjappa sér saman gæti karlaliðið orðið enn sterkara.“ Krafa um árangur Ólíkt því sem Óskar Bjarni fann fyrir með karla- liðið er skýr krafa um árangur hjá kvennaliðinu. „Strákarnir og stelpurnar eru á hver á sínum enda spýtunnar. Krafan hjá strákunum er að þeir gefi allt í þetta og spili með hjartanu. Menn gera sér grein fyrir því hvar mannskapurinn stendur. Að mínu mati var pressan of lítil,“ segir Óskar Bjarni. „Stelpurnar hafa reyndar ekki unnið deild- ina undanfarin tvö ár en að sjálfsögðu er pressa á árangur. Þetta er allt annað dæmi. Þeir vilja vera í Meistaradeildinni og til að komast þang- að verður liðið að vera í öðru hvoru af tveimur efstu sætunum,“ segir Óskar Bjarni. Kvennaliðið deilir efsta sætinu með nýkrýnd- um bikarmeisturum Midtjylland. Liðin eru tap- laus en gerðu jafntefli í viðureign sinni. Sex stig- um á eftir kemur meistaraliðið frá því í fyrra, Randers. „Ég á eftir að skoða liðin fram og til baka enda ekki orðinn sérfræðingur í kvennaboltanum,“ segir Óskar Bjarni en minnir á að Randers hafi komist upp úr riðli sínum í Meistaradeildinni en Viborg hafi hafnað í fjórða sæti. Hlé hefur verið gert á karlaboltanum vegna HM á Spáni en konurnar halda ótrauðar áfram leik í janúar. Óskar Bjarni er spenntur fyrir framhaldinu. „Það er hægt að hafa fleiri æfingar með stelp- unum. Strákarnir eru flestir í vinnu eða skóla. Stelpurnar geta nánast alla daga æft tvisvar á dag sem er mjög spennandi.“ - ktd Góð lok á erfi ðum desember Árið 2012 hlaut góðan endi hjá handboltaþjálfaranum Óskari Bjarna Óskarssyni hjá Viborg í Danmörku. MESSAR NÚ YFIR KONUNUM Óskar Bjarni verður á fullu með kvennalið Viborg á meðan karlalandsliðið leikur á HM. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FRJÁLSAR Ásdís Hjálmsdóttir mun fljúga á milli Íslands og Luzern í Sviss til æfinga á nýju ári. Ytra mun hún æfa undir handleiðslu Írans Terry McHugh en hér heima verður Einar Vilhjálmsson henni til halds og trausts. „Það hefur verið ákveðinn þreifingartími í gangi þar sem hún hefur verið að fylgja eftir og þróa samstarf við Terry McHugh, indælisdreng sem ég þekki frá fyrri tíð,“ segir Einar Vilhjálms- son en Íslandsmet hans í spjót- kasti, 86,80 metrar frá árinu 1992, stendur enn. Einar þekkir ágætlega til McHugh sem er fremsti spjótkast- ari sem Írar hafa alið. McHugh keppti á fernum Ólympíuleikum frá 1988 til 2000 en 82,75 metra kast hans í London árið 2000 er írskt met. „Já og hann kom meira að segja í Laugardalinn til þess að æfa með okkur Sigurði Einarssyni á sínum tíma. Hann var að ná þeirri stöðu að verða besti Írinn og við Sigurður að brillera. Hann tjaldaði í Laugardalnum og mætti á æfing- ar með okkur í nokkurn tíma yfir sumarið,“ segir Einar sem ber McHugh vel söguna. „Svo hittum við hann af og til á mótum í Evrópu. Hann er voðalega indæll, traustur og góður náungi. Hún er í góðum höndum þannig. Ég bind miklar vonir við þetta allt saman,“ segir Einar. Ein vika ytra í mánuði Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins stefnir Ásdís að því að verja einni viku við æfingar ytra og fylgja eftir æfingaáætlun hér heima. Þar verður Einar í mikil- vægu hlutverki. „Ég er boðinn og búinn að aðstoða hana eins og þarf,“ segir Einar sem minnir á að enn eigi eftir að ganga frá málunum í smá- atriðum. „Þetta er grófa hugmyndin en það er ansi mikill munur að vera á uppbyggingar- tímabili, undirbúnings- tímabili fyrir keppnis- tímabil og fara svo inn á mælt æfingatímabil og svo aðalkeppnistímabil- ið sjálft. Þetta kallar allt á mismunandi samskipti íþróttamanns og þjálfar- ans og það á eftir að stilla þessu saman.“ Eftirminnilegt ár Árið 2012 var eftirminnilegt fyrir Ásdísi Hjálmsdóttur. Afrekskonan kastaði 62,77 metra í fyrsta kasti sínu í undankeppni spjótkasts- keppninnar á Ólympíuleikunum í London. Hún tryggði sig inn í úrslitin um leið og hún setti nýtt Íslandsmet. Hún hafnaði í ellefta sæti í úrslitunum og varð í öðru sæti í kjöri íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins á dögunum. Einar segir Ásdísi vera í góðum höndum McHugh en einnig sé um að ræða gott tækifæri fyrir Írann. „Þarna fær hann tækifæri með glæsilegan íþróttamann,“ segir Einar sem hlakkar sjálfur til verk- efnisins. „Það er virkilega gaman og spennandi að fá að vera hluti af þessu teymi. Hvert mitt hlutverk verður í smáatriðum verður tím- inn að leiða í ljós,“ segir Einar sem lýst vel á komandi ár hjá Ásdísi. „Þetta fer svona virkilega vel af stað á nýju ári og það eru heilmik- il tækifæri í Ásdísi Hjálmsdóttur næstu fjögur árin,“ segir Einar. kolbeinntumi@365.is Ásdís Hjálmsdóttir heldur til Sviss Írinn Terry McHugh verður næsti þjálfari spjótkastskonunnar Ásdísar Hjálmsdóttur. Ásdís hefur verið án þjálfara síðan í september er samstarfi hennar og Stefáns Jóhannssonar lauk. Stefnt er að því að Ásdís dvelji eina viku í mánuði við æfi ngar í Luzern í Sviss. HORFIR TIL RÍÓ Ásdís Hjálmsdóttir keppti á Ólympíuleikunum 2008 í Peking og í London síðastliðið sumar. Þrjú og hálft ár eru í leikana í Ríó en þá verður kastkonan á 31. aldursári FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Landsliðsmarkvörður- inn Aron Rafn Eðvarðsson er á góðum batavegi eftir flensu sem hélt honum frá æfingum með íslenska landsliðinu á milli jóla og nýárs sem og æfingaleikjunum tveimur gegn Túnis. „Líðanin er orðin fín. Maður er búinn að liggja uppi í rúmi öll jólin. Ég naut matarins en ekkert meira en það,“ segir Aron Rafn, sem er þegar farinn að taka á því. Hafnfirðingurinn hefur æft síðustu þrjá daga og segir allt á réttri leið. „Ég hef verið að skokka, verið á snerpu- og lyftingaæfingum. Aðeins að sjokkera líkamann og sjá í hvernig standi ég er,“ segir Aron Rafn sem á í harðri sam- keppni um sæti í lokahópnum sem fer til Spánar. „Það er kannski erfitt að missa af leikjunum gegn Túnis. Þá fer ég kannski aftar í goggun- arröðina. Ég verð bara að sýna mig þegar við mætum aftur til æfinga,“ segir Aron Rafn en fyrsta æfing eftir fjögurra daga frí verður í fyrramálið. -ktd Aron Rafn orðinn frískur GEFST EKKI UPP Aron Rafn ætlar að gera allt til þess að komast í lokahópinn FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LÍST VEL Á MCHUGH Einar Vilhjálmsson er bjartsýnn á samstarfið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FREMSTUR ÍRA Terry McHugh er fremsti spjótkastari Írlands fyrr og síðar. NORDICPHOTOS/GETTY SPORT

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.