Fréttablaðið - 02.01.2013, Qupperneq 46
2. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 38
„Ég veit ekkert hvaða síða þetta er og ég tengist henni ekki
neitt,“ segir ljósmyndarinn Rebekka Guðleifs dóttir, en mynd
eftir hana er notuð í leyfisleysi á vefsíðu Norden Voyager-
afsláttarkortsins.
Umrætt afsláttarkort er á vegum Norræna félagsins og á vef-
síðunni má sjá margar smámyndir, en ein þeirra er sjálfsmynd
ljósmyndarans.
Rebekka segir að líklega hafi myndin verið tekin ófrjálsri
hendi af Flickr-ljósmyndavefnum, þar sem hún hýsir mynda-
safn sitt.
„Ég er búin að lenda ítrekað í þessu og þetta er orðið mjög
þreytt,“ segir Rebekka, en hún íhugar að hafa samband við
Myndstef, samtök myndhöfundarréttarhafa á Íslandi.
Árið 2007 komst Rebekka í heimsfréttirnar þegar myndir
hennar voru teknar af vefsvæði Flickr og fjölfaldaðar ólöglega
til endursölu.
„Það skapaðist mikil umræða um höfundar rétt á ljósmyndum
á inter netinu og ég fór í viðtal hjá BBC, en ég fékk aldrei neinar
bætur eða neitt slíkt. Sá sem var að þessu lét sig bara hverfa.“
- hva
Þetta er orðið
mjög þreytt
Myndir ljósmyndarans Rebekku Guðleifs-
dóttur eru ítrekað notaðar í leyfi sleysi.
NOTUÐ ÁN LEYFIS Rebekka prýðir vefsíðu afsláttar-
kortsins Norden Voyager.
LEITAR RÉTTAR SÍNS Rebekka íhugar að hafa sam-
band við Myndstef.
„Það hefur ekki beint verið þema
hjá okkur að hafa lítið að gera,“
segir knattspyrnukonan Greta
Mjöll Samúelsdóttir, en Greta og
systir hennar, Hólmfríður Ósk,
halda tónleika í Smáranum hinn
4. janúar næstkomandi. Systurn-
ar skipa dúettinn SamSam en þær
vöktu fyrst athygli fyrir sex árum
þegar þær sungu lagið Ó, María í
Söngkeppni framhaldsskólanna.
Systurnar hafa nú sameinað
krafta sína að nýju, en Greta
hefur undanfarin ár lagt stund
á fjölmiðlafræði í Boston og þær
systur því ekki náð að vinna eins
mikið í tónlistinni og þær hefðu
vonað. „Við höfum reynt að nýta
allan þann tíma þegar við hitt-
umst til að syngja og spila saman
en það getur verið erfitt þegar við
búum hvor í sinni álfunni,“ segir
Greta.
Hún útskýrir að Hólmfríður
sjái alfarið um að semja lögin
en að þær hafi sent einhverja
texta sín á milli. „Ég átti það líka
til að spila á úkúlele í Boston,
taka það upp og senda Hófí og
spyrja hana álits. Svo þegar ég
kom heim um páskana fórum
við bara beint í stúdíó og tókum
upp allt sem ég þurfti að gera
og svo fór ég bara aftur út.“
Greta segir þær ætla að spila
frumsamið efni á tónleikunum
í bland við þekkt lög sem þær
klæða í nýjan búning. „Þetta
verða mestmegnis lögin okkar
en inn á milli tökum við einhver
lög sem við fílum og þekkjum og
breytum þeim svolítið. Við tökum
til dæmis eitt lag með Kanye West
á úkúlele og svona.“
Tónleikarnir fara fram í veislu-
sal Breiðabliks í Kópavoginum og
er það engin tilviljun. „Við eigum
að sjálfsögðu augljósa tengingu
við Smárann og nýtum öll sam-
bönd sem við höfum,“ segir Greta,
en foreldrar þeirra, Ásta B. Gunn-
laugsdóttir, fyrrum landsliðskona
í knattspyrnu, og Samúel Örn
Erlingsson íþróttafréttamaður,
eru miklir Blikar. Hólmfríður
Ósk er í mastersnámi í lýðheilsu-
fræðum en starfar að auki sem
stundakennari í grunnskólanum í
Grindavík. Greta Mjöll er útskrif-
uð úr fjölmiðlafræði og vinnur um
þessar mundir að meistaraverk-
efni sínu í stafrænni fjölmiðlun en
samhliða spilar hún knattspyrnu
með Breiðabliki og er nú alfarið
flutt heim frá Bandaríkjunum.
„Núna getum við loksins farið að
spila saman á ný. Það eru spenn-
andi tímar fram undan.“
kristjana@frettabladid.is
Spila Kanye á úkúlele
Systurnar Greta Mjöll og Hólmfríður Ósk Samúelsdætur skipa dúettinn SamSam.
SAMEINAÐAR Á NÝ Systurnar Greta Mjöll og Hólmfríður Samúelsdætur halda tónleika í Smáranum þann 4. janúar
næstkomandi. MYND / HANNA GESTSSDÓTTIR
NÝÁRSHEITIÐ
„Ég set mér yfirleitt engin nýársheit.
En ætli ég reyni ekki að vera duglegri
að skipuleggja mig og hætta að
fresta hlutunum á nýju ári.“
Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir, Retro
Stefson
„Þetta var brjáluð eldskírn. Allt út í blóði og ógeði,“
segir Saga Garðarsdóttir leikkona um frumsýningu
Macbeth í Þjóðleikhúsinu á annan í jólum. Verkið
er það fyrsta sem hún frumsýnir í atvinnuleikhúsi
en hún útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla
Íslands í vor.
„Það var ótrúlegur heiður að fá að frum-
sýna Macbeth eftir Shakespeare í leikstjórn hins
ástralska Benedicts Andrews,“ segir Saga. Hún fer
með hlutverk aðalsmannsins Lenoffs. Áður hafði
hún stokkið inn í hlutverk elgsins í Dýrunum í
Hálsaskógi. Hvernig er að fá aðeins að leika karl-
kyns eða kynlausar persónur? „Mér finnst það bara
skemmtilegt. Ég hef verið að leika unga og velvilj-
aða drengi. Það er orðið svolítið mín týpa. Ég yrði
mjög hörundsár ef Pétur Pan væri settur upp án
mín,“ segir hún. „Í Dýrunum í Hálsaskógi ætlaði ég
að leika kvenkyns elg en þegar ég fór í jakkafötin,
setti upp hattinn og gráa hárið varð ég ósjálfrátt að
gömlum karlelg með djúpa rödd.“
„Guðjón Pedersen var samt svo hugrakkur að
setja mig í kvenhlutverk í næsta verki,“ segir hún
og á við leikritið Fyrirheitna landið. „Ég fékk meira
að segja að æfa mig í að leika stelpu og kyssa gamla
karla um daginn við tökur á þættinum Hæ Gosi.“
Auk hermannsins leikur hún tré í Macbeth. „Við
leikum heilan skóg saman og mér finnst það heiður
að leika jafn rótgróna leikhúspersónu og tré.“ - hþt
Leikur unga og velviljaða drengi
Saga Garðarsdóttir fer með nokkur hlutverk í Macbeth í Þjóðleikhúsinu.
FYRSTA FRUMSÝNINGIN „Það var ótrú-
legur heiður að fá að frumsýna Macbeth
eftir Shakespeare,“ segir Saga en hún leikur
aðalsmann og tré. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
www.enskafyriralla.is
Skipuleggjum einnig námsferðir til Englands fyrir hópa og einstaklinga.
Enskuskóli Erlu Ara
Enskuskóli Erlu Ara auglýsir enskunám í Hafnarfirði fyrir byrjendur og lengra
komna. Á hverri önn sækja um 200 nemendur enskunám í skólanum, langflest
konur á aldrinum 40 ára og eldri.
Við bjóðum upp á: 10 getustig með áherslu á tal. Styrkt af starfsmenntasjóðum.
Skráning í síma 8917576 og erlaara@gmail.com
Þú ert velkominn í heimsókn og tekur ákvörðum eftir fyrsta tíma hvort þú viljir taka þátt.
Ferðaskipuleggjandi
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS