Fréttablaðið - 08.01.2013, Page 1

Fréttablaðið - 08.01.2013, Page 1
 Það hugarfar að fatahönnun sé bara kerlinga- föndur er sem betur fer að breytast. Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands. FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 12 Kynningarblað Lögregluskólinn, stjórnendanámskeið, iðngreinar, Dale Carnegie námskeið, ókeypis íslenskunám á vefnum, hljóðvinnslunám, minnið, heilafóður og góð ráð. SKÓLAR ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2013 &NÁMSKEIÐ BAKAÐ GRASKER Butternut-grasker er ákaflega góður og hollur matur. Hægt er að baka graskerið í ofni og nota sem meðlæti eða gera úr því súpu. Skerið graskerið í tvennt og takið fræ úr. Setjið smá olíu og smjör ofan á ásamt salti, pipar og timjan. Bakið í 50 mínútur. LJÚFFENG HOLLUSTA VINSÆLASTIR Þessir drykkir eru vinsælastir hjá Booztbar, berjaboozt og svo grænn hollustudrykkur. Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is Háskerpu öryggismyndavélar -gæsla og öryggi öryggismyndavélar Verð: 39.750 kr. Hámarks næringargildi og upptaka í líkamanum Eingöngu lífrænt ræktuð bætiefni 2 SÉRBLÖÐ Skólar & námskeið | Fólk Sími: 512 5000 8. janúar 2013 6. tölublað 13. árgangur Bærinn bjargar Haukum Hafnarfjarðarbær kaupir fimmt- ungshlut í íþróttamiðstöðinni að Ásvöllum. Félaginu bannað að stofna til skulda næstu 25 ár. 2 Hættari við sjúkdómum Því fyrr sem stúlkur verða kynþroska því meiri líkur eru á að þær látist af völdum hjarta- og æðasjúkdóma á fullorðinsárum. 4 Lýsa sig saklausa Fjórmenningarnir sem ákærðir eru fyrir umboðssvik í Aurum-málinu segjast allir saklausir af ákærunum. 6 Flugdólgurinn kærður Forsvars- menn Icelandair hafa ákveðið að leggja fram kæru til lögreglu á hendur flugdólginum. 6 MENNING Útkoman er stundum kostuleg þegar aldnir rokkarar leggja nafn sitt við söluvarning. 22 SPORT Atli Hilmarsson handbolta- þjálfari spáir því að Danir eigi eftir að gera það gott á HM á Spáni. 26 a M íH ha ndbolt Hefst Eftir3daga Nýtt íslenskt dansverk eftir Steinunni Ketilsdóttur. Síðustu sýningar: 9. OG 10. JANÚAR JAELSKAN.IS / LEIKHUSID.IS SKOÐUN Teitur Guðmundsson skrifar um mikilvægi heilsu- og vinnuverndar- starfs innan fyrirtækja. 13 MENNING „Þetta er mjög skemmti- leg breyting sem við tökum fagn- andi,“ segir Linda Björg Árnadótt- ir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands. Í fyrsta sinn er kynjahlutfall nema á fyrsta ári í fatahönnun jafnt. Fimm strákar og fimm stelpur stunda nú nám í fatahönnun á fyrsta ári. Þá eru tveir strákar á þriðja ári en hingað til hefur skól- inn einungis útskrifað þrjá stráka úr fatahönnunardeildinni. Linda Björg segir ímynd fata- hönnunar hafi tekið stakkaskipt- um síðastliðin ár og það geti útskýrt þessa fjölgun stráka í nám- inu. „Það hugarfar að fatahönnun sé bara kerlingaföndur er sem betur fer að breytast. Fatahönn- un er orðið fag sem er tekið alvar- lega sem starfsvettvangur að lok- inni útskrift,“ segir Linda Björg og nefnir einnig fatahönnuðinn Guð- mund Jörundsson sem eins konar brautryðjanda fyrir karlkyns fata- hönnuði á Íslandi í dag. Hann hefur slegið í gegn með herrafatalínu sinni fyrir herra- fataverslun Kormáks og Skjaldar en hann útskrifaðist úr skólanum árið 2011. - áp / sjá síðu 30 Í fyrsta sinn er kynjahlutfallið jafnt í fatahönnunarnámi við LHÍ: Jafn margir strákar og stelpur Bolungarvík 3° SV 7 Akureyri 2° S 5 Egilsstaðir 4° SA 7 Kirkjubæjarkl. 6° V 3 Reykjavík 4° V 8 SKÚRIR Í dag verða víða suðvestan 5-13 m/s og skúrir en þurrt NA-til framan af. Hiti 2-8 stig. 4 HEILBRIGÐISMÁL Átta börn og unglingar hafa fengið meðferð á barna- og unglingageðdeild Land- spítalans (BUGL) vegna kynátt- unarvanda á síðustu tveimur árum. Börnin eru á aldrinum 8 til 17 ára, jafnt af báðum kynjum. Mikil vitundarvakning hefur orðið innan málaflokksins und- anfarin ár og eru sérfræðingar innan spítalans nú að vinna að nýjum verk- og vinnuferlum til að ná utan um meðferð og aðstoð ein- staklinga sem greinast með vand- ann og aðstandenda þeirra. Erlendur Egilsson, sálfræðing- ur á BUGL, segir umræðu síðustu ára hafa einkennst af því að kyn- áttunarvandi sé nú skilgreindur sem viðurkenndur geðvandi og hvernig beri að vinna sem skil- virkast út frá því. „Þetta er nýr málaflokkur hjá okkur og því þarf að vanda sér- staklega hvaða greiningartæki við notum, forðast öfgar og muna hvað fylgir vandanum,“ segir hann. „Við tökum enga afstöðu til þess hvernig líkamlega ferl- ið mun svo fara. Við hjálpum barninu og fjölskyldu þess til að geta unnið heilbrigt með þetta.“ Erlendur bendir á að fjölmarg- ir fylgikvillar geta komið upp hjá barni og unglingi með kynáttun- arvanda, eins og kvíði, þunglyndi, sjálfskaði og vímuefnanotkun. Slíkt geri oft og tíðum erfiðara að vinna með málin og þyngir allan vanda. „Að upplifa sig í röngum líkama er nógu strembið fyrir,“ segir hann. Íslenskar rannsóknir um algengi kynáttunarvanda barna og unglinga hafa enn ekki verið gerðar. Samkvæmt Erlendi er tíðnin algengari hjá drengjum, um það bil fjórir á móti hverri stúlku, en munurinn milli kynja minnkar eftir að kynþroska er náð. Samkvæmt erlendum rann- sóknum eru transkonur, konur fæddar í líkama karla, tveir þriðju þeirra sem þjást af kyn- áttunarvanda. Hlutfall barna með kynáttunarvanda sem enda á að fara í kynleiðréttingu er á bilinu 5 til 25 prósent, en eftir því sem unglingsárin færast yfir hækkar hlutfallið til muna. - sv / sjá síðu 8 Átta börn á BUGL síðustu tvö ár vegna kynáttunarvanda Mikil viðhorfsbreyting hefur átt sér stað undanfarin tvö ár varðandi kynáttunarvanda barna og unglinga. BUGL byggir nú upp nýja verkferla og vinnuaðferðir. Börnin á BUGL eru af báðum kynjum á aldrinum 8 til 17. Kynáttunarvandi er skilgreindur í íslenskum lögum sem „upplifun ein- staklings frá unga aldri um að hann telur sig hafa fæðst í röngu kyni og óskar að tilheyra hinu kyninu“. Visst hlutfall einstaklinga með kynáttunarvanda gengst undir kynleiðrétt- ingaraðgerð, sem er „leiðrétting á líffræðilegu kyni með skurðaðgerð“. Hvað er kynáttunarvandi? JÓLIN KVÖDD Það var erill á móttökustöð Sorpu úti á Granda í gær þar sem fólk fleygði jólatrjám sínum. Jólin eru nú form- lega að baki og hversdagsleikinn tekinn við. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Argentínumaðurinn Lio- nel Messi, leikmaður Barcelona, náði þeim ótrúlega áfanga í gær að vera valinn besti knattspyrnu- maður heims fjórða árið í röð. Það hefur aldrei gerst áður í sög- unni. Messi fékk 41 prósent atkvæða í fyrsta sætið en Portú- galinn Cristiano Ronaldo 23 pró- sent. Barcelona vann hvorki spænsku deildina né Meistaradeildina á síð- ustu leiktíð en Messi var engu að síður óstöðvandi og setti heims- met er hann skoraði 91 mark á árinu. - hbg / sjá síðu 26 Knattspyrnumaður ársins: Messi bestur fjórða árið í röð LIONEL MESSI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.