Fréttablaðið - 08.01.2013, Blaðsíða 2
8. janúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
SPURNING DAGSINS
TENNIS
er skemmtileg hreyfing
Nú er rétti tíminn til að
panta fastan tíma í tennis.
Eigum nokkra tíma lausa.
Skemmtilegu byrjendanámskeiðin
fyrir fullorðna eru að hefjast.
Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is
LÖGREGLA Eldur kviknaði inni
á skemmtistaðnum Allanum á
Siglufirði í fyrradag. Um 100
gestir voru á árlegri þrettánda-
skemmtun Kiwanis-manna á
staðnum þegar eldurinn bloss-
aði upp og barst fljótlega mikill
reykur um allt húsið.
Talið er að eldurinn hafi
kviknað eftir að barn hafði í
óvitaskap verið að fikta með eld
inni í geymslu þar sem flugeldar
voru geymdir.
Þannig vildi til að fjórir
slökkviliðsmenn voru á staðn-
um þegar eldurinn kom upp og
skipulögðu þeir strax rýmingu
hússins og hófu slökkvistarf.
Enginn slasaðist en nokkrar
skemmdir urðu á staðnum vegna
vatns og reyks.
Eldur í húsi á Siglufirði:
Rýmdu Allann
vegna eldsvoða
FJÁRMÁL „Menn hafa gengið allt-
of langt án þess að hafa nokkrar
forsendur fyrir því,“ segir Gunn-
ar Axel Axelsson, formaður bæj-
arráðs Hafnarfjarðar sem keypt
hefur hlut Knattspyrnufélags-
ins Hauka í íþróttamiðstöðinni á
Ásvöllum. Skilyrði er að Haukar
efni ekki til nýrra skulda í 25 ár.
Grundvöllur kaupanna eru mikl-
ir fjárhagserfiðleikar Hauka. Þá
má meðal annars rekja til yfir eitt
hundrað milljóna króna kúluláns í
svissneskum frönkum sem félagið
tók árið 2007 og átti að greiða
2009. Félagið hefur ekki getað
staðið í skilum með þessi lán.
Hafnarfjarðarbær kaupir
fimmtungshlut sem Haukar hafa
átt á móti bænum í íþróttamiðstöð-
inni. Undanskilið er félagsheimili
sem Haukar eiga alfarið einir.
Bærinn hefur þegar greitt 62,6
milljónir króna sem skuldajöfnun
á tveimur skuldabréfum Hauka
hjá bæjarsjóði frá árunum 2001
og 2002. Í hverjum mánuði héðan
frá í aldarfjórðung á bærinn síðan
að borga 1,6 milljónir króna inn á
bankareikning Hauka til greiðslu
á skuldum félagsins við Lands-
bankann.
Samningurinn er metinn á
271 milljón króna en samkvæmt
greiðsluáætluninni mun bærinn
hafa greitt hátt í 500 milljónir áður
en yfir lýkur árið 2037.
Gunnar Axel segir Hafnarfjarð-
arbæ einfaldlega vera að verja
sína stöðu. Hinn kosturinn hafi
verið sá að Landsbankinn leysti
til sín hlut Hauka og gerðist með-
eigandi bæjarins í íþróttamann-
virkjunum.
„Það var full samstaða um það
í bæjarráði að þetta væri skyn-
samlegasta niðurstaðan í ljósi
aðstæðna og að hagsmunir bæjar-
ins væru best tryggðir með þess-
um hætti,“ segir Gunnar.
Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Hauka, segir að
með sölunni létti verulega á
rekstri Hauka sem eftir hana
skuldi aðeins átta milljónir króna.
„Það á ekki endilega að vera hlut-
verk íþróttafélaga að eiga einhver
mannvirki. Félögin eiga nóg með
að reyna að halda í horfinu með
rekstur íþróttastarfseminnar,“
segir Magnús.
Í samningnum er ákvæði um að
Haukum sé „með öllu óheimilt að
stofna til nýrra skulda á samnings-
tímanum“. Magnús kveðst ekki
telja að þetta feli alfarið í sér bann
við að Haukar skuldsetji sig heldur
að félaginu sé óheimilt að veðsetja
félagsheimili sitt. Engar hugmynd-
ir séu þó um frekari lántökur.
„Vandinn í hnotskurn er sá að
íþróttafélögin hafa verið að skuld-
setja sig. Síðan hefur bærinn þurft
að grípa inn í með aðgerðum og
leggja til meira fé. Þá má auðvi-
tað spyrja sig; er bæjarfélagið að
leggja nógu mikið til íþróttastarf-
seminnar eða ekki?“
gar@frettabladid.is
Leystir út og settir í
25 ára lántökubann
Hafnarfjarðarbær kaupir fimmtungshlut Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum
fyrir 271 milljón króna. Félaginu er bannað að stofna til nýrra skulda næstu 25 ár.
Gengu alltof langt, segir formaður bæjarráðs. Mjög mun létta á rekstri Haukanna.
ÁSVELLIR Haukar eiga ekki lengur hlut í íþróttamiðstöðinni en halda félagsheimili
sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
GUNNAR AXEL
AXELSSON
MAGNÚS
GUNNARSSON
SVEITARSTJÓRNIR Búist er við að
bæjarstjórn Akraness ræði í dag
mál Jóns Pálma Pálssonar sem
settur var af sem bæjarstjóri í
desember.
Eins og fram hefur komið tók
Jón, sem lengi hefur verið bæjar-
ritari á Akranesi, tímabundið að
sér bæjarstjórastarfið í kjölfar
þess að fyrrverandi bæjarstjóri
hætti vegna samstarfserfiðleika
við ákveðna bæjarfulltrúa. Bæjar-
stjórn leysti Jón frá bæjarstjóra-
starfinu viku fyrir jól með þeim
skýringum að grunur væri um að
hann hefði brotið gegn starfsskyld-
um. Síðastliðinn föstudag rann út
tveggja vikna frestur sem Jóni var
gefinn til andsvara. Reiknað er
með að sjónarmið hans verði rædd
í bæjarstjórn í dag. - gar
Bæjarstjórn á Akranesi:
Ræða mál Jóns
Pálma í dag
N-KÓREA, AP Eric Schmidt, stjórnarformaður Google, vill kynnast efna-
hagsaðstæðum og samfélagsmiðlum í Norður-Kóreu af eigin raun í einka-
heimsókn til landsins, samkvæmt upplýsingum frá sendinefnd hans.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lýst efasemdum vegna tímasetningar
heimsóknarinnar. Örfáar vikur séu frá umdeildu eldflaugarskoti Norður-
Kóreu.
Frá því að Kim Jong-un tók við völdum í landinu fyrir ári síðan er
Schmidt umsvifamesti viðskiptajöfur Bandaríkjanna til að heimsækja
landið, sem er alræmt fyrir hömlur og ritskoðun á netinu. Bill Richard-
son, fyrrverandi ríkisstjóri í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum, sem er
í föruneyti Schmidts, sagði að um mannúðarheimsókn væri að ræða,
ótengda málefnum Google. - óká
Stjórnarformaður Google sækir Norður-Kóreu heim:
Tímasetningin sætir gagnrýni
Í TOLLINUM Eric Schmidt, stjórnarformaður Google, (fyrir miðju) við komuna til
Pjongjang í Norður-Kóreu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Eiður, er Ásgeir
trausti maðurinn?
„Þegar á reyndi var á hann
treystandi.“
Eiður Arnarsson er framkvæmdastjóri Senu
sem gaf út plötu Ásgeirs Trausta, Dýrð í
dauðaþögn. Öllum að óvörum varð platan
mest selda frumraun tónlistarmanns frá
upphafi á Íslandi.
BRASILÍA Farsími, hleðslutæki og
heyrnartól var meðal þess sem
fangaverðir fundu límt við kött
sem notaður var við smygl í fang-
elsi í borginni Arapiraca í Brasilíu.
Yfirvöld segja að líklega hafi
átt að nota hlutina til að undirbúa
flótta úr fangelsinu. Talsmaður
fangelsisins sagði í samtali við
staðarblaðið að ekki væri búið að
finna hver stæði að baki smygltil-
rauninni. „Það getur verið erfitt
að komast að því enda getur kött-
urinn ekki talað.“
Bíræfnir smyglarar:
Smyglköttur
tekinn í Brasilíu
LÖGREGLUMÁL Nítján ára piltur
leitaði til lögreglu um helgina og
tilkynnti um að honum hefði verið
nauðgað af hópi karlmanna. Piltur-
inn var í annarlegu ástandi þegar
árásin átti sér stað, samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins, og gat
ekki sagt til um hversu margir
árásarmennirnir hefðu verið, að
öðru leyti en að þeir hefðu verið
fleiri en einn.
Björgvin Björgvinsson, yfir-
maður kynferðisbrotadeildar lög-
reglunnar segir að pilturinn hafi
ætlað að koma á lögreglustöð, gefa
skýrslu og kæra málið í gær en
ekki treyst sér til þess. Hann ætli
að koma í dag í staðinn.
Maðurinn var við Hörpu þegar
hann hafði samband við lögreglu,
sem flutti hann á spítala. Þar fékk
hann aðhlynningu hjá neyðarmót-
töku vegna kynferðisbrota. Hann
mun vera með áverka sem benda
til þess að hann hafi verið beittur
kynferðisofbeldi. Ekki liggur fyrir
hvar árásin var framin.
Maðurinn var útskrifaður af
sjúkrahúsi þá um morguninn og
eins og áður segir býst Björgvin
við því að hann gefi skýrslu hjá lög-
reglu í dag. - sh
Nítján ára piltur segir sér hafa verið nauðgað af fleiri en einum manni:
Hyggst kæra hópnauðgun í dag
LANDSPÍTALINN Pilturinn fór á spítala
þar sem hann fékk aðhlynningu á
neyðarmóttöku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LÖGREGLUMÁL Barnaníðingurinn Karl Vignir Þor-
steinsson verður kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu í
kjölfar Kastljóssþáttar sem sýndur var í gær, þar sem
hann játaði að hafa misnotað upp undir fimmtíu börn
undanfarna fjóra til fimm áratugi. Þetta segir Björg-
vin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Í Kastljósi var fjallað ítarlega um brotaferil Karls
Vignis, sem áður hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðl-
um. Hann misnotaði börn á Kumbaravogi og í starfi
sínu á Hótel Sögu, og auk þess vistmenn á Sólheimum,
óáreittur í áratugi. Flest brotin eru löngu fyrnd.
Allt þetta og meira til játaði hann á upptökum sem
aflað var með földum myndavélum. Á einni slíkri
sagðist hann síðast hafa níðst á barni fyrir þremur til
fjórum árum. Sé það rétt er brotið ekki fyrnt.
Kastljós afhenti lögreglunni upptökurnar. Björg-
vin Björgvinsson segir kynferðisbrotadeildina aðeins
hafa haft þær undir höndum í nokkra daga. „Eftir
þetta komum við til með að kalla á hann og taka af
honum skýrslu um ýmislegt sem hann sagði þarna,“
segir hann. Það verði gert mjög fljótlega, annaðhvort
strax í dag eða þá á næstu dögum.
„Við verðum svo bara að skoða hvert og eitt mál
fyrir sig ef við finnum þolandann,“ segir Björgvin.
Karl Vignir sagðist í Kastljósti í gær vilja fá refs-
ingu fyrir brot sín. Hann hefði liðið fyrir það sem
hann hefði gert og átt svefnlausar nætur. „Ég get ekki
svarað því hvers vegna ég var ekki stoppaður af,“
sagði hann jafnframt. - sh
Lögregla bregst við Kastljóssþætti um mann sem misnotaði börn í hálfa öld:
Karl Vignir verður yfirheyrður
VEIT AÐ ÞETTA ER RANGT Karl Vignir kvaðst ekki skilja af
hverju enginn hefði stoppað hann í öll þessi ár. MYND/KASTLJÓS