Fréttablaðið - 08.01.2013, Side 24

Fréttablaðið - 08.01.2013, Side 24
KYNNING − AUGLÝSINGSkólar & námskeið ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 20136 Seppi litli úrelt afsökun „Hundurinn át heimaverkefnið mitt“ er löngu úrelt afsökun ef heimaverkefnið liggur ekki klárt á kennaraborðinu á settum degi. Nútímanemendur segja tæknina frekar hafa brugðist sér þegar þeir reyna að snúa sig út úr verkefnaskilum. Þetta kom fram í könnun sem náði til 500 kennara og 1.000 nemenda í skólum í Bretlandi. Könnunin var gerð árið 2010 og birtist meðal annars í The Telegraph. Hér eru nokkur dæmi um afsakanir nútímanáms- manna, teknar af www.telegraph.co.uk: Ég sendi verkefnið í tölvupósti en fékk póstinn aftur í hausinn. Ég kláraði verkefnið en eyddi því óvart út. Tölvan mín hrundi. Prentarinn minn bilaði. Ég kláraði verkefnið en gat ekki vistað það. Blekið kláraðist í prentaranum. Netið lá niðri og ég gat ekki fundið heimildir til að vinna verk- efnið. Ég missti drykkinn minn yfir tölvuna og hún hrundi. Það var brotist inn hjá mér og tölvunni stolið. Ég gat ekki tengt fartölvuna mína við prentara. Það komst vírus í tölvuna mína sem rústaði harða drifinu. Ég týndi tölvunni minni. Dæmi um skrítnustu afsakanir sem kennararnir sem tóku þátt í könnuninni höfðu heyrt: Gullfiskurinn minn át það. Hesturinn minn át það. Lyklaborðið mitt brotnaði í tvennt. Ég missti verkefnið í ána og straumurinn hreif það með sér. Háskóli Íslands hefur um nokkurra ára skeið boðið upp á ókeypis íslensku-nám á vefnum undir heitinu Ice- landic Online. Fyrsta námskeiðið fór í loft- ið árið 2004 og síðan þá hafa um 120.000 manns skráð sig inn á vefinn og sótt nám- skeið þar að sögn Kolbrúnar Friðriksdótt- ur, verkefnastjóra Icelandic Online og að- junkts í íslensku fyrir erlenda stúdenta á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. „Viðtök- urnar hafa verið alveg ótrúlegar, sérstak- lega þegar haft er í huga að við höfum nán- ast ekkert markaðssett þessi námskeið. Notendur koma frá flestum heimsálfum en námskeiðin eru þó vinsælust hjá Banda- ríkjamönnum, Þjóðverjum, Bretum, Frökk- um og Rússum. Við sjáum þó einnig notend- ur frá ýmsum löndum eins og Venesúela, Japan, Kína, Ísrael, Brasilíu og Eistlandi.“ Námskeiðin eiga sér enga fyrirmynd að sögn Kolbrúnar og eftir því sem hún best veit eru engin sambærileg ókeypis nám- skeið til á öðrum tungumálum. „Námskeið- in voru nýsköpunarverkefni á sínum tíma og áttu sér ekki beina fyrirmynd á þessum tíma. Kollegar okkar á Norðurlöndum hafa hins vegar horft til þeirra sem fyrirmynd- ar og viljað þróa sambærileg námskeið fyrir önnur norræn tungumál.“ Námskeiðin eru ætluð til sjálfsnáms að sögn Kolbrúnar og er öllum opið endur- gjaldslaust. Æfingar námskeiðanna eru afar fjölbreyttar og um leið gagnvirkar þannig að nemendur fá svörun jafnóðum og þeir vinna þær. „Notendur fá þjálfun í grundvallarþátt- um málsins, til dæmis orðaforða, málfræði, málnotkun, skilningi og hlustun. Með efn- inu eru auk þess rafrænir stuðningsmiðl- ar eins og orðabók og málfræðigrunnur og hjálparmálið á námskeiðunum er enska. Notendur vefsins koma úr öllum áttum að sögn Kolbrúnar enda mikill áhugi á ís- lensku víða í heiminum. „Það er ekki einfalt að fullyrða um hvað veldur þessum mikla áhuga. Íslendingasögurnar spila þar vafa- laust inn í. Síðan er mikið af tungumálafólki og málvísindamönnum sem hafa mikinn áhuga á tungumálinu. Íslenskan er auk þess lítið málsamfélag þar sem tungumálið hefur varðveist vel og það vekur áhuga margra.“ Hún nefnir einnig til sögunnar þýðendur og þá sem hún kallar tungumálasafnara, fólk sem lærir mörg ný tungumál sér til skemmt- unar. „Síðan eru fjölmargir sem hafa ein- faldlega áhuga á íslenskri náttúru, hestin- um og menningu okkar og vilja þess vegna læra tungumálið. Við urðum þess sérstak- lega vör fyrir nokkrum árum þegar frægð Bjarkar var sem mest. Þá bar nokkuð á því að aðdáendur vildu læra íslensku til að geta skilið móðurmál hennar og til að geta lesið íslenska texta söngkonunnar.“ Íslenskunám um allan heim Margir útlendingar stunda ókeypis íslenskunám í gegnum vefinn. Fyrsta námskeiðið fór í loftið árið 2004 og aðrar Norðurlandaþjóðir nota það sem fyrirmynd að uppbyggingu sambærilegra námskeiða heima fyrir. „Viðtökurnar hafa verið alveg ótrúlegar, sérstaklega þegar haft er í huga að við höfum nánast ekkert markaðs- sett þessi námskeið,“ segir Kolbrún Friðriksdóttir, verkefnastjóri Icelandic Online og aðjunkt við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. MYND/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.