Fréttablaðið - 08.01.2013, Page 26

Fréttablaðið - 08.01.2013, Page 26
KYNNING − AUGLÝSINGSkólar & námskeið ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 20138 Með réttu mataræði og nægri vat nsdr yk kju aukast líkur á góðri námshæfni og betri einkunn- um. Hér eru tíu fæðutegund- ir sem næra og fríska upp á heilabúið. ● Epli á dag kemur heilsunni í lag og eykur námsgetu til muna. Eplahýði inniheldur kröftug andoxunarefni sem bæta minnis- hæfni heilans. ● Spínat er stútfullt af fólati og sýnt hefur verið fram á að það geti bætt minnistap. ● Fiskur er flestur ríkur af ómega-3 fitu- sýrum sem eru nauðsynlegar fyrir tauga- starfsemina. Stærstur hluti mannsheil- ans er gerður úr fituvef svo fituríkur fiskur skerpir á hugsun og hjálpar okkur að læra á skilvirkan hátt. Rannsóknir sýna að reglu- legt fiskát minnkar líkur á elliglöpum. ● Dök kt súk kulaði eykur blóðf læði til heilans og nærir hann, bætir minni og eykur snerpu, ár- vekni og skýrleika. ● Kjúklinga-, nýrna- og linsubaunir inni- halda góðan prótín- forða, sem eykur virkni heilans, og fólat, sem bætir minnis- hæfni hans. ● Litrík bláber, kirsuber, hindber, trönuber, kræki- ber og v í nber draga úr áhrifum eitrunar í blóð- rás og innihalda andoxunar efni sem bæta blóð- flæði og taugastarf- semi. ● Valhnetur, möndlur og pistasíuhnet- ur eru ríkar af góðum fitusýrum fyrir heilabúið. Þær eru orkuríkar, inni- halda járn og láta heilanum í té súrefni sem eykur and- lega árvekni og hæfni til að varðveita upplýs- ingar. ● Laukur bætir minni og skerpu. Efnasam- bönd lauka eru talin draga úr líkum á Alz- heimers-sjúkdómnum. ● Öfugt við letjandi áhrif hvíts hveitis gefa heilkorn orku ásamt því að bæta minni og námsgetu. ● Brokkólí, blómkál, rósakál, kínakál og fleiri káltegundir hafa jákvæð áhrif á minn- isgeymd. Best er að borða kálið hrátt til að fá úr því mestu næringuna þar sem eldun sviptir kálið þeim næringarefn- um sem heilinn þarfnast mest. Áhrifaríkt heilafóður Matur hefur bein áhrif á heilastarfsemina og getur haft úrslitaáhrif á námsgetu. Vissar fæðutegundir eru beinlínis lykill að betri einkunnum um leið og þær gefa góða magafylli.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.