Fréttablaðið - 08.01.2013, Síða 28
KYNNING − AUGLÝSINGSkólar & námskeið ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 201310
Það skiptir foreldra miklu máli að börnum þeirra líði vel og nái árangri í lífinu.
Hvort sem er í skóla, í íþróttum,
með vinum eða í hverju því sem
þau taka sér fyrir hendur. „Sjálfs-
traust er lykilþáttur í almennri
vellíðan og ungt fólk með sterkt
sjálfstraust er líklegra til þess að
geta tekist skynsamlega á við allar
þær freistingar sem lífið hefur upp
á að bjóða,“ segir Jón Halldórsson,
Dale Carnegie-þjálfari.
Foreldrar hafa mikil áhrif
„Foreldrar sem hlúa vel að börn-
um sínum, hrósa þeim fyrir það
sem þau gera vel og gefa sér tíma
til að hlusta og ræða við þau um
það sem þau eru að takast á við,
það eru foreldrar sem auka lík-
urnar á því að börnin þeirra fái
sterkt sjálfstraust.“
En börn eru ekki alltaf heima
hjá sér. Mestan hluta dagsins
eru þau í skóla, á æfingum eða í
öðrum frístundum. „Einmitt þá
reynir hvað mest á að þau hafi
nægt sjálfstraust til þess að takast
á við lífið. Við viljum öll að börn-
in okkar hafi leiðtogahæfileika og
þori að velja á milli réttu leiðar-
innar og hinnar röngu. Hafi kjark
til þess að láta ekki undan þrýst-
ingi vinanna og hafi sjálfstraust til
þess að segja NEI við reykingum,
drykkju og fíkniefnum. Grunnur-
inn að því er sterkt sjálfstraust.“
Félagsleg færni hefur áhrif
„Ungt fólk með sterka félagslega
færni er oft frekar viðurkennt í
vinahópum. Þar af leiðandi fær
það frekar jákvæða styrkingu frá
umhverfinu sem eykur sjálfs-
traustið. Hins vegar lenda sumir
einstaklingar sem ekki eru félags-
lega sterkir oft í erfiðari aðstæð-
um þar sem þeir eru ekki viður-
kenndir á sama máta. Margir upp-
lifa mikla höfnum, er strítt, eru
skildir út undan og í verstu tilfell-
um lenda þeir í einelti, sem er eitt-
hvað sem enginn ætti að þurfa að
upplifa.“ Til að hjálpa unglingum
að takast á við þættina hér að ofan
hefur Dale Carnegie-þjálfun sett
upp námskeiðið Næsta kynslóð
fyrir ungt fólk.
„Námskeiðin hafa margsannað
sig og sýna rannsóknir á árangri
þeirra stóraukið sjálfstraust, já-
kvæðara viðhorf og áræðni hjá
þátttakendum.“
Er barnið þitt með
gott sjálfstraust?
Rannsóknir sýna fram á að börn og unglingar sem sótt hafa Dale
Carnegie-námskeið hafa aukið sjálfstraust sitt og félagsfærni svo um munar.
Jón Halldórsson þjálfari hjá Dale Carnegie segir sjálfstraust lykilþátt í almennri vellíðan
barna og unglinga. MYND/VALLI
COMENIUS
MENNTAÁÆTLUN
EVRÓPUSAMBANDSINS
NÁMSKEIÐ Í GERÐ COMENIUS OG
GRUNDTVIG SAMSTARFSUMSÓKNA
15. JANÚAR Í NÁMU, SAL ENDURMENNTUNAR HÍ
FYRIR HVERJA: Leik-, grunn-, framhaldsskóla
og fullorðinsfræðslustofnanir
STAÐUR: NÁMA, salur Endurmenntunar HÍ
Dunhaga 7, 107 Reykjavík
STUND: 15. janúar kl 13-15
SKRÁNING: fyrir 13. janúar hjá lme@lme.is
Evrópsk samstarfsverkefni byggja á samstarfi minnst 3 stofnana frá a.m.k.
3 Evrópulöndum. Verkefnin eru til 2 ára og styrkir eru veittir til gagnkvæmra
heimsókna kennara, starfsmanna og nemenda þegar það á við.
STYRKIR ERU ALLT AÐ 24.000 €
UMSÓKNARFRESTUR ER 21. FEBRÚAR NK.
Á fundinum verða umsóknareyðublöðin skoðuð og umsækjendur leiddir í gegnum
umsóknar- og matsferlið. Leiðbeinandi: Þorgerður Björnsdóttir
Hægt er að óska eftir aðgengi að námskeiðinu í gegnum fjarfundabúnað
símenntunarstöðva á landsbyggðinni.
Nánari upplýsingar um áætlunina og forgangsatriði næsta umsóknarfrests er að
finna á www.comenius.is og heimasíðu Menntaáætlunar ESB www.lme.is
LANDSKRIFSTOFA MENNTAÁÆTLUNAR ESB
www.lme.is
Comenius, Grundtvig
Dunhaga 5 | 107 Reykjavík | Sími: 525 4900
Skólaganga er gjarnan eini starfi þeirra sem ungir eru og þeim talsvert auðveld-
ari en fullorðnu fólki sem vinnur
fullan vinnudag auk þess að reka
heimili og rækta samband við
maka og börn. Því þarf gott skipu-
lag til að námsferillinn gangi upp.
Hafðu eftirfarandi í huga áður en
þú sest á skólabekk:
● Finndu út hvað þú vilt læra og
hversu marga tíma þú vilt sækja.
Athugaðu einnig hvernig at-
vinnuhorfur verða á þínu starfs-
sviði að námi loknu. Sé ætlun-
in að læra eitthvað sem teng-
ist nýju áhugamáli eða lífsstíl
er tilvalið að virkja vinina með
þér. Hópvinna meðal vina eykur
félagslegan ávinning á náms-
leiðinni og léttir byrðar í nám-
inu.
● Heimsæktu skólann sem þú
hyggst læra við, skoðaðu bóka-
safnið, aðstöðu nemenda og
bílastæðin. Gakktu um svæð-
ið og fáðu tilfinningu fyrir því
hvernig væri að sækja tíma í
skólanum. Fáðu einnig að sitja
tíma í áhugaverðu fagi ef kost-
ur er.
● Ræddu við nemendur og
spurðu út í kosti og galla,
reynslu þeirra og fáðu góð ráð.
Námsráðgjafar veita einnig
góðar og gagnlegar upplýsingar.
● Vertu viss um að ráða við
námskröfur skólans, tímasókn
og heimavinnu án þess að það
bitni á vinnu þinni, fjölskyldu
og vinum.
● Skólastarf nú til dags byggir á
tölvum og netaðgangi og krefst
dugandi tölvukunnáttu. At-
hugaðu hvort skólinn bjóði upp
á kennslu sem mætir kröfum
þeirra um tölvukunnáttu.
● Hefurðu efni á að fara aftur í
skóla? Nám útheimtir talsverð-
an kostnað á móti vinnutapi og
getur valdið eldri nemendum
streitu vegna fjárhagsskuld-
bindinga. Góð fjárhagsáætlun
er undirstaða þess að fara aftur
í nám.
Aftur á skólabekk
Með aukinni hreysti og hækkandi lífaldri setjast æ fleiri á skólabekk eftir
miðjan aldur. Þá ber að hafa í huga að nám er fullt starf og krefst skipulags.
Maður er aldrei of gamall til að fara í skóla og sífellt fleiri nýta efri árin til að setjast aftur á
skólabekk. Nám krefst skipulagningar og góðs undirbúnings.
DISCOVERY CHANNEL ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS