Fréttablaðið - 08.01.2013, Blaðsíða 34
8. janúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 18
BAKÞANKAR
Björns Þórs
Sigbjörnssonar
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
KROSSGÁTA
PONDUS Eftir Frode Øverli
GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes
BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
MYNDASÖGUR
LÁRÉTT
2. ventill, 6. tveir eins, 8. samræða, 9.
pfn., 11. 950, 12. frárennsli, 14. arkar-
brot, 16. málmur, 17. drulla, 18. ósigur,
20. eyðileggja, 21. hljómsveit.
LÓÐRÉTT
1. auma, 3. pot, 4. málmur, 5. angan,
7. bárur, 10. æxlunarkorn, 13. árkvíslir,
15. rænuleysi, 16. stefna, 19. bók-
stafur.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. loki, 6. rr, 8. tal, 9. mig, 11.
lm, 12. afrás, 14. fólíó, 16. ál, 17. aur,
18. tap, 20. má, 21. tríó.
LÓÐRÉTT: 1. arma, 3. ot, 4. kalsíum, 5.
ilm, 7. rifflar, 10. gró, 13. ála, 15. óráð,
16. átt, 19. pí.
Ég er ekki að seg ja
þetta til að reyna við
þig Pondus!
En þú ert með
frábæran afturenda!
Ha?
Þú ert með svona týpískan
fótboltarass! Tvær góðar og
stinnar kúlur! Ekki það að ég
sé að horfa á hann en maður
getur ekki komið í veg fyrir að
sjá og úlalala!
Maður sér jú svo
mikið sorglegt
svo ég vildi nefna
þetta við þig! Nice
tush neighbour!
Ok... Já, já, já...
Mamma,
ég er með
uppástungu... Í sumar skalt þú
gera ráð fyrir að ég
sé að slóra
og ég skal gera ráð
fyrir að þú sért
pirruð út í mig.
Þá þarft þú ekki að nöldra í mér og
ég þarf ekki að velta því fyrir mér
hvort ég sé í vandræðum.
Bíddu...það er
næstum því vit
í þessu.
Ég ábyrgist að
þetta sparar okkur
báðum tíma.
Mig langar að prófa
eitt, herrar mínir.
Vill einn af ykkur
ganga að mér
eins og hann sé að
biðja um
kauphækkun.
Ahh!
Komin
helgi!
Engin vinna,
engin keyrsla,
engin skrif-
stofupólitík …
Um helgar get ég einbeitt
mér alg jörlega
að börnunum mínum.
Hættu! Guði sé lof að helgin
er bara tveir dagar.
Ég segi frá!
Ástandið í samfélaginu er slæmt. Og hefur verið frá hruni. Hver höndin er
upp á móti annarri. Fólk rífst við allt og
alla, um allt og alla, og ef enginn er til að
rífast við þá rífst það við sjálft sig.
ENGAR varanlegar úrbætur eru í far-
vatninu. Við eigum eftir að rífast hressi-
lega fram að kosningum og enn meira að
þeim loknum og svo allt næsta kjörtíma-
bil. Ekki mun vanta fóðrið í rifrildisserí-
ur næstu ára, ekki frekar en nú.
ÞAÐ getur verið ágætt að rífast
annað slagið. Það er sagt að það
hreinsi andrúmsloftið. Út frá þeim
fræðum ætti andrúmsloftið á Íslandi
að vera orðið dauðhreinsað en þann-
ig er það auðvitað ekki. Hér er
ekkert hreint enn þá. Hreint ekki.
EN kæru vinir, það er smá glæta.
En reyndar bara tímabundin.
ÍSLENSK þjóð hefur alltaf staðið
sem einn maður að baki handbolta-
landsliðinu. Deilumál, stór sem
smá, hafa verið lögð til hliðar
þegar strákarnir okkar
eru að keppa og jafnvel
verstu fjandmenn hafa
grátið saman gleði-
tárum eftir góða
sigra.
NÚ er liðið á leið til Spánar að keppa á
heimsmeistaramótinu. Það gefur okkur
færi á að hvíla okkur á rifrildum og setj-
ast við viðtækin. Sameinuð. Ein þjóð. Ein
sameinuð þjóð. Ein risastór en fámenn
sameinuð þjóð sem gerir ekkert annað
meðan á mótinu stendur en að hugsa hlýtt
til strákanna sinna á milli þess sem hún
horfir á leiki og talar við vini og óvini
um glæsimörk gærdagsins og möguleika
morgundagsins.
Í hönd fara sem sagt býsna góðir tímar.
Nokkrir góðir dagar án rifrildis.
EN hversu lengi mun þetta ástand vara?
Það er nú það. Riðlakeppnin hefst á laug-
ardaginn með leik gegn Rússum og lýkur
föstudaginn 18. janúar þegar við mætum
Katarmönnum. Daginn þann gæti frið-
urinn mögulega verið úti. En við erum
bjartsýn. Liðið hlýtur að fara upp úr riðl-
inum. Það þýðir leik í sextán liða úrslit-
um 20. eða 21. janúar. Áfram erum við
bjartsýn. Átta liða úrslitin fara fram 23.
janúar. Jájá, leyfum okkur svolitla bjart-
sýni enn; undanúrslitaleikirnir eru leikn-
ir 25. janúar. Og fyrst við erum komin
svona langt þá er úrslitaleikurinn sunnu-
daginn 27. janúar. Friðartíminn gæti því
staðið í heila níu daga. Og auðvitað tölu-
vert lengur ef silfurdrengirnir koma nú
heim með gullið. Engin pressa, strákar.
Áfram Ísland!
Ástand og horfur