Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.01.2013, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 08.01.2013, Qupperneq 38
8. janúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 22 STERK SÓSA Nýjasta æðið í rokkvarnings- bransanum er sterkar sósur, en pönksveitin Bad Brains sendi frá sér eina slíka á dögunum. Gítar- leikarinn Bumblefoot úr Guns N‘ Roses á sína eigin sósu, Íslands- vinurinn Billy Gibbons úr ZZ Top, og fyrrum bassaleikari Van Halen, Michael Anthony, einnig. Marky Ramone úr pönksveit- inni Ramones sker sig úr en hann selur pastasósur. Auðvitað gerir hann það. Það þykir ekki lengur fréttnæmt þegar poppstjörnur og kvikmynda- leikarar leggja nafn sitt við ilmvatn. Og enginn er stjarna með stjörn- um nema að vera með sína eigin fatalínu. En vilji gamlir og afdankaðir rokkarar vera með í fjörinu þurfa þeir að nota ímyndunaraflið. Það vill jú líklega enginn klæðast eins og Axl Rose. Eða lykta eins og Lemmy í Motörhead. Hér eru dæmi um undarlegan varning sem hégómafullir rokktónlistarmenn hafa sett á markað. haukur@frettabladid.is Furðulegasti rokkvarningurinn Þegar moldríkir og miðaldra rokkarar hafa lítið fyrir stafni fara hlutir að gerast. KAFFI Margir rokkarar hafa glatt kaffiþyrsta og má þar fyrstan nefna Dave Mustaine úr þungarokk- sveitinni Megadeth. Mustaine-kaffið var ekki lengi á markaði, en það fékkst í nokkrum teg- undum. Aðrir sem hafa reynt fyrir sér í kaffi- bransanum eru sjokk- rokkarinn Rob Zombie og trommuleikararnir Char- lie Benante úr Anthrax og Joey Kramer úr Aero- smith. LÍKKISTUR Fáir standast hljómsveitinni Kiss snúning þegar kemur að óvenju- legum varningi. Listinn yfir furðuvarning Kiss er endalaus, en það skrýtnasta á honum er án efa Kiss-líkkistan. Hún er fáanleg í nokkr- um útfærslum, og til dæmis var gítarleikarinn Dimebag Darrell úr hljómsveitinni Pantera jarðsettur í einni slíkri. Þá eru Kiss með fleiri útfarartengdar vörur, svo sem sálmabækur, kerti og duftker fyrir bæði menn og dýr. OSTUR Bassaleikarinn Alex James hefur haft nóg að gera síðan hljóm- sveit hans, Blur, kom af léttasta skeiði. Hann gerðist ostagerðar- maður og má finna ostinn hans í öllum helstu matvöru- verslunum Eng- lands. Hann lét þó ekki staðar numið þar heldur gaf í fyrra út bókina All Cheeses Great and Small, en í henni deilir hann reynslu sinni af ostagerðinni. MÁLMLEITARTÆKI Gamla kempan Bill Wyman, fyrrverandi bassaleikari The Rolling Stones, á hins vegar vinninginn, en málmleitartæki í hans nafni er fáanlegt fyrir um 25 þúsund krónur. Er þetta eitt helsta áhugamál Wyman, og á internetinu má finna myndbönd þar sem hann kynnir apparatið fyrir áhorfendum og sýnir þeim hvernig á að bera sig að við málmleitina. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS | VERSLANIR VODAFONE | VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 á stö ð 2 s port í kv öld kl. 1 8.05 Svíþ jóð Ís land Loka áfan ginn í un dirb únin gi ís lens ka land slið sins fyr ir HM í ha ndbo lta sem hefs t eft ir 3 daga

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.