Fréttablaðið - 08.01.2013, Side 42
8. janúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 26
Nikola Karabatic
þarf að breyta ímynd
sinni upp á nýtt. Ég held
að hann verði góður á
þessu móti.
Atli Hilmarsson handboltaspekingur
© GRAPHIC NEWSMynd/NordicPhotos/Getty
HM karla í handbolta
Línumaður-
inn Julen
Aguinagalde
er lykilmaður
í liði heima-
manna sem ætla
sér stóra hluti á
heimavelli.
Portúgal
Frakkland
Sevilla
Barcelona
Granollers
Zaragoza
Guadalajara
Madrid
S P Á N N
2011 Frakkland
2009 Frakkland
2007 Þýskaland
2005 Spánn
2003 Króatía
2001 Frakkland
Síðustu heimsmeistarar
Riðlakeppni: 11.-19. janúar. Efstu fj ögur liðin komast áfram í 16-liða úrslit.
A Granollers*
Frakkland
Þýskaland
Argentína
Túnis
Svartfj allaland
Brasilía
B Sevilla
Danmörk
Makedónía
Ísland
Katar
Rússland
Síle
C Zaragoza
Serbía
Slóvenía
Pólland
Suður-Kórea
Hvíta-Rússland
Sádí-Arabía
D Madrid
Spánn
Króatía
Ungverjaland
Alsír
Egyptaland
Ástralía
*12 leikir í Granollers,
3 í Barcelona
21.-22. janúar: Forsetabikarinn í Guadalajara
Keppni liða um 17.-24. sæti
Jan. 16-liða úrslit
20
21
20
21
23
25
27
23
26
B1 - A4
D1 - C4
A3 - B2
C3 - D2
B3 - A2
D3 - C2
A1 - B4
C1 - D4
1
4
9
13
12
14
10 11
7
5
3
2
6
8
Zaragoza Barcelona
Barcelona Barcelona
ZaragozaBarcelona8-liða úrslit
Undanúrslit
Sigurlið 1-2 Sigurlið 7-8 Sigurlið 3-4
Taplið úr undanúrslitum
Sigurlið 5-6
Sigurlið 11-12Sigurlið 9-10
Bronsleikur
Úrslitaleikur: Sigurlið úr undanúrslitum
Heimild: IHF
HANDBOLTI Ásgeir Örn Hallgríms-
son verður í stóru hlutverki hjá
íslenska landsliðinu í handknatt-
leik á heimsmeistaramótinu sem
hefst um næstu helgi á Spáni.
Guðjón Valur Sigurðsson, fyr-
irliði landsliðsins, hrósar Ásgeiri
fyrir framlag sitt í landsliðinu á
undanförnum árum og telur Guð-
jón að Ásgeir sé vanmetnasti leik-
maður liðsins. „„Geiri“ hefur leyst
sitt hlutverk með Alexander Pet-
ersson og Ólaf Stefánsson fyrir
framan sig í „goggunarröðinni“.
Hann hefur aldrei kvartað yfir
þessu hlutverki, þrátt fyrir að
hann sé stundum að spila í 5 mín-
útur og aðra leiki í 50 mínútur.
Hann tekur að sér sitt hlutverk og
leysir það. Hann er að mínu mati
einn vanmetnasti leikmaður liðs-
ins á undanförnum árum. Hann
er núna í öðru hlutverki og þarf að
axla meiri ábyrgð, og taka að sér
það hlutverk að aðstoða yngri leik-
mennina sem eru að taka við hans
hlutverki.
Þetta er sérstakur tími en jafn-
framt skemmtilegur, nýir leik-
menn sem eru með sína styrk-
leika og hæfileika, og við þurfum
að nýta þá sem best,“ bætti Guð-
jón við en hann er sáttur við breytt
keppnisfyrirkomulag á HM.
„Það er gott að vera laus við
milliriðlana – ég hef aldrei þolað
þessa milliriðla. Eftir riðlakeppn-
ina á HM eru bara bikarúrslita-
leikir og ég held að það sé fín
pressa fyrir liðið. Við höfum oft
sýnt okkar bestu leiki þegar við
erum með ískalt byssuhlaupið
upp við hnakkann,“ sagði Guðjón
Valur. - seth
„Geiri“ er vanmetnasti leikmaður liðsins
Ásgeir Örn Hallgrímsson verður í lykilhlutverki á HM og fær hrós frá landsliðsfyrirliðanum, Guðjón Vali.
FÆR TÆKIFÆRIÐ Það verður mikil ábyrgð lögð á herðar Ásgeirs Arnar á Spáni í
janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HANDBOLTI Það er farið að styttast
í heimsmeistaramótið í handbolta
en opnunarleikur mótsins verður
á föstudag er heimamenn á Spáni
spila gegn Alsír. Ísland spilar
sinn fyrsta leik á mótinu daginn
eftir en Ísland mætir þá Rússum
í Sevilla.
Fréttablaðið tók púlsinn á þjálf-
aranum og fyrrum landsliðsmann-
inum Atla Hilmarssyni, sem hefur
lengi fylgst vel með alþjóðlegum
handbolta, og fékk hann til þess að
spá í spilin. Hvaða lið væru sigur-
strangleg og hvaða lið gætu komið
á óvart að þessu sinni.
„Ég held að þetta mót verði svo-
lítið erfitt fyrir leikmenn. Það er
búið að vera mikið að gera á síð-
asta ári þar sem var bæði EM og
Ólympíuleikar. Mér finnst leik-
menn vera orðnir þreyttir og það
gæti kallað á óvænta hluti. Það
gæti fjölgað óvæntum úrslitum
sem myndi krydda mótið. Ég yrði
ekki hissa ef við myndum sjá nýjar
hetjur sem þurfa að leysa þreyttu
leikmennina af núna,“ segir Atli en
það sem hefur verið að gerast er að
leikmenn hafa hreinlega verið að
taka sér frí. Þeir þola ekki meira
álag.
Ómannlegt álag
„Í mörgum tilfellum er það mjög
skiljanlegt. Það er nánast ómann-
legt álag á leikmenn sem eru
að spila í sterku liði, fara langt í
öllum keppnum eins og Meistara-
deildinni og spila svo á stórmót-
um með landsliðinu. Ég er á meðal
þeirra sem vilja endurskoða þetta
stórmótaskipulag. Það er úr sér
gengið að mínu mati.“
Þó svo sterka leikmenn vanti í
mörg lið á Atli ekki endilega von
á því að einhver ný lið blandi sér
í baráttuna um heimsmeistaratit-
ilinn. Það verði kunnugleg lið að
berjast um efstu sætin nú eins og
svo oft áður.
„Mér finnst Danir vera lið sem
gæti farið alla leið í þessu móti.
Mér sýnist Mikkel Hansen vera í
lagi og Danir eru því mjög sigur-
stranglegir. Það er sterkur kjarni
í þessu liði og gríðarlega sterk-
ir hraðaupphlaupsmenn eins og
Lindberg og Eggert. Svo er Land-
in sterkur í markinu og mun lík-
lega verja vel eins og venjulega.
Ef Danir koma vörninni í gang hjá
sér þá verða þeir illviðráðanlegir
og keyra grimm hraðaupphlaup í
andlit andstæðinganna. Hansen
er svo einfaldlega besti leikmaður
heims þegar hann er í lagi,“ segir
Atli um hið gríðarsterka danska lið
sem er í riðli með Íslandi.
Karabatic þarf að sanna sig
„Frakkar eru náttúrulega alltaf
með frábært lið og maður reikn-
ar með þeim á toppnum. Það eru
líka nokkrir leikmenn í þessu liði
sem þurfa að sanna sig upp á nýtt.
Nikola Karabatic þarf til að mynda
að breyta ímynd sinni upp á nýtt.
Ég held að hann verði góður,“ sagði
Atli en hann spáir því líka að Ung-
verjar, sem unnu eftirminnilegan
sigur á Íslandi á ÓL, geti komið á
óvart.
„Með Laszlo Nagy í toppformi
geta Ungverjar komið á óvart.
Ég væri ekki hissa ef ungverska
liðið færi langt. Ég hef minni trú
á Serbum og Króötum núna. Spán-
verjar eru svo með svakalega gott
lið og á heimavelli. Þeir eru til alls
líklegir.“
Króatar eru aðeins að stokka
upp hjá sér og verða meðal ann-
ars án Ivano Balic á þessu móti en
Balic hefur verið einn besti hand-
boltamaður heims á undanförnum
árum. Á stórmótum er hann venju-
lega maðurinn sem dregur vagn-
inn fyrir Króata er þeir þurfa
virkilega á hjálp að halda.
„Þeir eru að yngja upp en það
vantar samt ekki gæðin í þeirra
lið. Króatar framleiða fullt af
leikmönnum og maður sér það á
Zagreb-liðinu sem hefur oft geng-
ið í gegnum miklar breytingar en
kemur svo til baka. Ég sé þá í átta
liða úrslitum en spurning hvort
þeir fari í undanúrslit. Það eru
minni væntingar til liðsins nú en
oft áður og það gæti hjálpað þeim,“
segir Atli.
Hvað með lið eins og Serbíu og
Makedóníu sem slógu í gegn á EM
fyrir ári síðan og þá sérstaklega
Serbar sem fóru alla leið í úrslit á
sínum heimavelli?
„Ég hef ekki mikla trú á þeim
núna. Heimavöllurinn gerði mikið
fyrir Serba í fyrra en það vantar
núna. Makedónía er bara Kiril
Lazarov. Ef hann er í stuði getur
liðið unnið fullt af leikjum. Ég
hef samt ekki trú á að það gerist
núna.“
Kærkomnar breytingar
Breytingar hafa verið gerðar á
fyrirkomulagi heimsmeistara-
mótsins. Milliriðlarnir heyra nú
sögunni til og þess í stað er farið
beint í sextán liða úrslit eftir riðla-
keppnina. Hefur verið kallað eftir
slíkum breytingum í nokkurn tíma
og verður áhugavert að sjá hvernig
þessi breyting fellur í kramið.
„Þetta er flott breyting fyrir
áhorfendur. Þjálfarar myndu
örugglega vilja hafa milliriðlana
áfram. Að fara beint í úrslitaleiki
svona snemma býður upp á óvænt
úrslit. Liðin í fyrsta sæti eru ekk-
ert endilega örugg. Áhorfendur
fá því mikið fyrir sinn snúð og
allt getur gerst. Ég held að það sé
gott fyrir handboltann að fá svona
úrslitaleiki,“ segir Atli. Hvaða lið
sér hann fara alla leið í undanúr-
slitin?
„Það verða Danir, Frakkar og
líklega Spánverjar. Svo gæti komið
lið eins og Ungverjaland. Ég held
að Ísland stoppi í átta liða úrslitum
sem væri ásættanlegur árangur.“
henry@frettabladid.is
Danir eru sigurstranglegir
Atli Hilmarsson, handboltaþjálfari og fyrrum landsliðsmaður, hefur mikla trú á Dönum á HM á Spáni. Atli
býst við því að margir leikmenn á mótinu verði þreyttir eft ir mikið álag á síðasta ári. Þjálfarinn segir að það
sé gott fyrir handboltann að sleppa milliriðlunum sem áður voru og fara beint í úrslitakeppni sextán liða.
MAGNAÐUR Mikkel Hansen er lykil-
maður hjá Dönum. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Pep Guardiola, fyrrum
stjóri Barcelona, hefur staðfest
að hann ætli að snúa sér aftur að
þjálfun á næsta keppnistímabili.
Guardiola hefur verið í fríi
síðan hann hætti hjá Börsungum
í vor og hefur haldið til í Banda-
ríkjunum ásamt fjölskyldu sinni.
„Ég vil gjarnan komast aftur í
þjálfun. Ég er ekki kominn með
lið en ég vil byrja aftur að vinna,“
sagði hann í dag.
Guardiola vill ekki tjá sig um
ákveðin félög af virðingu við þá
þjálfara sem eru þar að störfum.
Hann hefur þó verið orðaður við
fjöldamörg lið síðustu mánuði,
svo sem bæði Manchester-liðin,
Chelsea og Bayern München.
Hann fylgist þó vel með sínu
gamla liði. „Ég horfi á Barce-
lona í sjónvarpinu og það er frá-
bært að horfa á liðið spila. Ég var
heppinn að hafa fengið að starfa
með þessu frábæra liði í nokkur
ár og ég er stoltur af því að liðið
er að spila jafn vel eða betur í
dag.“ - esá
Guardiola mun
snúa aft ur
LIÐ ÁRSINS
Iker Casillas, Real Madrid
Dani Alves, Barcelona
Gerard Pique, Barcelona
Sergio Ramos, Real Madrid
Marcelo, Real Madrid
Xabi Alonso, Real Madrid
Xavi, Barcelona
Andres Iniesta, Barcelona
Lionel Messi, Barcelona
Radamel Falcao, Atletico Madrid
Cristiano Ronaldo, Real Madrid
FÓTBOLTI Argentínumaðurinn
ótrúlegi, Lionel Messi, var í gær
valinn besti knattspyrnumaður
heims árið 2012 af alþjóðaknatt-
spyrnusambandinu, FIFA. Þetta
er fjórða árið í röð sem Messi
hlýtur þessi verðlaun en það er
met.
Messi átti enn og aftur frábært
ár og setti meðal annars heims-
met er hann skoraði 91 mark á
árinu.
Bandaríska konan Abby Wam-
bach var valin besta knatt-
spyrnukona heims. Hún sló bras-
ilísku knattspyrnukonunni Mörtu
við en hún hefur hlotið þessa
útnefningu fimm sinnum.
Vicente del Bosque, landsliðs-
þjálfari Spánar, og Pia Sundhage,
landsliðsþjálfari bandaríska
kvennalandsliðsins, voru valin
þjálfarar ársins. Jose Mourinho
og Pep Guardiola voru einnig til-
nefndir sem þjálfarar ársins í
karlaflokki.
Athygli vakti í liði ársins að
allir leikmenn koma úr spænska
boltanum. Það sem meira er þá
koma þeir allir frá Barcelona og
Real Madrid nema einn. - hbg
Messi bestur
enn og aft ur
SÁ BESTI Margir segja Messi vera þann
besta frá upphafi. NORDICPHOTOS/GETTY
SPORT