Fréttablaðið - 08.01.2013, Side 46
8. janúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 30
„Bókin á náttborðinu mínu er sú
eina sem ég fékk í jólagjöf í ár en
það er Ég gefst aldrei upp um for-
ræðisdeilu Borghildar Guðmunds-
dóttur.“
Lilja Katrín Gunnarsdóttir, leikkona og starfs-
maður Saga Film.
BÓKIN
„Við erum að vinna í nýrri plötu og það gengur
ógeðslega vel,“ segir Arnar Freyr Frostason, með-
limur hljómsveitarinnar Úlfur Úlfur, en sveitin
fagnar um þessar mundir ársafmæli plötunnar
Föstudagurinn langi, þeirrar fyrstu frá sveitinni.
„Ég er ófeiminn við að fullyrða að nýja efnið
hljómar miklu betur en allt sem við höfum áður
gert,“ bætir Arnar við. Það eru stór orð í ljósi árang-
urs fyrri plötunnar, en lög af henni voru með þeim
mest spiluðu á útvarpsstöðvunum FM957 og Flass.
Auk þess var lagið Ég er farinn valið lag ársins á
hlustendaverðlaunum FM957.
„Við erum búnir að vera að taka upp efni á plöt-
una síðasta hálfa árið,“ segir Arnar. Hið vinsæla
lag Blóð og sígarettur, sem sveitin hljóðritaði eftir
að síðasta plata kom út, fær ekki að vera með á plöt-
unni. „Það er bara í lausu lofti á milli platna.“
Arnar vill engu lofa um útgáfudag plötunnar, en
segir nýtt lag væntanlegt í spilun innan skamms.
„Það heitir Sofðu vel og við erum að fara að taka
upp myndband við það núna í janúar,“ segir Arnar.
Hann segir lagið væntanlegt fljótlega eftir það. - hva
Annað ár úlfsins fram undan
Árið 2012 var einstaklega gæfuríkt fyrir skagfi rsku rappsveitina Úlfur Úlfur en
þetta vinsæla tríó er staðráðið í að toppa sig tónlistarlega á nýja árinu.
NÝJA EFNIÐ BETRA Úlfur Úlfur hefur tröllatrú á næstu plötu.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Þetta er mjög skemmtileg breyt-
ing sem við tökum fagnandi,“ segir
Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri
fatahönnunardeildar Listaháskóla
Íslands, en í fyrsta sinn er kynja-
hlutfall nema á fyrsta ári í fata-
hönnun jafnt.
Fimm strákar og fimm stelp-
ur stunda nú nám í fatahönnun á
fyrsta ári. Þá eru tveir strákar á
þriðja ári en hingað til hefur skól-
inn einungis útskrifað þrjá stráka
úr fatahönnunardeildinni. Linda
Björg segir ímynd fatahönnunar
hafi tekið stakkaskiptum síðast-
liðin ár og það geti útskýrt þessa
fjölgun stráka í náminu. „Það hug-
arfar að fatahönnun sé bara kerl-
ingaföndur er sem betur fer að
breytast. Fatahönnun er orðin fag
sem er tekið alvarlega sem starfs-
vettvangur að lokinni útskrift.
Þetta er ekki lengur bara áhuga-
mál enda höfum við einblínt mjög
á faglega þáttinn í náminu sjálfu,“
segir Linda Björg sem sjálf hefur
barist mjög fyrir þessum breyting-
um í fatahönnunarfaginu.
Einnig nefnir Linda Björg fata-
hönnuðinn Guðmund Jörunds-
son sem eins konar brautryðj-
anda fyrir karlkyns fatahönnuði
á Íslandi í dag. Hann hefur
slegið í gegn með herra-
fatalínu sinni fyrir
herrafataverslun Kor-
máks og Skjaldar en
hann útskrifaðist úr
skólanum árið 2011. „Ég
kalla þetta gjarna „Guð-
mundar Jör‘s effect“.
Með honum hætti fata-
hönnun á Íslandi að vera
fyrir konur og sam-
kynhneigða karl-
menn sem gjarna
hafa einbeitt sér
að kvenfatnaði.
Að mínu mati
á Guðmundur mikið í því að
heilla stráka í námið en flestir
þeirra sem stunda námið núna
eru að hanna karlmannsfatnað
sem er nýbreytni,“ segir Linda
Björg og bætir við að búast megi
við öldu í hönnun íslensks herra-
fatnaðar í framtíðinni. „Guðmund-
ur fær líklega verðuga samkeppni
á næstu árum.“
Linda Björg er viss um að þessi
breyting sé varanleg í skólanum
og námið verði nú eftirsótt fyrir
bæði kynin. „Okkur finnst þetta
stórkostlega skemmtilegt og býður
upp á meiri fjölbreytni í þeim hug-
verkum sem koma frá skólanum í
framtíðinni.“ alfrun@frettabladid.is
Strákarnir sækja líka
í fatahönnunarnámið
Í fyrsta sinn eru jafn margir strákar og stelpur á fyrsta ári í fatahönnunardeild
Listaháskóla Íslands. Linda Björg segir að ímynd fatahönnunar hafi tekið stakka-
skiptum síðastliðin ár og hætt að vera kerlingaföndur.
HÆTT AÐ VERA KERLINGAFÖNDUR Linda Björg Árnadóttir er ánægð með þá þróun
að drengir sæki í auknum mæli í fatahönnun en í fyrsta sinn er jafn kynjahlutfall á
fyrsta ári í fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
ÁHRIFAVALDURINN
Velgegni Guðmundar
Jörundssonar á
sviði fatahönnunar
hefur gert námið
eftirsóknarvert
fyrir stráka.
Búið er að ákveða dagsetningar
fyrir tónlistarhátíðirnar Rauða-
sand og Extreme Chill sem verða
haldnar í sumar í þriðja og fjórða
sinn.
Báðar hátíðirnar eru frekar
smáar í sniðum en hafa fest sig
vel í sessi. Rauðasandur Festival
verður haldin í þriðja sinn 4. til 7.
júlí. Hún fer fram á Rauðasandi
á Vestfjörðum og þar er spiluð
kántrí-, blágras-, þjóðlaga-, blús-
og reggítónlist. Á meðal þeirra
sem spiluðu í fyrra voru Lay
Low, Prinspóló, Snorri Helgason
og Ylja.
Á bilinu 220 til 250 miðar voru
seldir á hátíðina og að sögn Jón-
ínu de la Rosa, eins af skipu-
leggjendunum, er stefnt að því
að halda hátíðinni lágstemmdri
og fjölskylduvænni, þannig að
hver og einn geti verið í ró og
næði ef hann vill. „Fólk nær líka
að kynnast betur þegar það eru
svona fáir,“ segir Jónína og bætir
við að markmiðið sé að fjöldinn
fari aldrei yfir 500 manns. Boðið
verður upp á takmarkað magn
miða á hátíðina á 6.500 krónur
snemma á þessu ári fyrir áhuga-
sama.
Aðeins fimm dögum eftir að
Rauðasandi lýkur hefst Extreme
Chill Festival sem verður hald-
in í fjórða sinn á Hellissandi á
Snæfellsnesi 12. til 14. júlí. Þar
er raftónlist í hávegum höfð og á
meðal flytjenda í fyrra voru Fut-
uregrapher, Beatmakin Troopa,
Krummi og Yagya. Um 350 miðar
voru seldir á hátíðina.
„Þetta er aðeins meira partí
hjá okkur,“ segir skipuleggj-
andinn Pan Thorarensen spurð-
ur út í muninn á Extreme Chill
og Rauðasandi. „Í fyrra vorum
við með tvö tjaldsvæði, eitt fjöl-
skylduvænt og eitt fyrir partí,“
segir hann og bætir við að hátíð-
in hafi alltaf farið mjög vel fram.
Miðaverð á Extreme Chill í ár
verður um átta þúsund krónur.
- fb
Smáar en knáar
tónlistarhátíðir
Dagsetningar eru komnar á tvær íslenskar tónlist-
arhátíðir sem haldnar verða næsta sumar.
SKIPULEGGJANDI Pan Thorarensen
skipuleggur Extreme Chill á Hellissandi.
„Ég er enn ekki búinn að átta mig
á að ég sé að fara að gera þetta. Ég
hef oft verið beðinn um að taka
þátt áður en alltaf sagt nei,“ segir
rokkarinn Eyþór Ingi Gunnlaugs-
son sem tekur þátt í Söngvakeppni
Sjónvarpsins í lok mánaðar.
Eyþór flytur lagið Ég á líf sem
er samið af Örlygi Smára og Pétri
Erni Guðmundssyni. „Ég veit eig-
inlega ekki af hverju ég sló til
núna. Lagið höfðaði bara til mín
og svo spilar auðvitað inn í að við
Pétur erum góðir vinir,“ segir
Eyþór. Hann segir að lagið muni
koma mikið á óvart en gefur ekk-
ert upp um hvort Pétur Örn, sem er
einn vinsælasti bakraddasöngvari
Íslendinga í Eurovision, verði með
á sviðinu.
Aðspurður hvort hann hafi
dreymt um að verða Eurovision-
stjarna segir Eyþór svo ekki vera.
Hann hefur þó fylgst með keppn-
inni í gegnum árin eins og flestir
Íslendingar. „Ég er enn þá móðg-
aður fyrir hönd Wig Wam að þeir
hafi ekki unnið á sínum tíma. Það
er án efa flottasta Eurovision-
lag sem hefur verið samið,“ segir
hann, en norsku rokkararnir lentu
í níunda sæti í keppninni árið 2005
með lagið In My Dreams.
Frá því að Eyþór sigraði í Band-
inu hans Bubba árið 2008 hefur
hann unnið hvern sigurinn á fætur
öðrum þegar kemur að leik og
söng. Það er nóg fram undan hjá
honum á árinu og ætlar hann meðal
annars að klára sína fyrstu sóló-
plötu. „Hún hefur verið í vinnslu
í dágóðan tíma en alltaf þurft að
sitja á hakanum vegna einhvers
annars, svo nú ætla ég að einbeita
mér að henni,“ segir hann. - trs
Eurovision hefur aldrei verið draumurinn
Eft ir fj ölda tilboða síðustu ár tekur rokkarinn Eyþór Ingi nú þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrsta skipti.
ENN MÓÐGAÐUR Eyþór segist hafa
fylgst með Eurovision í gegnum árin
og enn vera móðgaður fyrir hönd Wig
Wam að þeir hafi ekki unnið keppnina
árið 2005.