Fréttablaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 1
VIÐSKIPTI Hlutfall kvenna í stjórnum íslenskra fyrirtækja var 22,06 prósent í september síðast- liðnum. Þær eru hins vegar rúm- lega helmingur varamanna í stjórnum þeirra. Þetta kemur fram í samantekt Creditinfo á kynja- hlutföllum í stjórnum íslenskra fyrirtækja. Hulda Bjarnadóttir, fram- kvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segir þróunina vera í rétta átt. „Árið 2009, þegar FKA, Samtök atvinnulífsins og Við- skiptaráð ákváðu að hrinda úr vör hvatningu til atvinnulífsins í þess- um málum, voru aðeins tíu prósent stjórnarmanna konur. Það er vissu- lega eitthvað að þokast fram á veg en er þó ekki komið lengra, þrátt fyrir yfirvofandi löggjöf og alla þá miklu herferð sem ráðist hefur verið í til að laga þetta.“ Í samantektinni kemur fram að fjöldi fyrirtækja sé 32.691. Alls sitja 11.282 konur í stjórnum þeirra en 38.794 karlar. Hæst er hlutfall kvenna hjá félagasamtök- um og annarri þjónustustarfsemi, 52,01 prósent. Það er eini atvinnu- greinaflokkurinn þar sem konur eru meirihluti stjórnarmanna. Það er líka eini flokkurinn þar sem skil- yrði laga um að hlutfall hvors kyns í stjórnum fyrirtækja þurfi að vera yfir 40 prósent, sem taka gildi í september á þessu ári, eru uppfyllt. Vert er að taka fram að sá kvóti mun einungis eiga við um þau fyrir tæki sem eru með fleiri en 50 starfsmenn, en samantekt Credit- info nær til allra fyrirtækja. Í henni kemur einnig fram að tíðni gjald- þrota sé lægri hjá fyrirtækjum þar sem konur sitja í stjórn. - þsj / sjá Markaðinn LÖGREGLUMÁL Þrjú ungmenni, þar af eitt fórnarlamb Karls Vignis Þorsteinssonar, fóru heim til hans á nýársnótt árið 1994 til að krefjast svara um misgjörðir hans gagnvart börnum. Þegar Karl kom til dyra réðust þau á hann og bundu nakinn við stól. Hann viður- kenndi fyrir þeim að hafa misnotað fjölda barna. „Hann viður- kenndi allt. Þá verðum við alveg brjáluð og byrjum að lemja hann,“ segir Hrönn Sveinsdóttir kvikmyndagerðarkona, eitt ung- mennanna. Þau skildu við hann bundinn í stólnum. „Þegar ég sá Kastljósið leið mér alveg hræðilega að hafa ekki gert eitthvað annað og meira en að pína hann og skemma íbúðina hans. Við hefðum auðvitað átt að fara til lögreglunnar,“ segir Hrönn. - sv / sjá síðu 6 FRÉTTIR FLEIRI HEIMSÆKJA SUÐUR-KÓREU Sú staðreynd að meira en einn milljarður manna hefur horft á Gangnam Style á YouTube hefur haft mikil áhrif á ferðamannastraum til Seúl í Suður-Kóreu. Gangnam er úthverfi í borginni en þar hefur ferðamönnum fjölgað um 13,4% síðustu mánuðum, aðallega frá Japan og Kína. T HEILSUSAMLEGUR BOMBAY-BORGARITEXASBORGARAR KYNNA Tandoori-maríneraður kalkúnaborgari ogkalkúna lundir í speltbrauði eru nýir heilsuréttir á ÚTSALA Í FULLUM GANGI!NÝ SENDING AF DRÖGTUM! Skipholti 29b • S. 551 0770 TÆKIFÆRISGJAFIR Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 www.tk.is - mikið af frábærum tilboðum 10% afsláttur Vertu vinurGóð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.mistyskor.is Vandaðir þýskir herraskór úr leðri, skinn-fóðraðir. Stórar stærðir. Teg: 206202 23 Stærðir: 41 - 48 Verð: 16.975.-Teg: 206201 23 Stærðir: 40 - 47 Verð: 16.985.- Sími 551 2070Opið mán.-fös. 10-18.Laugardag 10-14. FYRIRTÆKJARÁÐGJÖFMIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013 Kynningarblað Endurskipulagning, kaup, sala, sameining og fjármögnunarráðgjöf www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 9. jan úar 2013 | 1. tölubla ð | 9. árgangur KONUM Í STJÓRNUM FJÖLGAR HÆGT Heiðar Már búin að se lja helming bréfa sinna í Vo dafone Ursus ehf., félag í e igu fjárfestisins He iðars Más hefur selt um helm ing þess hlutafjár h Áratuga forskot með Svaninn! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Miðvikudagur 12 3 SÉRBLÖÐ Markaðurinn | Fyrirtækjaráðgjöf Fólk Sími: 512 5000 9. janúar 2013 7. tölublað 13. árgangur Mótmæla ritskoðun Blaðamenn á fréttablaði í Kína hafa lagt niður störf til að mótmæla rit- skoðun. 8 Sniðganga skuldaþak Hafnar- fjarðarbær má ekki skuldsetja sig vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Bærinn gerði því óhefðbundinn kaupsamning um hlut Hauka í Ásvöllum. 2 Bjó í gömlu íslensku skipi Norski smyglarinn sem féll í skotbardaga við lögreglu í Danmörku hafði keypt gamla björgunarskipið Sigurvin. 4 Amy Winehouse drakk sig í hel Formleg dánarorsök söngkonunnar var kynnt í gær. 4 SPORT Strákarnir okkar töpuðu síðasta leik sínum fyrir HM í gær er þeir mættu Svíum ytra. 26 a M íH ha ndbolt Hefst Eftir2daga Nýtt íslenskt dansverk eftir Steinunni Ketilsdóttur. Síðustu sýningar: 9. OG 10. JANÚAR JAELSKAN.IS / LEIKHUSID.IS SKOÐUN Guðrún Jónsdóttir vill að lögum um vændiskaup og klámbúllur sé beitt. 13 EUROVISION Tvö efstu lögin í undan keppni Eurovision í ár munu heyja einvígi í lokaþætti þar sem áhorfendur fá að kjósa sigurlagið og þar með framlag Íslands í loka- keppnina. Nokkur umræða skapaðist um vægi dómnefndar í keppninni á síðasta ári og hafði það sitt að segja. „Auðvitað hafði gagnrýnin í fyrra með þessa ákvörðun að gera því við viljum alltaf gera betur. Þessi aðferð er notuð víða, í mismunandi útfærslum, svo það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út hér,“ segir Hera Ólafsdóttir, sem er einn umsjón- armanna söngvakeppninnar hjá Ríkis útvarpinu. Tólf lög munu berjast um sigurinn í undan- keppninni í ár. Þau skiptast niður í tvær forkeppnir og komast sex lög áfram í úrslitin, mögulega sjö ef mjótt verður á munum. Á lokakvöldinu, úrslitakeppn- inni sjálfri, munu atkvæði áhorf- enda gilda til helmings á við atkvæði sérstakrar dómnefnd- ar. Undankeppnirnar fara fram í Hörpu dagana 25. og 26. janúar og úrslitin hinn 2. febrúar. Það kemur í hlut fjölmiðlafólks- ins Þórhalls Gunnarssonar og Guð- rúnar Dísar Emilsdóttur að kynna keppnina í ár. - trs / sjá síðu 30 Þjóðin fær aukið vald í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár eftir nokkra gagnrýni: Tvö efstu lögin heyja einvígi MENNING Berndsen með barn og plötu á leiðinni. 30 Réðust á Karl árið 1994: Skildu Karl eft- ir nakinn í stól Konur fimmtungur af stjórnarmönnum Aðeins 22 prósent stjórnarmanna í íslenskum fyrirtækjum eru konur. Voru tíu pró- sent 2009. Eru helmingur varamanna. Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu segir þróunina vera í rétta átt. Gjaldþrot fátíðari hjá fyrirtækjum með konum í stjórn. Bolungarvík 3° SA 8 Akureyri 4° SA 4 Egilsstaðir 3° S 3 Kirkjubæjarkl. 3° NV 5 Reykjavík 6° SA 14 Vindur Vaxandi vindur og úrkoma SV- og V-til í dag. Slær í storm síðdegis en dregur úr í kvöld. 5-13 m/s A-lands og þurrt að kalla. Milt í veðri, hiti 2-8 stig. 4 GRÉTA MJÖLL OG JÓNSI Lag Grétu var framlag Íslands í Eurovision í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÁR Á STRANDSTAÐ Risaskemmtiferðaskipið Costa Concordia hefur nú legið í tæpt ár við innsiglinguna að höfninni á ítölsku eyjunni Giglio. Nú er fyrir höndum aðgerð til að ná flaki skipsins af strandstað, en það er stærsta framkvæmd af þessum toga í sögunni. Skipið er 290 metra langt og 115.000 brúttótonn– þrefalt stærra en Titanic. Alls létust 34 þegar risinn steytti á skeri og sökk. Takist að ná skipinu af strandstað og koma því til lands mun verða um verkfræðiafrek að ræða. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL Blikur eru á lofti í rekstri Landspítalans, bæði rekstrarlegs eðlis og vegna mönn- unar spítalans. Þetta er mat Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans. „Geng- ið virðist vera að þróast strax umfram forsendur fjárlaga,“ segir Björn. Í desember veiktist gengi krónunnar verulega og hafði ekki verið veikara í tæp þrjú ár. Hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum í stórum stíl og krefj- ast þess að lokið verði við endur- skoðun stofnanasamninga. Björn segir þetta vega þungt en við það bætist „kjaraólga hjá öðrum kvennastéttum, háskólamenntuð- um sérstaklega.“ - shá / sjá síðu 4 Krónan til vandræða: Blikur á lofti í rekstri LSH HRÖNN SVEINS- DÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.