Fréttablaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 17
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 9. janúar 2013 | 1. tölublað | 9. árgangur
22,06%
STJÓRNAR-
MANNA ERU
KONUR.
77,94%
STJÓRNARMANNA
ERU KARLAR.
KONUM Í STJÓRNUM FJÖLGAR HÆGT
➜ Fimmtungur
stjórnarmanna
allra fyrirtækja
er konur.
➜ Hlutfallið var
tíu prósent
fyrir þremur
árum.
➜ Fyrirtæki með
konur í stjórn
fara síður í
þrot.
Heiðar Már búinn að selja
helming bréfa sinna í Vodafone
Ursus ehf., félag í eigu fjárfestisins Heiðars Más
Guðjónssonar, hefur selt um helming þess hlutafjár
í Fjarskiptum, móðurfélags Vodafone, sem hann
keypti í hlutafjárútboði fyrir skráningu þess.
Alls keypti Ursus 4,7 prósent í félaginu í útboð-
inu en virði þess hlutar var 491 milljón króna. Bréf-
in voru tekin til viðskipta 18. desember og á þeim
tíma var Ursus þriðji stærsti eigandi Fjarskipta.
Félagið var auk þess eini eigandinn á meðal þeirra
20 stærstu sem voru í eigu einstaklings.
Samkvæmt yfirliti frá Kauphöllinni yfir stærstu
hluthafa félagsins þann 27. desember kemur hins
vegar fram að eignarhlutur Ursusar hafi verið
kominn niður í 2,3 prósent. Félagið er nú áttundi
stærsti eigandi Fjarskipta. Gengi Fjarskipta hefur
hækkað úr 31,5 krónum í 32,80 krónur frá því að
félagið var skrá á markað. - þsj
Sjónmælingar í Optical Studio
Tímapantanir í síma:
Optical Studio í Smáralind, 5288500
Optical Studio í Keflavík, 4213811
Optical Studio í Leifsstöð, 4250500
Áratuga forskot
með Svaninn!
Íslenskir aðalverktakar aftur að
fullu í eigu erlendra aðila
Íslenskir aðalverktakar eru á ný komnir að fullu
í eigu svissneska verktakafyrirtækisins Marti.
Marti keypti verktakahluta Íslenskra aðal-
verktaka af Arion banka árið 2010 en seldi síðar
sama ár samtals 50% hlut í fyrirtækinu til stjórn-
enda Íslenskra aðalverktaka, Karls Þráinssonar og
Gunnars Sverrissonar, sem borguðu fyrir hlutinn
með 200 milljóna kúluláni frá Marti. Marti keypti
hins vegar eignarhlut þeirra Karls og Gunnars
aftur árið 2011 og gerði upp lánið. - síða 4
Auður I kaupir í Gámafélaginu
Auður I, fagfjárfestasjóður Auðar Capital, hefur
keypt nýtt hlutafé í Íslenska gámafélaginu og þar
með eignast helmingshlut í félaginu. Fyrir kaupin
var fyrirtækið að 35% í eigu Eignasafns Seðlabanka
Íslands og að 65% í eigu ýmissa fjárfesta, þar á
meðal nokkurra af stjórnendum fyrirtækisins.
Auður I, sem fjárfestir í hlutabréfum óskráðra
fyrir tækja, er þar með orðinn fullfjárfestur en hann
er 3 milljarðar króna að stærð. Sjóðurinn á nú hluti
í átta fyrirtækjum, þar á meðal Ölgerðinni, Já og
Securitas. - mþl