Fréttablaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 10
9. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Barnapössun í flugeldavertíð 1GARÐABÆR Vegna mikilla anna í kringum flugeldasölu og önnur tilfallandi verk um há- tíðirnar brá Hjálpar- sveit skáta í Garðabæ á það ráð að bjóða barnagæslu svo for- eldrar gætu gengið að verkum áhyggjulaust. Garðbæingar segja margt vinnast með þessu fyrirkomulagi. Fleiri hendur séu lausar í flugeldavinn- una, en því til viðbótar þétti pössunin hópinn enn betur. Sveitin heldur einnig tvo fjölskyldudaga á ári, einn að vetri og annan að sumri til, en það er markviss stefna að efla tengsl á milli þeirra sem starfa í sveitinni. Guðmundarsmiðja tekur til starfa 2ÍSAFJÖRÐUR Fab Lab, stafræn smiðja, var opnuð í Menntaskól- anum á Ísafirði hinn 4. janúar. Fab Lab-smiðjan er ætluð frumkvöðlum, nemendum, almenningi, fyrirtækjum og stofnunum undir leiðsögn sér- fræðinga Nýsköpunarmiðstöðvar, kennara Menntaskólans á Ísafirði og fleiri aðila. Guðmundarsmiðja er nafnið til heiðurs Guðmundi Þór Kristjáns- syni, vélstjórnarkennara við Mennta- skólann á Ísafirði. Fab Lab á Ísafirði er samstarfs verkefni Nýsköpunar- miðstöðvar Íslands, Menntaskólans á Ísafirði, Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkur- kaupstaðar, Iðnaðarmannafélagsins á Ísafirði, Vaxtarsamnings Vestfjarða og fleiri. Röstin víkur fyrir nýju nafni 3GRINDAVÍK Körfuknattleiks-deild UMFG hefur fengið heimild frá frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar til að skipta um nafn íþróttahússins í Grindavík, að því að Víkurfréttir greina frá. Húsið hefur um árabil borið heitið Röstin og er heima- völlur Íslandsmeistara Grinda víkur í körfuknattleik. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur taldi fram í beiðni sinni að deildin gæti aflað talsverðra fjármuna með því að selja nafnréttinn á íþrótta- húsinu til styrktaraðila. Nefndin veitir leyfi til tveggja ára með ákvæði um endurskoðun að þeim tíma liðnum. KANADA Vinnsla olíu úr olíusandi í Kanada skilur eftir sig spilliefni í nærliggjandi stöðuvötnum. Þetta segir í frétt á BBC og er vísað í nýja úttekt vísindamanna. Efnin sem um ræðir hafa neikvæð áhrif á lífríki vatna og fuglalíf, en finnast þó í meira magni í vötnum nálægt stórborgum. Vinnsla olíu úr olíusandi er afar umdeild, enda felur hún í sér gríðar- lega efnahagslega og pólitíska hagsmuni fyrir utan álitaefni í umhverfis- málum. - þj Umdeild olíuvinnsla er starfrækt í Kanada: Vinnsla úr olíusandi mengar UMDEILT Vinnsla úr olíusandi er afar umdeild þar sem efnahagsábata fylgja álita- mál tengd mengun. NORDICPHOTOS/AFP LANDIÐ 1 2 3 Gerðu 2013 að þínu heilsu ári ! 10 áru m yngr i, orkumeiri , fegu rr i og í kjörþyngd, á bara 4 vikum. • •

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.