Fréttablaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 38
9. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 22MENNING LEIKHÚS ★★★ ★★ Karíus og Baktus Höfundur: Thorbjörn Egner. Þýðing: Hulda Valtýsdóttir. Leikarar: Friðrik Friðriksson og Ágústa Eva Erlends- dóttir. Leikstjóri: Selma Björnsdóttir. KÚLAN, ÞJÓÐLEIKHÚSINU FRUMSÝNING 5.1.2013 Svangir bræður koma sér fyrir í fallegum hvítum litlum húsum, litlum holum sem þeir höggva til í tönnunum hans Jens. Allir þekkja þessa litlu góðu sögu um þessa sætu en samt óvelkomnu bræð- ur. Þeir njóta samúðar og öllum þykir vænt um þá og einmitt þess vegna lét norska skáldið Thor- björn Egner þá lenda úti á hafi í agnarlitlum bát þar sem þeir urðu svo að bjarga sér öðruvísi en að kvelja Jens litla. Ungir áhorfendur sem og þeir eldri nutu góðrar stundar í Kúl- unni í Þjóðleikhúsinu á laugar- daginn þá er þeir bræður enn og aftur stigu á stokk. Í þetta sinn voru það leikararnir Frið- rik Friðriksson og Ágústa Eva Erlendsdóttir sem brugðu sér í hin frægu gervi. Þetta er fjög- urra þátta smáverk, þar sem rödd sögumanns leiðir okkur inn í ævintýrið og eins heyrast aðrar raddir eins og allir vita. Það eru ópin í Jens litla, ákveðin mamma og svo hinn hryllilegi tannlæknir sem lýsir upp vistar- verur bræðranna þannig að þeir halda fyrst að öll sólin sé að troða sér inn, en verða síðan trylltir af hræðslu þegar þeir átta sig á stað- reyndum. Áhorfendur skríktu af kátínu og kannski svolitlum ótta þegar borinn fór í gang og var það smart lausn er ljósspírall snerist á þeim bræðrum til skiptist og urðu þeir að flýja undan. Bæði Friðrik og Ágústa náðu að heilla áhorfendur og leikhúsið litla í þessum dimma kjallara var vel til þess fallið að mynda umgjörð um munninn á litlum strák. Tennurn- ar mátulega stórar og tilfæringar ágætar þannig að enginn grét af hræðslu. Það var meira um hlátra- sköll, enda bræðurnir báðir bráð- fyndnir. Baktus kemur sér fyrir í efri góm eða mjög fínni holu með smart opnanlegum glugga. Sú mynd var heillandi, eins og kæru- leysislegt sumarfrí á sólarströnd, nú enda er Baktus ekki eins vinnu- samur og Karíus bróðir hans. Oft hefur þó tannburstinn verið ógurlegri en í þessari sýningu. Leikararnir náðu vel til áhorfenda og sagan er lipurlega sögð, það hefði kannski mátt gera aðeins meira úr söng þeirra. Búningar og gervin mjög krúttleg og Kar- íus alls ekki eins nöldurgefinn og oft áður. Elísabet Brekkan NIÐURSTAÐA: Mjög sæt lítil sýning fyrir yngstu áhorfendurna sem eru svo leystir út með tannkremstúpu í lokin. Við viljum franskbrauð! • • 30 daga hreinsu n á mata ræði með Davíð Kri stinss yni, næri ngar- og lífss tílsþjálfa ra, mánudaginn 14. janúar næstkomandi kl. 19:30 - 21:30. Boltinn á Xinu 977 – alla virka daga kl. 11 - 12 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013 Fundur 9.00 Hver er hinn íslenski stjórnarmaður? Morgunverðar- fundur um könnun KPMG og Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands haldið í Borgartúni 27. Dans 20.30 Gömludansarnir verða dansaðir í sal Þjóðdansa- félags Reykjavíkur, Álfabakka 14a. Tónlist 21.00 Anna Mjöll og hljómsveit hennar skemmta á Café Rosenberg. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.