Fréttablaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 8
9. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Íslandsstofa kynnir markaðs- og söluþjálfun fyrir þá stjórnendur fyrirtækja í mannvirkjahönnun sem afla verkefna erlendis. Í verkefninu verður farið yfir ýmis hagnýt atriði sem nýtast við markaðsstarf og samskipti við erlenda kaupendur. Í maí er áætluð markaðsheimsókn til Noregs þar sem skipulagðir verða viðskiptafundir og fyrirtæki í einka- geiranum heimsótt. Dagskrá: Vinnufundur 30. janúar: söluskilaboð og markaðsefni, menningarlæsi og samningatækni Vinnufundur 20. febrúar: samskiptahæfni, sölutækni og þjónusta Vinnufundur 11.-13. mars: kynningartækni og kynningar fyrir erlendum kaupendum Markaðsheimsókn í maí: Osló, Stavanger og Bergen Nánari upplýsingar veita: Björn H. Reynisson, bjorn@islandsstofa.is, Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is og Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is Aðstoð til árangurs Þátttökugjald fyrir vinnufundina þrjá er kr. 160.000. Innifalið í gjaldinu eru öll gögn, veitingar og gisting á síðasta vinnufundi. Kostnaður vegna Noregsferðar er ekki innifalinn í þátttökugjaldi. Þetta er samvinnuverkefni faghóps mannvirkjahönnuða og Íslandsstofu. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að fylla út umsókn um þátttöku í verkefninu sem finna má á islandsstofa.is og senda á Björn H. Reynisson, bjorn@islandsstofa.is. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? RÝMINGARSALA Í MÚRBÚÐINNI Á KLETTHÁLSI 7 Kletthálsi 7, Reykjavík Opið virka daga kl. 8-18, laugard. kl. 10-16 KÍNA, AP Baráttufólki fyrir mál- frelsi í Kína laust saman við stuðningsmenn Kommúnista- flokksins í borginni Guangzhou í Suður-Kína í gær. Almenning- ur hefur tekið upp deilu sem upp kom á ritstjórnarskrifstofum Vikublaðs suðursins en stjórnvöld loka á frásagnir stuðningsmanna blaðsins á netinu. Rót mótmælanna er að finna í deilu blaðamanna blaðsins og yfirritskoðara vegna nýársleið- ara. Í fyrradag lögðu blaðamenn blaðsins niður störf í mótmæla- skyni. Deilan er nú miðpunktur aukins þrýstings almennings á kommúnistastjórnina í Kína að auka upplýsingafrelsi í landinu. Leiðara blaðsins, sem upphaf- lega kallaði á pólitískar umbætur, var breytt í lofræðu um Komm- únistaflokkinn. Fræðimenn hafa skrifað undir opin bréf þar sem farið er fram á brottvikningu rit- skoðarans, frægðarfólk og aðrir stuðningsmenn blaðamannanna hafa tekið upp málstað blaðsins í smáfærslum á netinu (sem síðan hafa kallað á viðbrögð stjórn- valda) og hundruð höfðu í gær safnast saman, annan daginn í röð, fyrir utan höfuðstöðvar útgáfufyrirtækisins með blóm og stuðningsáletranir. Að því er einn yfirmanna á rit- stjórn Vikublaðs suðursins segir á ritstjórnarnefnd blaðsins nú í samningaviðræðum við yfirstjórn þess, sem er hluti af áróðurs- skrifstofu héraðsins. Maðurinn ræddi við fréttaveitu AP undir nafnleynd, vegna starfsreglna blaðsins um að ræða ekki við erlenda fjölmiðla. Embættismenn á áróðurs- skrifstofunni vilja að blaðið komi út venju samkvæmt á fimmtu- dag en yfirmenn ritstjórnar vilja setja fyrir því ákveðin skil- yrði, svo sem hvort birta megi í blaðinu bréf til lesenda þar sem farið verði yfir aðdraganda uppá- komunnar og deilan útskýrð. Þá mun ritstjórnarnefndin einn- ig hafa sett fram kröfu um að látið verði af ritskoðun á efni blaðsins áður en til útgáfu kemur. Lagt er til að í staðinn fái leiðtogar Kommúnistaflokksins að leggja ákveðnar línur, en megi ekki skipta sér af störfum ritstjórnar- innar og eigi að forðast að gera athugasemdir við efni blaðsins fyrr en eftir útgáfu. Talsfólk málfrelsis tók að safn- ast saman fyrir utan skrifstofur Vikublaðs suðursins snemma í gærmorgun, með skilti þar sem kallað er eftir frelsi fjölmiðla og öðrum lýðræðisumbótum. Fljót- lega bar svo líka að stuðnings- fólk Kommúnistaflokksins, þar sem margir veifuðu kínverska fánanum. Báðar fylkingar létu svívirðingar ganga á víxl og upp- nefndu hverjir aðra „svikara og hundingja“. Smávægileg slags- mál brutust út en lögregla stillti til friðar. olikr@frettabladid.is Kínverjar mótmæla ritskoðun Blaðamenn á fréttablaði í Kína hafa lagt niður störf til að mótmæla ritskoðun. Baráttufólki fyrir málfrelsi og lýðræðisumbótum í Kína og stuðningsfólki Kommún- istaflokksins laust saman í mótmælum gærdagsins. MÓTMÆLANDI Maður með grímu sem á stendur „hljóður“ mótmælir við aðsetur blaðanna Vikublaðs suðursins og Dagblaðs suðursins í Guangzhou-borg í Kína. Á spjald- inu stendur „Látum drauminn rætast í sameiningu, áfram Vikublað suðursins“. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRUSSEL, AP Atvinnuleysi í þeim 17 löndum Evrópusambandsins sem nota evru sem gjaldmiðil náði 11,8 prósentum í nóvember og hefur aldrei verið meira. Þá voru í fyrsta sinn frá upphafi fjármálakrísunnar fyrir þremur árum meira en 26 milljónir án vinnu í ESB-löndunum 27. Tölurn- ar endurspegla það verk sem fyrir höndum er við að endurbyggja efnahag svæðisins. Atvinnuleysi eykst þótt ógnin sem steðjaði að myntbandalaginu virðist að baki. Atvinnuleysi jókst mest í Grikk- landi, um sjö prósentustig milli ára, og stóð í 26 prósentum. - óká 11,8 prósent án atvinnu: Atvinnuleysi aldrei meira í evrulöndum LÖGREGLUFRÉTTIR Féll í sjóinn Karlmaður féll milli skips og bryggju við Grandagarð rétt eftir klukkan níu í fyrradag. Maðurinn var í nokkrar mínútur í sjónum áður en honum var bjargað. Hann var fluttur á sjúkrahús til skoðunar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.